Auðólfsstaðir – ábúendatal

0. -1699-1741- Guðmundur Steingrímsson og Guðrún Grettisdóttir. – Höfðu jafnframt bú í Auðólfsstaðakoti -1708-1709-.

0. -1744-1754 Steingrímur Guðmundsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir. – Bjuggu síðar í Gautsdal.

0. -1751-1754 Benedikt Steingrímsson og Guðrún Davíðsdóttir. – Benedikt dó 1754. Guðrún fór búferlum að Sólheimum í Svínavatnshreppi.

0. 1754-1756 Helga Jónsdóttir, ekkja Hannesar Sigurðssonar á Auðkúlu í Svínavatnshreppi. – Helga giftist Ásmundi Pálssyni.

0. 1756-1773 Ásmundur Pálsson og Helga Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Auðkúlu í Svínavatnshreppi.

0. -1773-1776 Helgi Helgason og Guðrún Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Holtastöðum í Engihlíðarhreppi.

0. -1773-1775 Gísli Jónsson. – Fór búferlum að Sneis í Engihlíðarhreppi.

0. 1775-1788 Guðmundur Björnsson og Margrét Björnsdóttir. – Guðmundur dó 1787 eða 1788 á Auðólfsstöðum. Margrét brá búi, var kyrr á sama stað. Hún var á Auðólfsstöðum 1788.

0. 1776-1777 Jón Egilsson. – Fór búferlum að Auðólfsstaðakoti.

0. 1781-1783- Ólafur Guðmundsson og s.k. Guðrún Illugadóttir. – Bjuggu síðar á Holtastöðum í Engihlíðarhreppi.

0. 1788-1816 Björn Guðmundsson og Ingibjörg Steinsdóttir. – Höfðu jafnframt bú í Höfnum í Vindhælishreppi 1788-1790. Brugðu búi, voru kyrr á sama stað. Björn dó 3. júní 1821 á Auðólfsstöðum. Ingibjörg dó 16. júlí 1843 á Valabjörgum í Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu.

0. 1788-1789- Klemens Jónsson og Margrét Guðmundsdóttir. – Reistu bú í Höfnum 1790.

0. 1816-1836 Ólafur Björnsson og Margrét Snæbjörnsdóttir. – Ólafur dó 21. nóvember 1836 á Auðólfsstöðum. Margrét bjó áfram.

0. 1836-1838 Oddur Jónsson og Sigríður Sigfúsdóttir. – Fóru búferlum að Giljalandi í Haukadalshreppi, Dalasýslu.

0. 1836-1843 Margrét Snæbjörnsdóttir, ekkja Ólafs Björnssonar á Auðólfsstöðum, og sonur hennar Björn Ólafsson. – Margrét brá búi, fór í húsmennsku að Gunnsteinsstöðum. Hún dó 5. maí 1871 í Hvammi í Áshreppi. Björn reisti bú á Ríp í Rípurhreppi, Skagafjarðarsýslu 1843 og á Auðólfsstöðum 1844.

0. 1843-1851 Jón Jóhannsson og Margrét Ólafsdóttir. – Höfðu jafnframt bú á Þorbrandsstöðum í Engihlíðarhreppi 1848-1849. Fóru búferlum að Svínavatni í Svínavatnshreppi.

0. 1843-1844 Björn Ólafsson. – Brá búi, fór í vinnumennsku að Syðri-Mjóadal, reisti bú í Engihlíð í Engihlíðarhreppi 1852 og í Finnstungu 1861.

0. 1844-1851 Björn Ólafsson og Filippía Hannesdóttir. – Fóru búferlum að Eyhildarholti í Rípurhreppi.

0. 1851-1860 Þorlákur Stefánsson og s.k. Sigurbjörg Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Undirfelli í Áshreppi.

0. 1860-1869 Sigurður Helgason og Guðrún Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Hofi í Vindhælishreppi.

0. 1866-1869 Benedikt Björnsson og Guðrún Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Grund í Þverárhreppi.

