Fjós – ábúendatal

0. -1699-1703- Tómas Eiríksson og móðir hans Valgerður Tómasdóttir. – Tómas var í Auðkúluprestakalli 1710.

0. 1708-1709- Halldóra Erlendsdóttir, ekkja Þorsteins Benediktssonar í Bólstaðarhlíð. – Búsett í Bólstaðarhlíð, nytjaði jörðina.

0. -1722-1723- Jón Bjarnason. – Bjó síðar á Hóli.

0. -1733-1746- Bjarni Arngrímsson. – Fór búferlum úr Bólstaðarhlíðarhreppi í Engihlíðarhrepp 1749. Bjarni var í Engihlíðarhreppi 1750.

0. -1751-1758 Árni Halldórsson og s.k. Steinunn Illugadóttir. – Árni dó 1758 eða 1759. Steinunn bjó áfram.

0. 1758-1759- Steinunn Illugadóttir, ekkja Árna Halldórssonar á Fjósum. – Brá búi, var kyrr á sama stað. Steinunn var á Fjósum 1762.

0. -1762-1774 Halldór Árnason. – Fór búferlum að Núpi í Vindhælishreppi.

0. 1774-1825 Þorbergur Árnason og systir hans Ingveldur Árnadóttir og Valgerður Kristín Rafnsdóttir. – Þorbergur og Valgerður fóru búferlum að Rugludal, reistu bú á Fjósum 1828.

0. 1819-1820 Ingibjörg Jónsdóttir, ekkja Jónasar Jónssonar á Gili. – Búsett á Gili, nytjaði hluta af jörðinni.

0. 1819-1822 Eyjólfur Jónasson og f.k. Björg Einarsdóttir. – Búsett á Gili, nytjuðu hluta af jörðinni.

0. 1822-1825 Eyjólfur Jónasson. – Búsettur á Gili, nytjaði hluta af jörðinni.

0. 1825-1826 Þorkell Jónsson og Rósa Bjarnadóttir. – Fóru búferlum að Skeggsstöðum.

0. 1825-1828 Eyjólfur Jónasson og ráðsk. Guðrún Sigfúsdóttir. – Höfðu jafnframt bú í Selhaga 1826-1827. Fóru búferlum að Selhaga.

0. 1826-1828 Sigfús Oddsson og ráðsk. Málfríður Jónatansdóttir. – Höfðu jafnframt bú í Selhaga 1826-1827. Fóru búferlum að Eiríksstaðakoti.

0. 1828-1833 Þorbergur Árnason og Valgerður Kristín Rafnsdóttir. – Þorbergur dó 1. júlí 1833 á Fjósum. Valgerður bjó áfram.

0. 1833-1839 Valgerður Kristín Rafnsdóttir, ekkja Þorbergs Árnasonar á Fjósum, og ráðsm. Jónas Jónsson. – Valgerður dó 26. febrúar 1839 á Fjósum. Jónas settist að búi á Ytra-Hóli í Vindhælishreppi 1839.

0. 1836-1861 Árni Þorbergsson og Guðbjörg Magnúsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Gili. Árni dó 6. júní 1862 á Fjósum. Guðbjörg dó 27. febrúar 1863 á Gili.

0. 1858-1859 Jónas Eyjólfsson og Dýrborg Árnadóttir. – Jónas dó 19. apríl 1859 á Fjósum. Dýrborg bjó áfram.

0. 1859-1861 Dýrborg Árnadóttir, ekkja Jónasar Eyjólfssonar á Fjósum. – Fór búferlum að Gili.

0. 1861-1867 Hannes Gíslason og f.k. Þórunn Þorsteinsdóttir og s.k. Sigríður Einarsdóttir. – Þórunn dó 8. júní 1862 á Fjósum. Hannes og Sigríður fóru búferlum að Vatnshlíð, reistu bú á Fjósum 1868.

0. 1862-1864 Björn Guðmundsson og Sigríður Pétursdóttir. – Fóru búferlum að Gili.

0. 1864-1865 Stefán Jónsson og Rósa Kristjánsdóttir. – Fóru búferlum að Stóru-Seylu í Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu, reistu bú á Ásum í Svínavatnshreppi 1868.

0. 1867-1868 Baldvin Einarsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Vatnshlíð.

0. 1868-1882 Hannes Gíslason og s.k. Sigríður Einarsdóttir. – Hannes drukknaði í Blöndu 7. júní 1882. Sigríður bjó áfram.

