Eyvindarstaðir – ábúendatal

0. -nál. 1645- Jón Egilsson.

0. -1662-1672 Bjarni Jónsson og Guðrún Árnadóttir. – Bjarni dó 1672 á Eyvindarstöðum. Guðrún bjó áfram.

0. 1672-1675- Guðrún Árnadóttir, ekkja Bjarna Jónssonar á Eyvindarstöðum. Guðrún giftist Jóni Þorleifssyni.

0. -1676-1702- Jón Þorleifsson og Guðrún Árnadóttir. – Guðrún dó á árunum 1681-1703. Jón dó 1702 eða 1703.

0. 1702-1707 Árni Guðmundsson og Guðríður Jónsdóttir. – Árni dó 1707. Guðríður bjó áfram.

0. 1702-1703- Freygerður Önundardóttir og ráðsm. Árni Arason. – Freygerður dó 1726.

0. 1707-1710- Guðríður Jónsdóttir, ekkja Árna Guðmundssonar á Eyvindarstöðum. – Guðríður giftist Þorkeli Björnssyni.

0. -1711-1729- Þorkell Björnsson og Guðríður Jónsdóttir. – Þorkell dó á árunum 1729-1735. Guðríður bjó áfram.

0. -1734-1746- Guðríður Jónsdóttir, ekkja Þorkels Björnssonar á Eyvindarstöðum.

0. -1734-1735- Jón Magnússon.

0. 1737-1738 Egill Árnason og Jórunn Símonsdóttir. – Egill dó 1738 eða 1739. Jórunn bjó áfram.

0. 1738-1739- Jórunn Símonsdóttir, ekkja Egils Árnasonar á Eyvindarstöðum.

0. -1740-1741- Þorleifur Þorkelsson og Margrét Jónsdóttir. – Bjuggu síðar á Eiríksstöðum.

0. -1744-1787 Jón Tómasson og Ingibjörg Sæmundsdóttir. – Jón dó 1787. Ingibjörg bjó áfram.

0. 1787-1791 Ingibjörg Sæmundsdóttir, ekkja Jóns Tómassonar á Eyvindarstöðum.

0. 1791-1801 Eiríkur Jónsson og Guðríður Símonsdóttir. – Eiríkur dó 1801. Guðríður bjó áfram.

0. 1791-1792 Þorsteinn Steindórsson og f.k. Margrét Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Marðarnúpi í Áshreppi, reistu bú á Kúfustöðum 1793.

0. 1799-1808 Illugi Gíslason og Þuríður Ásmundsdóttir. – Fóru búferlum að Holti í Svínavatnshreppi.

0. 1801-1810 Guðríður Símonsdóttir, ekkja Eiríks Jónssonar á Eyvindarstöðum, og ráðsm. Jón Hallsson. – Jón varð síðar ráðsmaður í Sellandi. Guðríður brá búi, var í húsmennsku í Holti í Torfalækjarhreppi 1812. Hún dó 1. febrúar 1839 á Kagaðarhóli í Torfalækjarhreppi.

0. 1808-1813 Jón Bjarnason og Ingiríður Guðmundsdóttir. – Jón dó 29. ágúst 1813 á Eyvindarstöðum. Ingiríður bjó áfram.

0. 1813-1815 Ingiríður Guðmundsdóttir, ekkja Jóns Bjarnasonar á Eyvindarstöðum. – Ingiríður giftist Ólafi Tómassyni.

0. 1815-1855 Ólafur Tómasson og f.k. Ingiríður Guðmundsdóttir og s.k. Björg Eyjólfsdóttir. – Ingiríður dó 9. júní 1828 á Eyvindarstöðum. Ólafur dó 11. ágúst 1855 á Eyvindarstöðum. Björg bjó áfram.

0. 1853-1854 Jón Ólafsson og f.k. Kristín Snæbjörnsdóttir. – Kristín dó 17. febrúar 1854 á Eyvindarstöðum. Jón fór búferlum að Eyvindarstaðagerði.

0. 1854-1856 Jón Jónsson og Solveig Ketilsdóttir. – Solveig dó 1. ágúst 1855 á Eyvindarstöðum. Jón brá búi, fór í húsmennsku að Blöndudalshólum. Hann dó 2. febrúar 1860 í Blöndudalshólum.

