Eiríkstaðakot (Brattahlíð) – ábúendatal

Eiríksstaðakot (Brattahlíð)

0. -1699-1700- Arndís Jörundsdóttir, ekkja Þorgríms. – Arndís giftist Jóni Jónssyni.

0. -1701-1703- Jón Jónsson og Arndís Jörundsdóttir.

0. -1708-1709- Sveinn Jónsson og Þuríður Einarsdóttir. – Bjuggu síðar í Syðri-Mjóadal.

0. -1733-1738 Bjarni Pétursson og Guðrún Grímsdóttir. – Bjarni dó 1738 eða 1739. Guðrún bjó áfram.

0. 1738-1740 Guðrún Grímsdóttir, ekkja Bjarna Péturssonar í Eiríksstaðakoti. – Brá búi, var í Bólstaðarhlíð 1762.

0. 1740-1741- Jón Jónsson [og Björg Jónsdóttir?]

0. -1744-1746- Sigurður Sveinsson. – Bjó síðar í Ytra-Tungukoti.

0. -1751-1753 Pétur Pétursson og Solveig Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Kúfustöðum.

0. 1753-1757 Björn Ólafsson og Ingiríður Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Hóli.

0. 1757-1762- Þorleifur Þorkelsson og Margrét Jónsdóttir. – Þorleifur dó á árunum 1762-1774. Margrét bjó áfram.

0. -1773-1775 Margrét Jónsdóttir, ekkja Þorleifs Þorkelssonar í Eiríksstaðakoti, og sonur hennar Þorkell Þorleifsson. – Þorkell dó 1775 eða 1776.

0. 1775-1777 Ingiríður Jónsdóttir, ekkja Þorkels Þorleifssonar ráðsmanns í Eiríksstaðakoti, og ráðsm. Jón Jónsson. – Ingiríður giftist Jóni.

0. 1777-1778 Jón Jónsson og Ingiríður Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Kálfárdal.

0. 1778-1783- Árni Jónsson og Guðrún Jónsdóttir. – Reistu bú í Holtsmúla í Staðarhreppi, Skagafjarðarsýslu 1784.

0. -1784-1814 Magnús Jónsson og Guðrún Einarsdóttir. – Magnús dó 20. júní 1814 í Eiríksstaðakoti. Guðrún bjó áfram.

0. 1814-1824 Guðrún Einarsdóttir, ekkja Magnúsar Jónssonar í Eiríksstaðakoti. – Guðrún dó 4. ágúst 1824 í Eiríksstaðakoti.

0. 1824-1828 Guðrún Magnúsdóttir. – Brá búi, fór í vinnumennsku að Gunnsteinsstöðum. Guðrún var á Reykjum í Torfalækjarhreppi 1835. Hún dó 18. júní 1851 á Auðunarstöðum í Þorkelshólshreppi.

0. 1828-1839 Sigfús Oddsson og ráðsk. Málfríður Jónatansdóttir og ráðsk. Valgerður Sæmundsdóttir. – Málfríður settist að búi á Eiríksstöðum 1833. Sigfús og Valgerður brugðu búi. Sigfús fór í húsmennsku á sama stað. Hann dó 5. júní 1840 í Eiríksstaðakoti. Valgerður fór í vinnumennsku að Gili, giftist síðar Jónasi Jónatanssyni húsmanni í Sólheimum í Svínavatnshreppi, reistu bú í Sólheimum 1848 og á Eiríksstöðum 1849.

0. 1839-1840 Bjarni Sveinsson og Sigurlaug Bjarnadóttir. – Brugðu búi. Sigurlaug fór að Brandsstöðum. Hún dó 1. júlí 1847 á Brandsstöðum. Bjarni fór að Steiná. Hann dó 22. janúar 1855 á Steiná.

0. 1840-1841 Benedikt Benediktsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Illugastöðum í Engihlíðarhreppi, reistu bú á Efra-Skúfi í Vindhælishreppi 1845.

0. 1840-1844 Jóhann Gíslason og Kristín Guðmundsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað, reistu bú á Torfustöðum 1851.

0. 1844-1851 Ólafur Pálsson og Ingibjörg Gísladóttir. – Fóru búferlum að Syðri-Leifsstöðum.

0. 1851-1868 Bjarni Oddsson og Málfríður Jónatansdóttir. – Höfðu jafnframt bú á Eiríksstöðum 1865-1868. Fóru búferlum að Eiríksstöðum.

0. 1868-1870 Ólafur Gunnarsson og Guðrún Guðvarðsdóttir. – Fóru búferlum að Stardal í Kjalarneshreppi, Kjósarsýslu.

0. 1870-1872 Ingibjörg Gísladóttir, ekkja Jóns Ásmundssonar í Hvammi í Svartárdal, og sonur hennar Pétur Ólafsson. – Fóru búferlum að Barkarstaðagerði.

0. 1872-1876 Magnús Bjarnason og s.k. Guðrún Arnþórsdóttir. – Fóru búferlum að Ytra-Tungukoti.

0. 1876-1877 Sigurður Sigurðsson og s.k. Margrét Þorsteinsdóttir. – Búsett á Skeggsstöðum, nytjuðu jörðina.

0. 1876-1877 Gísli Einarsson og ráðsk. Helga Sveinsdóttir. – Í húsmennsku. – Fóru í vinnumennsku að Eiríksstöðum, reistu bú í Skarðsseli í Engihlíðarhreppi 1880 og í Strjúgsstaðaseli 1885.

0. 1876-1877 Kolfinna Kristjánsdóttir. – Í húsmennsku. – Fór úr Bergsstaðaprestakalli.