0. 1882-1897 Sigríður Einarsdóttir, ekkja Hannesar Gíslasonar á Fjósum, og ráðsm. Pétur Ólafsson. – Brugðu búi. Sigríður var kyrr á sama stað, reisti bú á sama stað 1901. Pétur fór í lausamennsku að Skeggsstöðum, reisti bú í Kálfárdal 1898.

0. 1893-1894 Páll Sigurðsson og Sigþrúður Hannesdóttir. – Fóru búferlum að Geirastöðum í Sveinsstaðahreppi, reistu bú á Fjósum 1897.

0. 1897-1901 Páll Sigurðsson og Sigþrúður Hannesdóttir. – Brugðu búi, fóru í vinnumennsku á sama stað, reistu bú á sama stað 1902.

0. 1901-1902 Sigríður Einarsdóttir, ekkja Hannesar Gíslasonar á Fjósum. – Brá búi, var kyrr á sama stað. Sigríður dó 4. maí 1903 á Fjósum.

0. 1902-1905 Páll Sigurðsson og Sigþrúður Hannesdóttir. – Fóru búferlum að Auðólfsstöðum.

0. 1905-1910 Stefán Eyjólfsson og systir hans Þórunn Dýrborg Eyjólfsdóttir. – Þórunn fór í húsmennsku að Bólstaðarhlíð 1908, varð síðar ráðskona í Þverárdal. Stefán brá búi, fór í húsmennsku að Gili. Hann dó 25. desember 1921 í Eyvindarstaðagerði.

0. 1908-1915 Gunnar Sigurjón Jónsson og Ingibjörg Lárusdóttir. – Fóru búferlum að Botnastöðum.

0. 1915-1939 Hjálmar Jónsson og systir hans Helga Jónsdóttir og Ólöf Sigvaldadóttir og ráðsk. (Guðlaug) Ingibjörg Bjarnadóttir. – Hjálmar og Ingibjörg höfðu jafnframt bú í Selhaga 1928-1929 og 1930-1933. Hjálmar hafði jafnframt bú í Selhaga 1933-1934 og 1937-1938. Helga dó 5. janúar 1923 á Fjósum. Ólöf dó 28. júlí 1925 á Fjósum. Ingibjörg fór úr Bergsstaðaprestakalli 1933, giftist síðar Guðmundi Ólafssyni á Akureyri. Hún dó 5. febrúar 1968 á Akureyri. Hjálmar brá búi, fór í húsmennsku á sama stað, reisti bú á sama stað 1942.

0. 1920-1921 Sigurður Þorfinnsson og f.k. Sigríður Bergsdóttir. – Sigríður dó 18. júní 1921 á Fjósum. Sigurður brá búi, fór í vinnumennsku að Skeggsstöðum, reisti bú á Skeggsstöðum 1933.

0. 1926-1927 Guðrún Kristmundsdóttir, ekkja Stefáns Jónssonar á Smyrlabergi í Torfalækjarhreppi. – Fór búferlum að Smyrlabergi.

0. 1932-1933 Guðmundur Sigurjón Jósafatsson og ráðsk. Sigurlaug Þorláksdóttir. – Fóru búferlum að Eyvindarstaðagerði.

0. 1935-1938 Sigfús Ferdínand Eyjólfsson og Kristvina Kristvinsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Eiríksstöðum. Sigfús dó 25. júní 1956 á Eiríksstöðum. Kristvina varð síðar ráðskona á Fjósum.

0. 1938-1942 Halldór Jóhannsson og Guðrún Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Bergsstöðum.

0. 1942-1943 Hjálmar Jónsson og ráðsk. Kristvina Kristvinsdóttir. – Hjálmar dó 29. nóvember 1943 á Fjósum. Kristvina fór í húsmennsku á sama stað. Hún dó 15. janúar 1959 á Sauðárkróki.

0. 1943-1944 Dánarbú Hjálmars Jónssonar / Jón Hjálmarsson. – Hafði jafnframt bú í Selhaga 1943-1944. Fór til Reykjavíkur. Jón dó 18. apríl 1988 í Reykjavík.

0. 1944-1947 Jósef Stefán Sigfússon og Fjóla Kristjánsdóttir. – Brugðu búi, fóru til Akureyrar, reistu bú á Torfustöðum 1950.

1947-1948 Í eyði.

0. 1948-1957- Björn Jóhann Jóhannesson og Þorbjörg Guðrún Bjarnadóttir. – Björn dó 27. apríl 1970 á Blönduósi. Þorbjörg dó 30. nóvember 2008 í Reykjavík.