Blöndudalshólar – ábúendatal

0. 1689-1712- Gísli Bjarnason og Steinunn Þorvaldsdóttir. – Gísli dó 1712 eða 1713 í Blöndudalshólum. Steinunn var í Húnavatnssýslu 1724.

0. 1710-1711 Markús Magnússon og f.k. Sunneva Gísladóttir. – Bjuggu síðar í Goðdölum í Lýtingsstaðahreppi, Skagafjarðarsýslu, reistu bú í Blöndudalshólum 1713.

0. 1713-1716 Markús Magnússon og f.k. Sunneva Gísladóttir. – Bjuggu síðar á Strjúgsstöðum.

0. 1716-1727 Jón Bjarnason. – Bjó síðar á Holtastöðum í Engihlíðarhreppi.

0. 1727-1728- Jón Jónsson.

0. -1734-1735- Einar Vigfússon. – Bjó síðar í Tungunesi í Svínavatnshreppi.

0. 1738-1742 Jón Auðunsson og Helga Illugadóttir. – Reistu bú á Bergsstöðum 1745.

0. -1744-1746 Ari Gunnarsson og Vilborg Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Sólheimum í Svínavatnshreppi.

0. 1745-1755 Jón Jónsson og Kristín Ísleifsdóttir. – Fóru búferlum að Upsum í Svarfaðardalshreppi, Eyjafjarðarsýslu.

0. -1751-1754- Árni Jónsson og Guðrún Jónsdóttir. – Bjuggu síðar í Stafni.

0. 1755-1756 Ásmundur Pálsson. – Fór búferlum að Auðólfsstöðum.

0. 1755-1756 Gunnar Andrésson og Solveig Pétursdóttir. – Fóru búferlum að Eldjárnsstöðum í Svínavatnshreppi.

0. 1756-1774 Ólafur Þorsteinsson og Þuríður Benediktsdóttir. – Brugðu búi, fóru að Þorbrandsstöðum í Engihlíðarhreppi. Ólafur dó 4. júní 1774 á Þorbrandsstöðum. Þuríður dó 28. apríl 1778 á Þorbrandsstöðum.

0. 1756-1757 Ólafur Tómasson.

0. 1774-1782 Benedikt Árnason og Vilborg Högnadóttir. – Fóru búferlum að Bergsstöðum.

0. 1782-1807 Auðun Jónsson og Halldóra Jónsdóttir. – Auðun dó 7. febr. 1807 í Blöndudalshólum. Halldóra fór búferlum að Syðra-Tungukoti.

0. 1807-1834 Ólafur Tómasson og Helga Sveinsdóttir. – Höfðu jafnframt bú á Bergsstöðum 1819-1820. Ólafur dó 17. október 1834 í Blöndudalshólum. Helga dó 25. október 1834 í Blöndudalshólum.

0. 1823-1824 Sigurður Magnússon og Sigurlaug Teitsdóttir. – Fóru búferlum að Hvammshlíð í Vindhælishreppi.

0. 1827-1828 Gísli Jónsson og Halldóra Ólafsdóttir. – Fóru búferlum að Engihlíð í Engihlíðarhreppi.

0. 1831-1832 Jón Jónsson og s.k. Ragnhildur Ólafsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Syðra-Tungukoti, reistu bú í Hafursstaðakoti í Vindhælishreppi 1839.

0. 1834-1835 Dánarbú Ólafs Tómassonar og Helgu Sveinsdóttur / Sveinn Ólafsson og systir hans Anna Ólafsdóttir. – Sveinn reisti bú í Sellandi. Anna fór í vinnumennsku að Eiríksstöðum. Hún dó 16. september 1875 á Bollastöðum.

0. 1835-1836 Kort Jónsson og Sigríður Þórðardóttir. – Fóru búferlum að Litla-Vatnsskarði í Engihlíðarhreppi.

0. 1835-1836 Guðmundur Arnljótsson og Elín Arnljótsdóttir. – Búsett á Guðlaugsstöðum í Svínavatnshreppi, nytjuðu hluta af jörðinni.

0. 1835-1836 Sölvi Sveinsson og Helga Halldórsdóttir. – Búsett á Syðri-Löngumýri í Svínavatnshreppi, nytjuðu hluta af jörðinni.

0. 1836-1844 Sveinn Níelsson og s.k. Guðrún Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Staðarbakka í Torfustaðahreppi.

0. 1836-1837 Jóhannes Jóhannsson og s.k. Sigríður Hinriksdóttir. – Fóru búferlum að Ytra-Hóli í Vindhælishreppi.

0. 1844-1851 Þorlákur Stefánsson og s.k. Sigurbjörg Jónsdóttir. – Höfðu jafnframt bú í Finnstungu 1849-1850. Fóru búferlum að Auðólfsstöðum.

0. 1851-1858 Jón Ólafsson og Ingibjörg Hannesdóttir. – Fóru búferlum að Þverárdal, reistu bú í Blöndudalshólum 1860.

