Austurhlíð (Eyvindarstaðagerði) – ábúendatal

-1699-1783- Í eyði.

0. -1784-1796 Sveinn Pétursson og Ólöf Guðmundsdóttir. – Sveinn dó 1795 eða 1796. Ólöf bjó áfram.

0. 1796-1797 Ólöf Guðmundsdóttir, ekkja Sveins Péturssonar í Eyvindarstaðagerði. – Brá búi. Ólöf var á Guðlaugsstöðum í Svínavatnshreppi 1801. Hún dó 1817 (greftruð 15. júní 1817) á Guðlaugsstöðum.

0. 1797-1803 Þórður Jónsson og Hólmfríður Bjarnadóttir. – Fóru búferlum að Kúfustöðum.

0. 1803-1830 Jónatan Jónsson og Margrét Þorkelsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Eiríksstaðakoti. Jónatan dó 22. maí 1844 á Eiríksstöðum. Margrét dó 22. janúar 1845 á Eiríksstöðum.

0. 1830-1838 Guðmundur Jónsson og Ingveldur Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Hóli.

0. 1838-1840 Ingunn Jónsdóttir, ekkja Jóns Jónssonar á Steiná, og sonur hennar Bjarni Oddsson. – Fóru búferlum að Steiná.

0. 1840-1853 Jón Ólafsson og ráðsk. Ingiríður Ólafsdóttir og f.k. Kristín Snæbjörnsdóttir. – Ingiríður fór í vinnumennsku að Tindum í Svínavatnshreppi 1841, giftist síðar Jóhanni Guðmundssyni á Neðri-Fitjum í Þorkelshólshreppi. Jón og Kristín fóru búferlum að Eyvindarstöðum. Jón reisti bú í Eyvindarstaðagerði 1854.

0. 1853-1854 Jónatan Magnússon og Elín Sveinsdóttir. – Fóru búferlum að Gafli í Svínavatnshreppi.

0. 1854-1859 Jón Ólafsson og s.k. Ragnhildur Sveinsdóttir. – Skildu. Jón fór búferlum að Finnstungu, reisti bú í Eyvindarstaðagerði 1861. Ragnhildur var í Enni í Engihlíðarhreppi 1860. Hún dó 26. júlí 1872 í Enni.

0. 1859-1860 Guðmundur Hermannsson og Ingibjörg Sigfúsdóttir. – Fóru búferlum að Efri-Lækjardal í Engihlíðarhreppi.

0. 1860-1861 Lárus Erlendsson og Sigríður Hjálmarsdóttir. – Fóru búferlum að Holtastöðum í Engihlíðarhreppi.

0. 1861-1862 Jón Ólafsson og ráðsk. Sigurlaug Kristjánsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Rugludal. Jón reisti bú í Stóradalsseli í Svínavatnshreppi 1867 og í Teigakoti 1870. Sigurlaug reisti bú með Jóni í Teigakoti 1870.

0. 1862-1866 Davíð Davíðsson og Þuríður Gísladóttir. – Fóru búferlum að Vöglum í Áshreppi.

0. 1866-1868 Jakob Benjamínsson og f.k. Rannveig Jónsdóttir og systir hans Björg Benjamínsdóttir. – Rannveig dó 8. júlí 1866 í Eyvindarstaðagerði. Jakob og Björg brugðu búi. Jakob fór í vinnumennsku að Auðkúlu í Svínavatnshreppi, reisti bú í Syðra-Tungukoti 1880. Björg fór í vinnumennsku að Torfustöðum. Hún dó 23. mars 1909 í Hvammi í Svartárdal.

0. 1866-1867 Klemens Árnason og móðir hans Sigurbjörg Ólafsdóttir. – Brugðu búi. Klemens fór í vinnumennsku að Holti í Svínavatnshreppi. Sigurbjörg fór í húsmennsku á sama stað. Reistu bú í Eyvindarstaðagerði 1868.

0. 1867-1875 Sveinbjörn Benjamínsson og Margrét Björnsdóttir. – Margrét dó 3. mars 1875 í Eyvindarstaðagerði. Sveinbjörn brá búi, var í lausamennsku í Finnstungu 1880, reisti bú í Ytra-Tungukoti 1888.

0. 1868-1875 Klemens Árnason og móðir hans Sigurbjörg Ólafsdóttir. – Brugðu búi. Klemens fór í vinnumennsku að Blöndudalshólum, reisti bú með móður sinni í Eyvindarstaðagerði 1882. Sigurbjörg fór í húsmennsku á sama stað, reisti bú á sama stað 1877.

