0. -1699-1702 Ásgrímur Eiríksson og Valgerður Þórarinsdóttir. – Fóru búferlum að Steiná.
0. 1702-1708- Jón Eyjólfsson og Björg Ásmundsdóttir.
0. -1733-1734 Jón Oddsson. – Fór búferlum að Torfustöðum.
0. 1734-1738 Sveinn Jónsson og Þuríður Einarsdóttir.
0. -1737-1745 Ari Björnsson og Arndís Björnsdóttir. – Fóru búferlum að Syðri-Mjóadal.
0. 1745-1781 Sigurður Jónsson og Guðbjörg Jónsdóttir. – Sigurður dó 1781 á Brún. Guðbjörg bjó áfram.
0. 1781-1794 Guðbjörg Jónsdóttir, ekkja Sigurðar Jónssonar á Brún, og sonur hennar Árni Sigurðsson. – Guðbjörg dó 23. janúar 1794 á Brún. Árni bjó áfram.
0. 1794-1797 Árni Sigurðsson. – Brá búi, fór í húsmennsku á sama stað. Árni var í Eiríksstaðakoti 1801, en á Barkarstöðum 1814.
0. 1797-1810 Tómas Jónsson og Guðrún Sigurðardóttir. – Fóru búferlum að Marðarnúpi í Áshreppi.
0. 1810-1829 Oddur Ólafsson og Ingunn Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Rugludal.
0. 1829-1834 Guðmundur Arnljótsson og Elín Arnljótsdóttir. – Fóru búferlum að Guðlaugsstöðum í Svínavatnshreppi.
0. 1834-1837 Einar Hannesson og f.k. Ingibjörg Arnljótsdóttir. – Fóru búferlum að Skeggsstöðum.
0. 1837-1850 Jón Sigurðsson og Guðrún Þorkelsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Barkarstöðum, reistu bú á Barkarstöðum 1853 og á Brún 1856.
0. 1850-1855 Jónas Kristjánsson og Guðrún Sigurðardóttir. – Jónas dó 19. júlí 1855 á Brún. Guðrún bjó áfram.
0. 1854-1855 Jón Sigurðsson og Guðrún Þorkelsdóttir. – Búsett á Barkarstöðum, nytjuðu hluta af jörðinni.
0. 1855-1856 Guðrún Sigurðardóttir, ekkja Jónasar Kristjánssonar á Brún. – Fór búferlum að Hvammi á Laxárdal.
0. 1855-1856 Þorleifur Sigurðsson og Ingiríður Ólafsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Hafursstöðum í Vindhælishreppi, bjuggu síðar í Reykjavík. Þorleifur dó 20. febrúar 1862 í Reykjavík. Ingiríður dó 13. október 1876 í Reykjavík.
0. 1856-1857 Jón Sigurðsson og Guðrún Þorkelsdóttir. – Skildu. Jón fór búferlum að Málmey í Hofshreppi, Skagafjarðarsýslu. Guðrún fór búferlum að Barkarstöðum.
0. 1856-1857 Jakob Benjamínsson og f.k. Rannveig Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Eiríksstöðum.
0. 1857-1871 Guðmundur Jónsson og Ingveldur Jónsdóttir. – Brugðu búi, voru kyrr á sama stað. Ingveldur dó 12. mars 1875 á Brún. Guðmundur dó 26. október 1885 á Brún.
0. 1861-1887 Arnljótur Jónsson og Solveig Kristjánsdóttir. – Arnljótur dó 28. júlí 1887 á Brún. Solveig brá búi, varð ráðskona á sama stað.
0. 1871-1875 Halldór Guðmundsson. – Brá búi, fór í vinnumennsku á sama stað, reisti bú á sama stað 1887.
0. 1887-1888 Halldór Guðmundsson og ráðsk. Solveig Kristjánsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað. Halldór dó 22. febrúar 1892 á Brún. Solveig var á Brenniborg í Lýtingsstaðahreppi, Skagafjarðarsýslu 1902.
0. 1888-1891 (Jóhannes) Sigvaldi Björnsson og Hólmfríður Bjarnadóttir. – Fóru búferlum að Torfustöðum.
