Fossar – ábúendatal

. 1696-1703- Illugi Sigurðsson og Margrét Þorsteinsdóttir.

0. -1708-1709- Egill Illugason. – Búsettur á Kúfustöðum, nytjaði jörðina.

0. -1734-1753 Árni Jónsson.

0. 1753-1758 Halldór Árnason og Helga Jónsdóttir. – Halldór dó 1758 eða 1759. Helga bjó áfram.

0. 1758-1759- Helga Jónsdóttir, ekkja Halldórs Árnasonar á Fossum. – Helga giftist Jóni Jónssyni.

0. -1762-1763- Jón Jónsson og Helga Jónsdóttir. – Bjuggu síðar í Rugludal.

0. -1773-1777 Einar Jónsson og Guðrún Ólafsdóttir. – Fóru búferlum að Skottastöðum.

0. 1777-1785 Bjarni Ólafsson og Hólmfríður Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Skottastöðum, reistu bú á Fossum 1791.

0. 1785-1786 Björn Jónsson og Ingibjörg Ólafsdóttir. – Búsett í Bólstaðarhlíð, nytjuðu jörðina.

1786-1787 Í eyði.

0. 1787-1791 Eggert Jónsson og Halldóra Einarsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku í Bólstaðarhlíðarhreppi, reistu bú í Hvammi í Svartárdal 1792.

0. -1790-1791 Markús Guðmundsson. – Brá búi, fór í húsmennsku að Hóli. Markús var í húsmennsku á Bergsstöðum 1801, en í Bólstaðarhlíðarhreppi 1804.

0. 1791-1802 Bjarni Ólafsson og Hólmfríður Jónsdóttir. -Bjarni dó 1802 á Fossum. Hólmfríður bjó áfram

0. 1802-1805 Hólmfríður Jónsdóttir, ekkja Bjarna Ólafssonar á Fossum.

0. 1805-1832 Bjarni Sveinsson og Sigurlaug Bjarnadóttir. – Fóru búferlum að Rugludal.

0. 1832-1833 Sigurður Benediktsson og f.k. Solveig Árnadóttir. – Fóru búferlum að Þorsteinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi, Skagafjarðarsýslu.

0. 1833-1834 Einar Bjarnason og Sigríður Sveinsdóttir. – Brugðu búi, fóru í vinnumennsku að Bergsstöðum, reistu bú í Holtastaðakoti í Engihlíðarhreppi 1837.

0. 1834-1836 Jón Pálsson og Margrét Halldórsdóttir. – Fóru búferlum að Stafni.

0. 1836-1864 Sigurður Jónsson og s.k. Marsibil Jónsdóttir og ráðsk. Helga Davíðsdóttir og ráðsk. Sigurbjörg Sigurðardóttir og ráðsk. Ingibjörg Pétursdóttir. – Marsibil dó 27. maí 1858 á Fossum. Helga fór í húsmennsku að Rugludal 1859, giftist síðar Guðmundi Sigurðssyni í Stóradalsseli í Svínavatnshreppi, reistu bú í Steinárgerði 1886. Sigurbjörg varð vinnukona á sama stað 1861, reisti bú með manni sínum í Bergsstaðaseli 1863. Sigurður dó 2. júní 1864 á Fossum. Ingibjörg fór í húsmennsku að Barkarstaðagerði, var í húsmennsku í Selhaga 1870. Hún dó 2. desember 1881 á Gvendarstöðum í Staðarhreppi, Skagafjarðarsýslu.

0. 1864-1866 Pétur Þórðarson og Aðalbjörg Guðmundsdóttir. – Höfðu jafnframt bú í Kóngsgarði 1864-1865. Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað, reistu bú á sama stað 1867.

0. 1866-1867 Jón Hjálmsson og Kristín Gísladóttir. – Kristín dó 7. apríl 1867 á Fossum. Jón brá búi, fór í húsmennsku að Stafni. Hann dó 7. maí 1879 í Stafni.

0. 1867-1871 Stefán Sigurðsson og Guðríður Gísladóttir. – Fóru búferlum að Berghyl í Holtshreppi, Skagafjarðarsýslu.

0. 1867-1868 Pétur Þórðarson og Aðalbjörg Guðmundsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Steiná, reistu bú á Barkarstöðum 1870.

0. 1871-1873 Jón Ólafsson og ráðsk. Sigurlaug Kristjánsdóttir. – Fóru búferlum að Barkarstaðagerði.

0. 1873-1889 Guðmundur Þorkelsson og Kristbjörg Snjólfsdóttir. – Höfðu jafnframt bú í Kóngsgarði 1874-1875. Brugðu búi, fóru að Eiríksstaðakoti og síðar til Vesturheims. Guðmundur dó 10. júlí 1918 í Blaine í Washington, Bandaríkjunum.

0. 1889-1890 Guðmundur Guðmundsson. – Búsettur í Hvammi í Svartárdal, nytjaði jörðina.

0. 1890-1916 Guðmundur Sigurðsson og Engilráð Guðmundsdóttir og ráðsk. Sigríður Jónsdóttir. – Engilráð dó 23. maí 1904 á Fossum. Guðmundur brá búi, var kyrr á sama stað. Hann dó 28. mars 1928 á Fossum. Sigríður varð ráðskona hjá Guðmundi Guðmundssyni.

0. 1916-1957- Guðmundur Guðmundsson og ráðsk. Sigríður Jónsdóttir og systir hans Guðrún Guðmundsdóttir og Guðrún Þorvaldsdóttir. – Sigríður dó 7. ágúst 1923 á Fossum. Guðrún Guðmundsdóttir dó 17. janúar 1925 á Fossum. Guðrún Þorvaldsdóttir dó 8. júní 1949 á Fossum. Guðmundur dó 29. ágúst 1976 á Fossum.

0. 1953-1957- Sigurður Guðmundsson. – Sigurður dó 16. mars 2012 á Blönduósi.

0. 1953-1957- Guðmundur Sigurbjörn Guðmundsson og Jóna Sigþrúður Stefánsdóttir. – Guðmundur dó 24. september 2010 á Akureyri.

0. 1953-1957- Sigurjón Guðmundsson.