0. 1875-1877 Jón Þorsteinsson og Ósk Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Hóli.

0. 1875-1876 Jón Þorleifsson og ráðsk. Vigdís Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Brandsstöðum.

0. 1877-1880 Jón Rafnsson og ráðsk. Elísabet Sigríður Gísladóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Teigakoti, reistu bú í Barkarstaðagerði 1881.

0. 1877-1878 Sigurbjörg Ólafsdóttir. – Brá búi, reisti bú með syni sínum á sama stað 1882.

0. 1878-1879 Hjalti Sigurðsson og Guðlaug Guðvarðsdóttir. – Fóru búferlum að Blöndudalshólum.

0. 1879-1880 Björn Halldórsson og Súlíma Jónsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Eldjárnsstöðum í Svínavatnshreppi. Björn dó 3. mars 1887 á Kúfustöðum. Súlíma varð síðar ráðskona á Kúfustöðum.

0. 1880-1883 Anna Lilja Jóhannsdóttir, ekkja Björns Ólafssonar í Finnstungu, og sonur hennar (Jóhannes) Sigvaldi Björnsson. – Fóru búferlum að Skottastöðum.

0. 1882-1887 Sigurbjörg Ólafsdóttir og sonur hennar Klemens Árnason. – Sigurbjörg dó 14. janúar 1887 í Eyvindarstaðagerði. Klemens dó 16. febrúar 1887 í Eyvindarstaðagerði.

0. 1883-1885 Guðmundur Sigurðsson og Helga Davíðsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Litladal í Svínavatnshreppi, reistu bú í Steinárgerði 1886.

0. 1885-1897 Gísli Halldórsson og Guðrún Ingibjörg Gísladóttir. – Gísli drukknaði í Gönguskarðsá í Skagafjarðarsýslu 1. júní 1897. Guðrún bjó áfram.

0. 1897-1898 Eggert Benedikt Skarphéðinsson og s.k. Guðrún Tómasdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað. Eggert dó 5. maí 1922 á Stórhóli í Þorkelshólshreppi. Guðrún dó 31. júlí 1933 í Hafnarfirði.

0. 1897-1908 Guðrún Ingibjörg Gísladóttir, ekkja Gísla Halldórssonar í Eyvindarstaðagerði. – Guðrún dó 23. maí 1908 í Eyvindarstaðagerði.

0. 1908-1910 Jón Gíslason og ráðsk. Anna Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Syðri-Löngumýri í Svínavatnshreppi.

0. 1910-1917 Þorsteinn Frímann Pétursson og Anna Jóhannsdóttir. – Fóru búferlum að Eiríksstöðum.

0. 1917-1923 Sigurjón Jóhannsson og Ingibjörg Solveig Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Blöndudalshólum.

0. 1923-1926 Guðmundur Sigurjón Jósafatsson og móðir hans Sæunn Jónsdóttir. – Brugðu búi. Guðmundur fór í vinnumennsku að Brandsstöðum, reisti bú á Fjósum 1932 og í Eyvindarstaðagerði 1933. Sæunn fór í húsmennsku á sama stað. Hún dó 10. mars 1946 á Sauðárkróki.

0. 1926-1927 Gísli Blöndal Jónsson og Guðlaug Charlesdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Eyvindarstöðum, reistu bú á Eyvindarstöðum 1929.

0. 1927-1933 Páll Sigurðsson og Guðrún Elísa Magnúsdóttir. – Fóru búferlum að Dæli í Staðarhreppi, Skagafjarðarsýslu.

0. 1933-1961 Guðmundur Sigurjón Jósafatsson og ráðsk. Sigurlaug Þorláksdóttir. – Sigurlaug dó 15. janúar 1961 á Blönduósi. Guðmundur brá búi, fór til Reykjavíkur. Hann dó 16. júní 1982 á Blönduósi.

0. 1961-1988- Friðrik Brynjólfsson og Guðríður Bjargey Helgadóttir. – Brugðu búi, voru kyrr á sama stað. Friðrik dó 18. ágúst 2008 á Blönduósi.

0. -1992-2001 Brynjólfur Friðriksson og ráðsk. Jóhanna Helga Halldórsdóttir. – Fóru búferlum að Brandsstöðum.