0. 1877-1880 Anna Lilja Jóhannsdóttir, ekkja Björns Ólafssonar í Finnstungu, og sonur hennar (Jóhannes) Sigvaldi Björnsson. – Fóru búferlum að Eyvindarstaðagerði, reistu bú í Eiríksstaðakoti 1884.

0. 1880-1884 Björn Sigurður Friðriksson Schram og María Jónsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Reynistað í Staðarhreppi, reistu bú í Glæsibæ í Staðarhreppi 1885.

0. 1884-1885 Anna Lilja Jóhannsdóttir, ekkja Björns Ólafssonar í Finnstungu, og sonur hennar (Jóhannes) Sigvaldi Björnsson. – Sigvaldi var skráður fyrir búinu næsta ár.

0. 1885-1886 (Jóhannes) Sigvaldi Björnsson og móðir hans Anna Lilja Jóhannsdóttir. – Anna var skráð fyrir búinu næsta ár.

0. 1886-1887 Anna Lilja Jóhannsdóttir, ekkja Björns Ólafssonar í Finnstungu, og sonur hennar (Jóhannes) Sigvaldi Björnsson. – Anna brá búi, fór í húsmennsku að Eyvindarstaðagerði. Hún dó 12. janúar 1888 í Eyvindarstaðagerði. Sigvaldi bjó áfram.

0. 1887-1888 (Jóhannes) Sigvaldi Björnsson og Hólmfríður Bjarnadóttir. – Fóru búferlum að Brún.

0. 1888-1889 Ólafur Gíslason og Helga Sölvadóttir. – Búsett á Eiríksstöðum, nytjuðu hluta af jörðinni.

0. 1888-1889 Pétur Ólafsson. – Búsettur á Fjósum, nytjaði hluta af jörðinni.

0. 1889-1890 Þorlákur Kristmundur Guðmundsson og Guðný Jónsdóttir. – Brugðu búi, fóru til Vesturheims, bjuggu í Selkirk í Manitoba, Kanada, síðar í Blaine í Washington, Bandaríkjunum. Guðný dó 1934. Þorlákur dó 19. júní 1951 í Skagit í Washington.

0. 1890-1896 Jónas Einarsson og ráðsk. Þuríður Ásmundsdóttir. – Jónas fór búferlum að Skeggsstöðum. Þuríður fór einnig að Skeggsstöðum. Hún dó 17. maí 1902 á Kúfustöðum.

0. 1896-1898 Jón Jónsson og Ósk Gísladóttir. – Fóru búferlum að Eyvindarstöðum.

0. 1898-1900 Guðrún Illugadóttir, ekkja Bjarna Björnssonar á Eyvindarstöðum, og ráðsm. Guðmundur Sveinsson og ráðsm. Oddur Þorsteinsson. – Guðmundur fór í vinnumennsku að Blöndudalshólum 1899. Hann dó 22. mars 1950 á Eiríksstöðum. Guðrún og Oddur brugðu búi, fóru til Vesturheims, bjuggu í Nýja-Íslandi í Manitoba, Kanada. Oddur dó 18. nóvember 1930 á Gimli í Nýja-Íslandi. Guðrún dó 11. júní 1945 í Wynyard í Saskatchewan, Kanada.

0. 1900-1901 Jónas Illugason. – Brá búi, fór í lausamennsku að Brún, reisti bú í Syðra-Tungukoti 1902 og í Eiríksstaðakoti 1903.

0. 1900-1901 Hjálmar Jónsson og Guðrún Ásta Ingimundardóttir. – Fóru búferlum að Hóli.

0. 1901-1903 Guðmundur Gíslason og ráðsk. (Júlíana) Ingibjörg Ólafsdóttir. – Ingibjörg fór að Syðri-Löngumýri í Svínavatnshreppi 1902, reisti bú með syni sínum á Botnastöðum 1905. Guðmundur brá búi, fór í lausamennsku að Skeggsstöðum. Hann dó 25. mars 1905 í Bergsstaðaprestakalli.

0. 1901-1903 Andrés Gíslason og ráðsk. Margrét Sigríður Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Hóli.

0. 1903-1932 Jónas Illugason og Guðrún Sigurðardóttir og ráðsk. Guðrún Þorkelsdóttir. – Guðrún Sigurðardóttir dó 16. júlí 1930 í Eiríksstaðakoti. Jónas og Guðrún Þorkelsdóttir brugðu búi, fóru til Blönduóss. Guðrún giftist síðar Jóni Ólafi Benónýssyni á Blönduósi. Hún dó 16. apríl 1973 í Reykjavík. Jónas reisti bú í Eiríksstaðakoti 1935.

0. 1932-1935 Sigfús Ferdínand Eyjólfsson og Kristvina Kristvinsdóttir. – Fóru búferlum að Fjósum.

0. 1935-1936 Jónas Illugason. – Brá búi, fór til Blönduóss. Jónas dó 31. júlí 1954 á Blönduósi.

0. 1936-1959 Guðmundur Finnbogi Jakobsson og (Jóhanna) Bjarnveig Jóhannesdóttir. – Guðmundur dó 31. maí 1959 í Eiríksstaðakoti. Bjarnveig dó 28. janúar 1987 á Blönduósi.

0. 1949-1978 Valtýr Blöndal Guðmundsson og Ingibjörg Jónína Baldvinsdóttir. – Fóru búferlum að Eiríksstöðum, nytjuðu jörðina áfram.

0. 1978-1979- Valtýr Blöndal Guðmundsson og Ingibjörg Jónína Baldvinsdóttir. – Búsett á Eiríksstöðum, nytjuðu jörðina.