0. 1851-1854 Þorvarður Jónsson og Solveig Kristjánsdóttir. – Þorvarður dó 16. apríl 1854 í Blöndudalshólum. Solveig bjó áfram.

0. 1854-1855 Solveig Kristjánsdóttir, ekkja Þorvarðs Jónssonar í Blöndudalshólum. – Brá búi, fór í húsmennsku á sama stað, reisti bú á sama stað 1856.

0. 1856-1858 Solveig Kristjánsdóttir, ekkja Þorvarðs Jónssonar í Blöndudalshólum, og ráðsm. Arnljótur Jónsson. – Solveig giftist Arnljóti.

0. 1858-1860 Arnljótur Jónsson og Solveig Kristjánsdóttir. – Fóru búferlum að Gili.

0. 1860-1870 Hjörleifur Einarsson og f.k. Guðlaug Eyjólfsdóttir. – Höfðu jafnframt bú í Syðra-Tungukoti 1861-1862 og 1864-1870. Fóru búferlum að Goðdölum í Lýtingsstaðahreppi, reistu bú á Undirfelli í Áshreppi 1876.

0. 1860-1861 Jón Ólafsson og Ingibjörg Hannesdóttir. – Fóru búferlum að Syðri-Löngumýri í Svínavatnshreppi.

0. 1870-1881 Markús Gíslason og Metta Einarsdóttir. – Höfðu jafnframt bú í Syðra-Tungukoti 1870-1881. Fóru búferlum að Stafafelli í Bæjarhreppi, Skaftafellssýslu.

0. 1879-1882 Hjalti Sigurðsson og Guðlaug Guðvarðsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Skeggsstöðum, reistu bú á Rein í Rípurhreppi, Skagafjarðarsýslu 1889.

0. 1881-1895 Eiríkur Halldórsson og Þórunn Jónsdóttir. – Eiríkur dó 6. október 1895 í Blöndudalshólum. Þórunn bjó áfram.

0. 1895-1896 Þórunn Jónsdóttir, ekkja Eiríks Halldórssonar í Blöndudalshólum. – Brá búi, varð ráðskona á Auðkúlu í Svínavatnshreppi.

0. 1895-1896 Stefán Halldór Eiríksson og Svanfríður Bjarnadóttir. – Fóru búferlum að Gunnsteinsstöðum.

0. 1896-1903 (Guðrún) Jóhanna Jóhannesdóttir, ekkja Guðmundar Helgasonar á Bergsstöðum, og ráðsk. Ragnheiður Gísladóttir og ráðsm. Pétur Ólafsson. – Ragnheiður varð vinnukona á sama stað 1901. Hún dó 31. ágúst 1935 í Arnarnesi í Garðahreppi, Gullbringusýslu. Pétur fór í vinnumennsku að Skeggsstöðum 1902. Hann dó 9. maí 1924 á Skeggsstöðum. Jóhanna brá búi, fór til Reykjavíkur, reisti bú á Varmá í Mosfellshreppi, Kjósarsýslu 1904.

0. 1897-1899 Hannes Sveinbjörnsson og f.k. Þorbjörg Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Litladal í Svínavatnshreppi.

0. 1903-1908 Erlendur Erlendsson og Sigurbjörg Þorsteinsdóttir. – Fóru búferlum að Auðólfsstöðum.

0. 1908-1923 Sigfús Ferdínand Eyjólfsson og Kristvina Kristvinsdóttir. – Fóru búferlum að Syðri-Löngumýri í Svínavatnshreppi, reistu bú á Bollastöðum 1924.

0. 1923-1925 Sigurjón Jóhannsson og Ingibjörg Solveig Jónsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað, reistu bú á sama stað 1926.

0. 1923-1924 Anna Margrét Sigurjónsdóttir og Bjarni Jónasson. – Bjarni var skráður fyrir búinu næstu ár.

0. 1924-1957- Bjarni Jónasson og Anna Margrét Sigurjónsdóttir. – Brugðu búi, voru kyrr á sama stað, bjuggu síðar á Blönduósi. Bjarni dó 26. jan. 1984 á Blönduósi. Anna dó 5. febrúar 1993 á Blönduósi.

0. 1926-1935 Sigurjón Jóhannsson og Ingibjörg Solveig Jónsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað. Ingibjörg dó 3. júní 1944 í Blöndudalshólum. Sigurjón dó 4. ágúst 1961.

0. 1938-1957- Guðmundur Einarsson og ráðsk. Sigríður Sæunn Björnsdóttir. – Guðmundur dó 6. júlí 1959 í Blöndudalshólum. Sigríður dó 29. júní 1975 í Blöndudalshólum.

0. 1960-2001 Jónas Benedikt Bjarnason og Ásdís Hlíf Friðgeirsdóttir. – Brugðu búi, fóru til Blönduóss. Ásdís dó 6. ágúst 2013 á Akureyri.

0. -2003-2012- Friðgeir Jónasson og ráðsk. Andrea Mueller.