0. -1699-1700- Jón.
0. -1701-1703- Sveinn Sæmundsson og Ólöf Eiríksdóttir. – Sveinn dó á árunum 1703-1708. Ólöf bjó áfram.
0. -1708-1709- Ólöf Eiríksdóttir, ekkja Sveins Sæmundssonar á Barkarstöðum, og ráðsm. Jón Árnason. – Ólöf var í Bergsstaðasókn 1714.
0. -1733-1735- Þorbjörn Tómasson og Sigríður Illugadóttir. – Bjuggu síðar í Ytri-Mjóadal.
0. -1737-1762- Jón Jónsson og Þórunn Jónsdóttir.
0. -1737-1738 Jón Jónsson.
0. 1738-1739 Markús Magnússon og f.k. Sunneva Gísladóttir. – Bjuggu síðar í Skinþúfu í Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu.
0. -1773-1778 Einar Jónsson og Sigríður Bjarnadóttir. – Fóru búferlum að Torfustöðum.
0. -1773-1774 Guðmundur Guðmundsson og Sigríður Ólafsdóttir. – Fóru búferlum að Eiríksstöðum.
0. 1774-1802 Ólafur Björnsson og Guðrún Jónsdóttir. – Brugðu búi. Ólafur fór í húsmennsku að Eiríksstöðum árið eftir. Hann dó 17. mars 1814 á Botnastöðum. Guðrún var kyrr á sama stað. Hún dó 31. mars 1818 á Barkarstöðum.
0. 1802-1837 Sigurlaug Björnsdóttir og sonur hennar Guðmundur Eyjólfsson. – Guðmundur fór búferlum að Flugumýri í Akrahreppi, Skagafjarðarsýslu. Sigurlaug fór einnig að Flugumýri. Hún dó 23. október 1839 á Flugumýri.
0. 1837-1853 Eyjólfur Eyjólfsson og Kristín Jónsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Holti í Svínavatnshreppi. Eyjólfur dó 16. desember 1860 á Geithömrum í Svínavatnshreppi. Kristín dó 3. júní 1862 á Geithömrum.
0. 1843-1844 Ólafur Pálsson og Ingibjörg Gísladóttir. – Fóru búferlum að Eiríksstaðakoti.
0. 1849-1850 Jónas Kristjánsson og Guðrún Sigurðardóttir. – Fóru búferlum að Brún.
0. 1849-1858 Hinrik Hinriksson og Margrét Magnúsdóttir. – Búsett á Bergsstöðum, nytjuðu hluta af jörðinni.
0. 1853-1856 Jón Sigurðsson og Guðrún Þorkelsdóttir. – Höfðu jafnframt bú á Brún 1854-1855. Fóru búferlum að Brún.
0. 1853-1855 Jón Hjálmsson og Kristín Gísladóttir. – Fóru búferlum að Syðri-Leifsstöðum.
0. 1856-1859 Jónas Hannesson og Margrét Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Litlu-Seylu í Seyluhreppi, reistu bú í Hólabæ 1864.
0. 1856-1857 Eyjólfur Guðmundsson og Rannveig Klemensdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Steiná, reistu bú í Móbergsseli í Engihlíðarhreppi 1860.
0. 1857-1859 Guðrún Þorkelsdóttir, skilin við Jón Sigurðsson á Brún. – Fór búferlum að Syðra-Tungukoti.
0. 1858-1859 Jón Jónsson Norðmann og Steinunn Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Hamarsgerði í Lýtingsstaðahreppi, Skagafjarðarsýslu.
0. 1859 Þorkell Þorsteinsson og Björg Pétursdóttir. – Þorkell drukknaði á Skagafirði 14. júlí 1859. Björg bjó áfram.
0. 1859-1865 Björg Pétursdóttir, ekkja Þorkels Þorsteinssonar á Barkarstöðum. – Fór búferlum að Barkarstaðagerði.
0. 1865-1868 Ólafur Gunnarsson og Guðrún Guðvarðsdóttir. -Fóru búferlum að Eiríksstaðakoti.
0. 1868-1870 Sigfús Hannesson og Hólmfríður Halldórsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Mjóadal, reistu bú í Nefsstaðakoti í Holtshreppi, Skagafjarðarsýslu 1872.
0. 1870-1871 Pétur Þórðarson og Aðalbjörg Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Barkarstaðagerði.
0. 1871-1872 Þorkell Þorkelsson og móðir hans Björg Pétursdóttir. – Björg var skráð fyrir búinu næsta ár.
0. 1872-1873 Björg Pétursdóttir, ekkja Þorkels Þorsteinssonar á Barkarstöðum, og sonur hennar Þorkell Þorkelsson. – Brugðu búi. Þorkell varð ráðsmaður á Eldjárnsstöðum í Svínavatnshreppi, reisti bú á Barkarstöðum 1879. Björg fór í húsmennsku á sama stað, varð síðar ráðskona hjá syni sínum á sama stað.
0. 1873-1875 Pétur Ólafsson og móðir hans Ingibjörg Gísladóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Fjósum. Ingibjörg dó 5. mars 1876 á Fjósum. Pétur varð síðar ráðsmaður á Fjósum, hafði bú í Eiríksstaðakoti 1888-1889.
0. 1875-1877 Guðmundur Þorkelsson og Guðrún Einarsdóttir. – Fóru búferlum að Barkarstaðagerði.
0. 1877-1882 Einar Þorkelsson og móðir hans Björg Pétursdóttir. – Einar fór búferlum að Miðgili í Engihlíðarhreppi. Björg brá búi, fór í húsmennsku á sama stað. Hún dó 25. apríl 1887 á Barkarstöðum.
0. 1879-1921 Þorkell Þorkelsson og Engilráð Sigurðardóttir. – Þorkell dó 6. janúar 1921 á Barkarstöðum. Sigurður sonur þeirra var skráður fyrir búinu næstu ár.
0. 1921-1957- Sigurður Þorkelsson og móðir hans Engilráð Sigurðardóttir og Halldóra Bjarnadóttir. – Engilráð dó 2. janúar 1935 á Barkarstöðum. Halldóra dó 6. ágúst 1960 á Blönduósi. Sigurður dó 12. desember 1976 á Blönduósi.
0. -1957-2008 Þorkell Sigurðsson og (Birna) María Sigvaldadóttir. – Höfðu jafnframt bú á Torfustöðum 1983-2008. Þorkell dó 7. október 2008 á Blönduósi. María bjó áfram.
0. -1960-1972- Bjarni Steingrímur Sigurðsson og Ísgerður Árnadóttir. – Fóru búferlum að Eyvindarstöðum.
0. 2008-2009 (Birna) María Sigvaldadóttir, ekkja Þorkels Sigurðssonar á Barkarstöðum. – Hafði jafnframt bú á Torfustöðum 2008-2009. Brá búi, fór til Blönduóss. María dó 23. apríl 2013 á Blönduósi.
0. 2009-2014- Víðir Már Gíslason og ráðsk. Linda Carina Erika Carlsson. – Höfðu jafnframt bú á Torfustöðum 2009-2014-.