0. 1865-1868 Jónas Sigfússon og Margrét Ólafsdóttir. – Brugðu búi. Jónas fór í húsmennsku að Eiríksstaðakoti. Hann dó 10. maí 1875 á Syðri-Steinnýjarstöðum í Vindhælishreppi. Margrét fór í vinnumennsku að Syðri-Mjóadal. Hún dó 21. maí 1894 á Þverá í Norðurárdal í Vindhælishreppi.
0. 1868-1870 Steinn Guðmundsson og Jórunn Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Grundarkoti.
1870-1897 Í eyði.
0. 1897-1898 Þorvaldur Jónasson og Sigríður Sigmundsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Kálfárdal, reistu bú í Kálfárdal 1899.
1898- Í eyði.