Bollastaðir – ábúendatal

0. -1699-1700- Pétur.

0. -1701-1703- Jón Jónsson og Helga Pétursdóttir. – Jón dó á árunum 1703-1708. Helga bjó áfram.

0. -1708- Helga Pétursdóttir, ekkja Jóns Jónssonar á Bollastöðum.

0. -1734-1739- Grímur Jónsson og Björg Magnúsdóttir. – Grímur dó á árunum 1739-1741. Björg bjó áfram.

0. -1740-1741- Björg Magnúsdóttir, ekkja Gríms Jónssonar á Bollastöðum. – Reisti bú í Tungunesi í Svínavatnshreppi 1743.

0. -1744-1763- Vigfús Sigurðsson og Guðríður Samsonsdóttir. – Guðríður dó 31. ágúst 1766 í Blöndudalshólasókn. Vigfús var í Bólstaðarhlíðarhreppi 1769. Hann var á lífi 1772.

0. -1773-1786 Jón Jónsson og Kristín Jónsdóttir. – Kristín dó 1785 eða 1786 á Bollastöðum. Jón brá búi, fór frá Bollastöðum. Hann var á lífi 1792.

0. 1786-1793 Guðmundur Jónsson og Þórunn Helgadóttir. -Höfðu jafnframt bú í Sellandi -1790-1793. Guðmundur dó 1792 eða 1793 á Bollastöðum. Þórunn bjó áfram.

0. 1793-1794 Þórunn Helgadóttir, ekkja Guðmundar Jónssonar á Bollastöðum. – Hafði jafnframt bú í Sellandi 1793-1794. Þórunn giftist Birni Ólafssyni.

0. 1794-1812 Björn Ólafsson og Þórunn Helgadóttir. – Höfðu jafnframt bú í Sellandi 1794-1799. Fóru búferlum að Sellandi.

0. 1812-1852 Gísli Guðmundsson og Margrét Björnsdóttir. – Margrét dó 10. apríl 1852 á Bollastöðum. Gísli brá búi, var kyrr á sama stað. Hann dó 29. mars 1863 á Bollastöðum.

0. 1852-1901 Guðmundur Gíslason og María Guðmundsdóttir og ráðsk. Ingibjörg Guðmundsdóttir. – Guðmundur og María höfðu jafnframt bú í Sellandi 1887-1891. María dó 17. nóvember 1898 á Bollastöðum. Guðmundur dó 18. júní 1901 á Bollastöðum. Ingibjörg fór í húsmennsku á sama stað.

0. 1893-1919 Pétur Pétursson og Sigurbjörg María Guðmundsdóttir. – Höfðu jafnframt bú í Sellandi 1903-1914. Pétur dó 17. september 1919 á Bollastöðum. Sigurbjörg bjó áfram.

0. 1919-1920 Sigurbjörg María Guðmundsdóttir, ekkja Péturs Péturssonar á Bollastöðum, og ráðsm. Guðmundur Sigurjón Jósafatsson. – Brugðu búi. Sigurbjörg fór í húsmennsku á sama stað, reisti bú með dóttur sinni á sama stað 1927. Guðmundur fór að Brandsstöðum, reisti bú í Eyvindarstaðagerði 1923.

0. 1920-1924 Björn Eiríkur Geirmundsson og Guðrún Jónína Þorfinnsdóttir. – Fóru búferlum að Mjóadal.

0. 1924-1927 Sigfús Ferdínand Eyjólfsson og Kristvina Kristvinsdóttir. – Fóru búferlum að Eiríksstöðum.

0. 1927-1928 Sigurbjörg María Guðmundsdóttir, ekkja Péturs Péturssonar á Bollastöðum, og dóttir hennar Unnur Pétursdóttir. – Unnur var skráð fyrir búinu næsta ár.

0. 1928-1929 Unnur Pétursdóttir og móðir hennar Sigurbjörg María Guðmundsdóttir. – Sigurbjörg var skráð fyrir búinu næsta ár.

0. 1929-1930 Sigurbjörg María Guðmundsdóttir, ekkja Péturs Péturssonar á Bollastöðum, og dóttir hennar Unnur Pétursdóttir og ráðsm. Björn Axfjörð Jónsson. – Sigurbjörg dó 13. desember 1930 á Bollastöðum. Unnur og Björn bjuggu áfram.

0. 1930-1941 Unnur Pétursdóttir og ráðsm. Björn Axfjörð Jónsson. – Björn reisti bú á Bollastöðum 1931. Unnur brá búi, fór í húsmennsku á sama stað. Hún dó 17. október 1968 á Blönduósi.

0. 1931-1938 Björn Axfjörð Jónsson og Sigurbjörg Tómasdóttir. – Fóru búferlum að Felli í Fellshreppi, Skagafjarðarsýslu.

0. 1941-1942 Pétur Pétursson og Bergþóra Anna Kristjánsdóttir. – Fóru búferlum að Brandsstöðum.

0. 1941-1957- Bjarni Jónsson og Ríkey Gestsdóttir. – Bjarni dó 23. júní 1963 á Blönduósi. Ríkey dó 29. ágúst 1983 í Reykjavík.

0. 1943-2000 Ingólfur Bjarnason og Guðrún Þórunn Steingrímsdóttir. – Ingólfur dó 22. maí 2000 á Blönduósi.

0. -1987-2012- Bjarni Brynjar Ingólfsson og Margrét Guðfinnsdóttir og ráðsk. Ragnheiður Ólafsdóttir. – Bjarni og Margrét skildu.