Botnastaðir – ábúendatal

0. -1699-1700- Þorgerður Eiríksdóttir, ekkja Hrómundar Bjarnasonar í Ketu í Skefilsstaðahreppi, Skagafjarðarsýslu. – Bjó síðar í Finnstungu.

0. -1701-1703- Þórður Þórðarson og Guðný Eiríksdóttir. – Þórður dó á árunum 1703-1708. Guðný bjó síðar á Steiná.

0. -1708-1709 Þorsteinn Hákonarson og Valgerður Bjarnadóttir. – Höfðu jafnframt bú á Holtastöðum í Engihlíðarhreppi -1708-1709-. Fóru búferlum að Miklabæ í Hofshreppi, Skagafjarðarsýslu, voru í Engihlíðarhreppi 1720, bjuggu síðar í Köldukinn í Torfalækjarhreppi.

0. -nál. 1720- Sigurður Bessason og Steinunn Halldórsdóttir. – Sigurður var í Bólstaðarhlíð 1744.

0. -1733-1735- Marteinn Jónsson og Þorbjörg. – Bjuggu síðar í Gautsdal.

0. -1733-1735- Þorsteinn Þórarinsson.

0. -1737-1762- Jón Jónsson og Guðrún Árnadóttir.

0. -1773-1775 Björn Ólafsson og f.k. Helga Hallsdóttir. – Bjuggu síðar á Hóli í Staðarhreppi, Skagafjarðarsýslu.

0. 1775-1785 Andrés Björnsson og Ingibjörg Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Valadal í Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu.

0. -1784-1785 Ólafur Andrésson og 1.k. Ingibjörg Bjarnadóttir. – Brugðu búi, fóru að Valadal. Ingibjörg dó 16. september 1786 í Valadal. Ólafur reisti bú í Valadal 1788.

0. 1785-1796 Jón Jónsson og Ingibjörg Pétursdóttir. – Fóru búferlum að Skyttudal.

0. 1796-1801 Árni Jónsson og Helga Jónsdóttir. – Árni dó 1800 eða 1801. Helga bjó áfram.

0. 1801-1803 Helga Jónsdóttir, ekkja Árna Jónssonar á Botnastöðum. – Helga giftist Sigfúsi Sveinssyni.

0. 1803-1811 Sigfús Sveinsson og Helga Jónsdóttir. – Sigfús dó 8. júní 1811 á Botnastöðum. Helga bjó áfram.

0. 1811-1812 Helga Jónsdóttir, ekkja Sigfúsar Sveinssonar á Botnastöðum. – Helga giftist Jónasi Björnssyni.

0. 1812-1843 Jónas Björnsson og Helga Jónsdóttir. – Helga dó 6. ágúst 1842 á Botnastöðum. Jónas brá búi, fór í húsmennsku á sama stað. Hann dó 10. febrúar 1863 í Syðra-Tungukoti.

0. 1834-1863 Þorvarður Oddsson og Helga Sigfúsdóttir. – Fóru búferlum að Skinþúfu í Seyluhreppi.

0. 1851-1855 Jóhannes Sigfússon og Margrét Guðmundsdóttir. – Brugðu búi, fóru í vinnumennsku að Valadal í Seyluhreppi. Jóhannes dó 8. ágúst 1858 í Stokkhólma í Akrahreppi, Skagafjarðarsýslu. Margrét dó 26. júlí 1878 í Stokkhólma.

0. 1855-1859 Guðmundur Kristjánsson og Hólmfríður Stefánsdóttir. – Fóru búferlum að Vesturá í Engihlíðarhreppi.

0. 1859-1861 Þorleifur Þorleifsson og Ingibjörg Magnúsdóttir. – Fóru búferlum að Syðri-Mjóadal.

8. 1861-1864 Guðmundur Einarsson og (Ingibjörg) Guðrún Klemensdóttir. – Fóru til Reykjavíkur, nytjuðu jörðina áfram.

0. 1863-1872 Illugi Jónasson og Ingibjörg Ólafsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Finnstungu, reistu bú í Skyttudal 1873.

0. 1864-1865 Guðmundur Einarsson og (Ingibjörg) Guðrún Klemensdóttir. – Búsett í Reykjavík, nytjuðu hluta af jörðinni. Guðmundur dó 11. október 1870 í Geirsbæ í Reykjavík. Guðrún var í Vesturheimi 1887.

0. 1865-1874 Magnús Brynjólfsson og Elísabet Sigríður Klemensdóttir. – Búsett í Bólstaðarhlíð, nytjuðu hluta af jörðinni.

0. 1866-1867 Einar Guðmundsson og Björg Jónasdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað, reistu bú á Syðri-Leifsstöðum 1869.