0. 1869-1874 Sigurður Benediktsson og Margrét Valgerður Klemensdóttir. – Fóru búferlum að Botnastöðum.

0. 1874-1893 Jón Þórðarson og Guðrún Kristmundsdóttir. – Jón dó 9. ágúst 1893 á Auðólfsstöðum. Guðrún bjó áfram.

0. 1890-1894 Þórður Jónsson og Dýrfinna Jónasdóttir. – Fóru búferlum að Gili, reistu bú á Auðólfsstöðum 1895.

0. 1893-1895 Guðrún Kristmundsdóttir, ekkja Jóns Þórðarsonar á Auðólfsstöðum, og sonur hennar Kristmundur Líndal Jónsson. – Kristmundur var skráður fyrir búinu næstu ár.

0. 1895-1900 Þórður Jónsson og Dýrfinna Jónasdóttir. – Þórður dó 7. maí 1900 á Auðólfsstöðum. Dýrfinna brá búi, fór til Blönduóss, giftist síðar Gunnari Sigurðssyni trésmið á Sauðárkróki. Hún dó 12. september 1952 í Reykjavík.

0. 1895-1898 Kristmundur Líndal Jónsson og móðir hans Guðrún Kristmundsdóttir. – Brugðu búi, voru kyrr á sama stað. Kristmundur dó 16. febrúar 1910 á Blönduósi. Guðrún dó 27. júlí 1930 á Másstöðum í Sveinsstaðahreppi.

0. 1900-1904 Guðmundur Jóhannes Jónsson og Jónína Ingibjörg Hannesdóttir. – Guðmundur dó 28. apríl 1904 á Auðólfsstöðum. Jónína bjó áfram.

0. 1904-1905 Jónína Ingibjörg Hannesdóttir, ekkja Guðmundar Jóhannesar Jónssonar á Auðólfsstöðum, og ráðsm. Jón Jónsson. – Brugðu búi. Jónína fór í húsmennsku á sama stað, reisti bú á sama stað 1916. Jón fór til Blönduóss. Hann dó 21. maí 1914 á Blönduósi.

0. 1905-1908 Páll Sigurðsson og Sigþrúður Hannesdóttir. – Brugðu búi, fóru til Blönduóss. Sigþrúður dó 23. apríl 1930 á Blönduósi. Páll dó 3. febrúar 1950 í Reykjavík.

0. 1908-1916 Erlendur Erlendsson og Sigurbjörg Þorsteinsdóttir. – Fóru búferlum að Hnausum í Sveinsstaðahreppi.

0. 1916-1924 Jón Magnús Jakobsson Espólín og Björg Jóhannsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Köldukinn í Torfalækjarhreppi. Jón dó 27. maí 1943 í Köldukinn. Björg dó 14. febrúar 1954 í Köldukinn.

0. 1916-1935 Jónína Ingibjörg Hannesdóttir, ekkja Guðmundar Jóhannesar Jónssonar á Auðólfsstöðum, og sonur hennar Hannes Sigurður Guðmundsson. – Hannes var skráður fyrir búinu næstu ár.

0. 1930-1932 Pétur Pétursson. – Búsettur á Steiná, nytjaði hluta af jörðinni.

0. 1930-1932 Björn Pálsson. – Búsettur á Ytri-Löngumýri í Svínavatnshreppi, nytjaði hluta af jörðinni.

0. 1932-1933 Pétur Pétursson. – Fór búferlum að Finnstungu.

0. 1935-1957- Hannes Sigurður Guðmundsson og móðir hans Jónína Ingibjörg Hannesdóttir og ráðsk. Sigríður Ragnheiður Guðmundsdóttir. – Sigríður fór úr Bergsstaðaprestakalli 1954. Hún dó 9. mars 1969 á Selfossi. Jónína dó 30. október 1956 á Blönduósi. Hannes dó 6. febrúar 1990 á Blönduósi.

0. -1979-2012- Jóhann Þorsteinsson Bjarnason og Þórunn Ingibjörg Magnúsdóttir.