Fjósahús ábúendatal

0. 1917-1918 (Þorsteinn) Hjálmar Sigurðsson og Stefanía Lilja Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Selhaga.

0. 1918-1919 Klemens Þorleifsson og móðir hans Þórunn Dýrborg Eyjólfsdóttir. – Brugðu búi. Klemens fór í vinnumennsku að Bólstaðarhlíð. Þórunn fór í húsmennsku að Gili. Reistu bú á Brún 1923.

0. 1919-1920 Gísli Ólafsson og Jakobína Guðrún Þorleifsdóttir. – Fóru búferlum að Hólabæ.

0. 1920-1922 Guðmundur Finnbogi Jakobsson og (Jóhanna) Bjarnveig Jóhannesdóttir. – Fóru búferlum að Valabjörgum í Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu, reistu bú í Kárahlíð 1929.

0. 1922-1923 Erlendur Jónas Jóhannesson og ráðsk. (Guðbjörg) Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Eyvindarstaðagerði, reistu bú í Fjósahúsum 1926.

1923-1926 Í eyði.

0. 1926-1928 Erlendur Jónas Jóhannesson og ráðsk. (Guðbjörg) Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Stóru-Mörk, reistu bú í Kárahlíð 1931.

1928- Í eyði.