0. 1872-1874 Stefán Brynjólfsson og f.k. Guðrún Guðmundsdóttir. – Brugðu búi, fóru til Vesturheims, bjuggu í Marklandi í Nova Scotia, Kanada. Guðrún dó 1875 í Marklandi. Stefán var í Sheridan í Oregon, Bandaríkjunum 1898.

0. 1874-1875 Sigurður Benediktsson og Margrét Valgerður Klemensdóttir. – Sigurður dó 7. mars 1875 á Botnastöðum. Margrét bjó áfram.

0. 1875-1888 Margrét Valgerður Klemensdóttir, ekkja Sigurðar Benediktssonar á Botnastöðum, og sonur hennar Klemens Sigurðsson. – Klemens dó 24. febrúar 1886 á Botnastöðum. Margrét fór búferlum að Fjalli í Seyluhreppi.

0. 1888-1898 Halldór Guðmundsson og Sigurbjörg Sölvadóttir. – Halldór dó 30. maí 1898 á Botnastöðum. Sigurbjörg brá búi, fór í húsmennsku að Æsustöðum, bjó síðar á Sauðárkróki, svo í Reykjavík. Hún dó 21. nóvember 1932 í Reykjavík.

0. 1895-1898 Guðmundur Jónas Klemensson og (Ósk) Ingiríður Erlendsdóttir. – Búsett í Bólstaðarhlíð, nytjuðu hluta af jörðinni.

0. 1895-1896 Ingibjörg Björnsdóttir, ekkja Árna Jónssonar á Ytra-Þverfelli. – Varð ráðskona á Krithóli í Lýtingsstaðahreppi, Skagafjarðarsýslu, giftist síðar Jóni Eyjólfssyni á Krithóli.

0. 1898-1902 Þorleifur Klemens Klemensson og Þórunn Dýrborg Eyjólfsdóttir. – Þorleifur dó 11. maí 1902 á Botnastöðum. Þórunn bjó áfram.

0. 1902-1905 Þórunn Dýrborg Eyjólfsdóttir, ekkja Þorleifs Klemensar Klemenssonar á Botnastöðum, og bróðir hennar Stefán Eyjólfsson. – Fóru búferlum að Fjósum.

0. 1905-1906 Halldór Hjálmarsson og Solveig Guðrún Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Gili.

0. 1905-1906 (Jóhann) Sveinn Ingimundarson og móðir hans (Júlíana) Ingibjörg Ólafsdóttir. – Brugðu búi. Sveinn fór í húsmennsku að Blöndudalshólum, bjó síðar á Sauðárkróki. Hann dó 4. maí 1956 á Sauðárkróki. Ingibjörg fór í húsmennsku að Syðra-Tungukoti. Hún dó 2. maí 1916 í Glaumbæjarprestakalli í Skagafjarðarsýslu.

0. 1906-1908 Sigfús Ferdínand Eyjólfsson og Kristvina Kristvinsdóttir. – Fóru búferlum að Blöndudalshólum.

0. 1908-1915 Björn Sveinsson og Guðbjörg Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Þverárdal.

0. 1915-1924 Gunnar Sigurjón Jónsson og Ingibjörg Lárusdóttir. – Gunnar dó 4. apríl 1924 á Botnastöðum. Ingibjörg bjó áfram.

0. 1924-1925 Ingibjörg Lárusdóttir, ekkja Gunnars Sigurjóns Jónssonar á Botnastöðum. – Varð ráðskona hjá Stefáni Ólafi Sveinssyni.

0. 1925-1933 Stefán Ólafur Sveinsson og ráðsk. Ingibjörg Lárusdóttir. – Brugðu búi. Stefán fór í vinnumennsku að Fjósum. Hann dó 17. júlí 1966 í Reykjavík. Ingibjörg fór í húsmennsku að Þverárdal. Hún dó 30. júní 1977 á Akranesi.

0. 1933-1937 Jóhannes Hallgrímsson og Ingibjörg Valgerður Hallgrímsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað. Jóhannes dó 16. desember 1975 á Blönduósi. Ingibjörg dó 8. október 1993 á Sauðárkróki.

0. 1937-1944 Árni Gunnarsson og Margrét Elísabet Jóhannesdóttir. – Fóru búferlum að Þverárdal.

0. 1944-1946 Klemens Guðmundsson. – Hafði jafnframt bú í Kálfárdal 1943-1946. Brá búi, var kyrr á sama stað. Hafði bú í Kálfárdal 1946-1950. Klemens dó 8. júní 1986 á Blönduósi.

0. 1946-1957 Guðmundur Jónsson og Anna Guðrún Bjarnadóttir. – Brugðu búi, fóru að Húnaveri, nytjuðu jörðina áfram.

0. 1957-1958- Guðmundur Jónsson og Anna Guðrún Bjarnadóttir. – Búsett í Húnaveri, nytjuðu jörðina.