0. 1855-1856 Björg Eyjólfsdóttir, ekkja Ólafs Tómassonar á Eyvindarstöðum. – Brá búi, fór í húsmennsku á sama stað. Björg dó 28. júní 1869 á Eyvindarstöðum.

0. 1856-1862 Kristján Konráð Ólafsson og Sigurbjörg Snæbjörnsdóttir. – Kristján dó 23. september 1862 á Eyvindarstöðum. Sigurbjörg dó 1. október 1862 á Eyvindarstöðum.

0. 1862-1863 Dánarbú Kristjáns Konráðs Ólafssonar og Sigurbjargar Snæbjörnsdóttur / Sigvaldi Snæbjörnsson og Þuríður Runólfsdóttir. – Fóru í vinnumennsku að Finnstungu. Sigvaldi varð síðar ráðsmaður á Brúsastöðum í Áshreppi. Reistu bú á Guðrúnarstöðum í Áshreppi 1865.

0. 1863-1889 Gísli Ólafsson og Elísabet Pálmadóttir. – Fóru búferlum að Sjávarborg í Sauðárhreppi, Skagafjarðarsýslu, reistu bú á Eyvindarstöðum 1890.

0. 1889-1890 Guðmundur Gíslason og systir hans Ósk Gísladóttir. – Brugðu búi, voru kyrr á sama stað. Guðmundur reisti bú í Eiríksstaðakoti 1901. Ósk giftist síðar Jóni Jónssyni í Eiríksstaðakoti, reistu bú á Eyvindarstöðum 1898.

0. 1890-1894 Gísli Ólafsson og Elísabet Pálmadóttir. – Gísli dó 7. desember 1894 á Eyvindarstöðum. Elísabet bjó áfram.

0. 1894-1895 Elísabet Pálmadóttir, ekkja Gísla Ólafssonar á Eyvindarstöðum. – Brá búi, var kyrr á sama stað. Elísabet dó 22. september 1898 á Eyvindarstöðum.

0. 1895-1897 Bjarni Björnsson og Guðrún Illugadóttir. – Bjarni dó 11. ágúst 1897 á Akureyri. Guðrún bjó áfram.

0. 1897-1898 Guðrún Illugadóttir, ekkja Bjarna Björnssonar á Eyvindarstöðum. – Fór búferlum að Eiríksstaðakoti.

0. 1898-1931 Jón Jónsson og Ósk Gísladóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað. Jón reisti bú á sama stað 1940. Ósk bjó síðar í Flatey í Flateyjarhreppi, Barðastrandarsýslu. Hún dó 29. janúar 1956 á Blönduósi.

0. 1929-1937 Gísli Blöndal Jónsson og Guðlaug Charlesdóttir. – Gísli dó 7. janúar 1937 á Sauðárkróki. Guðlaug bjó áfram.

0. 1937-1940 Guðlaug Charlesdóttir, ekkja Gísla Blöndals Jónssonar á Eyvindarstöðum. – Brá búi, fór úr Bergsstaðaprestakalli, varð síðar ráðskona í Skálpagerði í Öngulsstaðahreppi, Eyjafjarðarsýslu.

0. 1940-1941 Jón Jónsson. – Brá búi, fór í húsmennsku á sama stað, reisti bú á sama stað 1943.

0. 1940-1947 Ólafur Björnsson og Jósefína Þóranna Pálmadóttir. – Fóru búferlum að Neðra-Holti í Torfalækjarhreppi.

0. 1943-1948 Jón Jónsson. – Brá búi, var kyrr á sama stað. Jón dó 23. janúar 1962 á Blönduósi.

0. 1948-1957- Steingrímur Bergmann Magnússon og Ríkey Kristín Magnúsdóttir. – Steingrímur dó 13. mars 1975 í Reykjavík. Ríkey dó 9. september 2005 í Reykjavík.

0. -1973-1993- Bjarni Steingrímur Sigurðsson og Ísgerður Árnadóttir. – Brugðu búi, fóru til Blönduóss. Skildu. Ísgerður dó 29. september 2006 í Reykjavík. Bjarni dó 15. júní 2011 á Blönduósi.

0. -1994-2012- Óskar Leifur Guðmundsson og Fanney Magnúsdóttir.