Finnstunga – ábúendatal

0. -nál. 1660- Þorleifur Ólafsson og Þórunn Kortsdóttir. – Þorleifur dó í október 1688 í Blöndudalshólasókn. Þórunn dó 1690.

0. -1699-1700- Brandur Eiríksson og Þorbjörg Jónsdóttir. – Bjuggu síðar í Kóngsgarði.

0. -1699-1700- Halldóra Erlendsdóttir, ekkja Þorsteins Benediktssonar í Bólstaðarhlíð. – Búsett í Bólstaðarhlíð, nytjaði hluta af jörðinni.

0. -1701-1709- Sveinn Gunnlaugsson og Jarþrúður Hrómundsdóttir. – Bjuggu síðar á Breiðavaði í Engihlíðarhreppi.

0. -1701-1703- Þorgerður Eiríksdóttir, ekkja Hrómundar Bjarnasonar í Ketu í Skefilsstaðahreppi, Skagafjarðarsýslu.

0. -1734-1735- Guðrún Aradóttir.

0. -1734-1735- Sveinn Jónsson. – Bjó síðar í Ytra-Tungukoti.

0. -1737-1738 Önundur Guðmundsson og Ingibjörg Jessadóttir. – Bjuggu síðar í Kýrholti í Viðvíkurhreppi, Skagafjarðarsýslu.

0. 1738-1746- Guðmundur Hallsson.

0. -1744-1784 Sveinn Jónsson og Björg Þorkelsdóttir. – Sveinn dó 10. janúar 1784 í Finnstungu. Björg dó 26. október 1784 í Finnstungu.

0. -1751-1763- Símon Egilsson og Málfríður Þorkelsdóttir. – Símon dó 31. júlí 1767 í Blöndudalshólasókn. Málfríður var á Eyvindarstöðum 1792.

0. -1773-1780 Ólafur Sveinsson og f.k. Halldóra Jónsdóttir og s.k. Guðrún Benediktsdóttir. – Halldóra dó 8. nóvember 1773 í Finnstungu. Ólafur og Guðrún fóru búferlum að Syðri-Leifsstöðum, bjuggu síðar í Finnstungu.

0. 1781-1783- Steinvör Egilsdóttir, ekkja Jóns Jónssonar á Hamri í Svínavatnshreppi. – Brá búi. Steinvör var í Blöndudalshólum 1791, en á Eyvindarstöðum 1801.

0. -1784-1799 Ólafur Sveinsson og s.k. Guðrún Benediktsdóttir. – Fóru búferlum að Geithömrum í Svínavatnshreppi.

0. 1799-1803 Jónatan Jónsson og Margrét Þorkelsdóttir. – Fóru búferlum að Eyvindarstaðagerði.

0. 1799-1803 Björn Gíslason og Þuríður Ingjaldsdóttir. – Fóru búferlum að Rugludal.

0. 1803-1822 Jón Jónsson og f.k. Guðlaug Erlendsdóttir og s.k. Helga Jónsdóttir. – Guðlaug dó 16. mars 1808 í Finnstungu. Jón dó 28. maí 1822 í Finnstungu. Helga bjó áfram.

0. 1816-1830 Bjarni Jónsson og Elín Helgadóttir. – Bjarni dó 10. ágúst 1830 í Finnstungu. Elín bjó áfram.

0. 1822-1825 Helga Jónsdóttir, ekkja Jóns Jónssonar í Finnstungu, og ráðsm. Þorlákur Auðunsson. – Fóru búferlum að Meðalheimi í Torfalækjarhreppi.

0. 1830-1853 Elín Helgadóttir, ekkja Bjarna Jónssonar í Finnstungu. – Brá búi, fór að Smyrlabergi í Torfalækjarhreppi. Elín dó 24. apríl 1859 í Finnstungu.

0. 1831-1849 Jóhannes Hannesson og f.k. Margrét Andrésdóttir. – Fóru búferlum að Syðra-Tungukoti.

0. 1847-1850 Jakob Jónsson og f.k. Vilborg Bjarnadóttir. – Brugðu búi, fóru í vinnumennsku að Holtastöðum í Engihlíðarhreppi, reistu bú á Holtastöðum 1851 og í Finnstungu 1856.

0. 1849-1850 Þorlákur Stefánsson og s.k. Sigurbjörg Jónsdóttir. – Búsett í Blöndudalshólum, nytjuðu hluta af jörðinni.

0. 1850-1851 Björn Tómasson og f.k. Margrét Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Holtastöðum.

0. 1851-1858 Guðmundur Hermannsson og Ingibjörg Sigfúsdóttir. – Brugðu búi. Guðmundur fór í húsmennsku á sama stað. Ingibjörg fór í vinnumennsku að Björgum í Vindhælishreppi. Reistu bú í Eyvindarstaðagerði 1859.

0. 1856-1860 Jakob Jónsson og f.k. Vilborg Bjarnadóttir. – Fóru búferlum að Ytra-Tungukoti.

