Barkarstaðagerði – ábúendatal

0. 1861-1865 Ólafur Oddsson og 3.k. Sigurlaug Eyjólfsdóttir. – Brugðu búi, reistu bú á Núpi í Vindhælishreppi 1866.

0. 1865-1866 Björg Pétursdóttir, ekkja Þorkels Þorsteinssonar á Barkarstöðum. – Brá búi, fór í húsmennsku á sama stað, varð síðar ráðskona hjá syni sínum á Barkarstöðum.

0. 1866-1868 Steinn Steinsson og ráðsk. Sigríður Pétursdóttir. – Fóru búferlum að Hryggjum í Staðarhreppi, Skagafjarðarsýslu.

0. 1868-1871 Þorkell Þorkelsson og ráðsk. Anna Pétursdóttir. – Þorkell fór búferlum að Barkarstöðum. Anna fór í vinnumennsku að Sellandi, giftist síðar Hans Baldvinssyni í Víkurkoti í Akrahreppi, Skagafjarðarsýslu.

0. 1871 Pétur Þórðarson og Aðalbjörg Guðmundsdóttir. – Pétur dó 16. júní 1871 í Barkarstaðagerði. Aðalbjörg brá búi, fór að Bollastöðum. Hún dó 12. janúar 1873 á Bollastöðum.

0. 1871-1872 Jón Sigurðsson og Margrét Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Bergsstaðagarði.

0. 1872-1873 Ingibjörg Gísladóttir, ekkja Jóns Ásmundssonar í Hvammi í Svartárdal, og sonur hennar Pétur Ólafsson. – Fóru búferlum að Barkarstöðum.

0. 1873-1877 Jón Ólafsson og ráðsk. Sigurlaug Kristjánsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað. Jón dó 20. júlí 1894 á Brandsstöðum. Sigurlaug dó 7. maí 1904 á Vatneyri í Rauðasandshreppi, Barðastrandarsýslu.

0. 1877-1879 Guðmundur Þorkelsson og Guðrún Einarsdóttir. – Fóru búferlum að Torfustöðum.

1879-1880 Í eyði.

0. 1880-1881 Pétur Jónsson og Ingibjörg Helgadóttir. – Brugðu búi, fóru í vinnumennsku að Þverárdal, reistu bú í Móbergsseli í Engihlíðarhreppi 1883 og í Barkarstaðagerði 1892.

0. 1881-1884 Jón Rafnsson og ráðsk. Elísabet Sigríður Gísladóttir. – Brugðu búi. Jón fór að Fjósum. Hann dó 31. mars 1888 á Fjósum. Elísabet fór í vinnumennsku að Svínavatni í Svínavatnshreppi, varð síðar ráðskona í Stóradalsseli í Svínavatnshreppi.

0. 1884-1886 Sigríður Pétursdóttir, ekkja Steins Steinssonar á Hryggjum í Staðarhreppi. – Brá búi, fór að Dúki í Staðarhreppi. Sigríður dó 15. nóvember 1890 í Geitagerði í Staðarhreppi.

0. 1885-1886 Jón Þorsteinsson og Ósk Guðmundsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á Barkarstöðum, reistu bú í Barkarstaðagerði 1887.

1886-1887 Í eyði.

0. 1887-1892 Jón Þorsteinsson og Ósk Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Sellandi.

0. 1892-1894 Pétur Jónsson og Ingibjörg Helgadóttir. – Brugðu búi, fóru í vinnumennsku að Eiríksstöðum, reistu bú í Barkarstaðagerði 1895.

1894-1895 Í eyði.

0. 1895-1896 Pétur Jónsson og Ingibjörg Helgadóttir. – Pétur dó 13. október 1896 í Barkarstaðagerði. Ingibjörg brá búi, fór í húsmennsku að Steinárgerði, varð síðar ráðskona í Steinárgerði.

1896-1898 Í eyði.

0. 1898-1899 Sigríður Illugadóttir, skilin við Árna Jónsson húsmann á Barkarstöðum. – Brá búi, fór í vinnumennsku að Skottastöðum. Sigríður dó 20. júní 1922 í Oddgeirsbæ í Reykjavík.

1899- Í eyði.