0. 1891-1896 Jón Hannesson og Sigurbjörg Frímannsdóttir. – Jón dó 7. janúar 1896 á Brún. Sigurbjörg bjó áfram.
0. 1895-1897 Ófeigur Ófeigsson og Jóhanna Guðrún Frímannsdóttir. – Fóru búferlum að Refsstöðum í Engihlíðarhreppi.
0. 1896-1897 Sigurbjörg Frímannsdóttir, ekkja Jóns Hannessonar á Brún. – Brá búi, fór úr Bergsstaðaprestakalli og síðar til Vesturheims, bjó á Gimli í Nýja-Íslandi, Kanada. Sigurbjörg dó 25. júní 1932 í Selkirk í Manitoba, Kanada.
0. 1896-1897 Sigurður Semingsson og Elísabet Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Litla-Vatnsskarði í Engihlíðarhreppi, reistu bú í Hvammi á Laxárdal 1901.
0. 1897-1912 Jón Sigurðsson og Anna Hannesdóttir og ráðsk. Anna Frímannsdóttir og ráðsk. Björg Þorkelsdóttir og ráðsk. Rósa Helgadóttir. – Anna Hannesdóttir dó 13. september 1904 í Akureyrarprestakalli í Eyjafjarðarsýslu. Anna Frímannsdóttir fór til Akureyrar 1906. Hún dó 30. júlí 1914 á Sauðárkróki. Björg fór úr Bergsstaðaprestakalli 1907, giftist síðar Ragnari Axel Jóhannessyni vinnumanni á Barkarstöðum, reistu bú á Refsstöðum í Engihlíðarhreppi 1925. Jón dó 15. mars 1912 á Brún. Rósa brá búi, fór í vinnumennsku að Guðlaugsstöðum í Svínavatnshreppi, giftist síðar Þorkeli Guðmundssyni vinnumanni á Brandsstöðum, reistu bú í Skyttudal 1918.
0. 1912-1923 Finnbogi Stefánsson og Katrín Guðnadóttir. – Finnbogi dó 8. febrúar 1923 á Brún. Katrín brá búi, fór að Stóradal í Svínavatnshreppi. Hún dó 13. nóvember 1971 í Reykjavík.
0. 1923-1929 Klemens Þorleifsson og móðir hans Þórunn Dýrborg Eyjólfsdóttir. – Klemens brá búi, fór í lausamennsku á sama stað. Hann dó 12. september 1982 í Reykjavík. Þórunn varð ráðskona hjá Halldóri Helga Jóhannessyni.
0. 1926-1936 Halldór Helgi Jóhannesson og ráðsk. Þórunn Dýrborg Eyjólfsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað, reistu bú á sama stað 1941.
0. 1936-1941 Bjarni Jónsson og Ríkey Gestsdóttir. – Fóru búferlum að Bollastöðum.
0. 1941-1942 Þórunn Dýrborg Eyjólfsdóttir, ekkja Þorleifs Klemensar Klemenssonar á Botnastöðum, og ráðsm. Halldór Helgi Jóhannesson. – Þórunn dó 10. október 1942 á Brún. Halldór bjó áfram.
0. 1942-1945 Björn Jónsson og Sigþrúður Friðriksdóttir. – Fóru búferlum að Gili.
0. 1942-1944 Halldór Helgi Jóhannesson. – Brá búi, fór í húsmennsku á sama stað, bjó síðar í Reykjavík. Halldór dó 9. nóvember 1984 í Reykjavík.
0. 1945-1947 Guðmundur Jóhannes Guðmundsson. – Brá búi, fór að Sólheimum í Svínavatnshreppi. Guðmundur dó 18. febrúar 1949 í Sólheimum.
0. 1947-1963 Guðmundur Sigfússon og s.k. Sólborg Þorbjarnardóttir. – Búsett á Eiríksstöðum, nytjuðu jörðina.
0. 1963-1970 Guðmundur Sigfússon og ráðsk. Guðrún Bergþóra Þorbjarnardóttir. – Búsett á Eiríksstöðum, nytjuðu jörðina.