0. 1858-1859 Jónas Sigfússon og Margrét Ólafsdóttir. – Brugðu búi. Jónas fór í húsmennsku að Fjósum. Margrét fór í vinnumennsku að Hjaltabakka í Torfalækjarhreppi. Reistu bú í Fjósaseli 1865.

0. 1859-1860 Jón Ólafsson og ráðsk. Sigurlaug Kristjánsdóttir. – Fóru búferlum að Kálfárdal.

0. 1860-1861 Ólafur Frímann Arason og Steinunn Jóhannesdóttir. – Fóru búferlum að Vesturá í Engihlíðarhreppi.

0. 1860-1861 Jónas Frímann Sigurðsson og Sigurlaug Sölvadóttir. – Brugðu búi. Sigurlaug fór í vinnumennsku að Syðri-Mjóadal. Reistu bú á Stóru-Mörk 1863.

0. 1861-1873 Björn Ólafsson og Anna Lilja Jóhannsdóttir. – Björn dó 7. febrúar 1873 í Finnstungu. Anna bjó áfram.

0. 1873-1875 Anna Lilja Jóhannsdóttir, ekkja Björns Ólafssonar í Finnstungu, og ráðsm. Sveinn Jónsson og ráðsm. Hjalti Sigurðsson. – Sveinn reisti bú í Ytra-Tungukoti 1874. Anna brá búi, varð ráðskona á Syðri-Leifsstöðum, reisti bú á Syðri-Leifsstöðum 1876. Hjalti fór í húsmennsku á sama stað, reisti bú í Eyvindarstaðagerði 1878.

0. 1875-1877 Guðmundur Guðmundsson og Guðbjörg Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Mánaskál í Vindhælishreppi.

0. 1877-1879 Gísli Benedikt Hjálmarsson og Guðrún Gísladóttir. – Brugðu búi, fóru í vinnumennsku að Eyvindarstöðum, reistu bú á Skeggsstöðum 1895.

0. 1879-1886 Jónas Jónsson og (Aðalheiður) Rósa Sigurðardóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað, reistu bú á sama stað 1887.

0. 1886-1887 Halldór Guðmundsson og Sigurbjörg Sölvadóttir. – Fóru búferlum að Ytra-Tungukoti.

0. 1887-1901 Jónas Jónsson og (Aðalheiður) Rósa Sigurðardóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað. Rósa dó 6. apríl 1912 í Finnstungu. Jónas dó 19. nóvember 1936 í Finnstungu.

0. 1901-1913 Sigurjón Jóhannsson og Ingibjörg Solveig Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Eiríksstöðum.

0. 1912-1948 Tryggvi Jónasson og ráðsk. Aðalbjörg Klemensdóttir og Guðrún Jóhanna Jónsdóttir. – Tryggvi og Guðrún höfðu jafnframt bú í Ytra-Tungukoti 1933-1934. Aðalbjörg varð vinnukona á sama stað 1914. Hún dó 26. júní 1915 í Finnstungu. Tryggvi og Guðrún brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað. Tryggvi dó 20. desember 1952 í Reykjavík. Guðrún varð síðar ráðskona hjá syni sínum í Ytra-Tungukoti.

0. 1933-1934 Pétur Pétursson og Hulda Sigurrós Pálsdóttir. – Höfðu jafnframt bú á Syðri-Löngumýri í Svínavatnshreppi 1933-1934. Fóru búferlum að Höllustöðum í Svínavatnshreppi.

0. 1941-1947 Jón Tryggvason og Sigríður Ólafsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað, reistu bú í Ytra-Tungukoti 1948. Höfðu bú í Ytra-Tungukoti 1947-1948.

0. 1946-1947 Jónas Tryggvason og systir hans Anna Margrét Tryggvadóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað. Höfðu bú í Ytra-Tungukoti 1947-1948. Jónas reisti bú í Ytra-Tungukoti 1948. Anna giftist (Hans) Kristjáni Snorrasyni á Blönduósi. Hún dó 31. ágúst 2007 á Blönduósi.

0. 1947-1976 Guðmundur Tryggvason og Guðrún Sigríður Sigurðardóttir og dóttir hans Svanhildur Finndal Guðmundsdóttir. – Guðrún dó 15. desember 1975 í Reykjavík. Guðmundur og Svanhildur fóru búferlum að Húnaveri.

0. 1948-1950 Ingvi Sveinn Guðnason og ráðsk. Soffía Sigurðardóttir. – Brugðu búi, fóru til Höfðakaupstaðar. Soffía dó 11. september 1968 í Höfðakaupstað. Ingvi dó 31. desember 1991 í Höfðakaupstað.

0. -1979-1999- Halldór Bjarni Maríasson og Áslaug Finndal Guðmundsdóttir. – Bjuggu síðar á Eiðsstöðum í Svínavatnshreppi.