Auðólfsstaðakot – ábúendatal

-1699-1700- Í eyði.

0. -1701-1703- Sigurður Andrésson og Þórdís Halldórsdóttir. – Bjuggu síðar á Stóru-Mörk.

0. -1708-1709- Guðmundur Steingrímsson og Guðrún Grettisdóttir. – Búsett á Auðólfsstöðum, nytjuðu jörðina.

0. -1734-1738 Þorsteinn Ketilsson. – Fór búferlum að Vesturá í Engihlíðarhreppi.

1738-1739- Í eyði.

0. -1740-1741- Helgi Þorkelsson. – Brá búi. Helgi dó 19. febrúar 1766 í Holtastaðasókn.

-1745-1746- Í eyði.

0. -1751-1754 Guðmundur Gunnarsson og Guðrún Sæmundsdóttir. – Fóru búferlum að Hólabæ.

1754-1777 Í eyði.

0. 1777-1778 Jón Egilsson. – Fór búferlum að Gafli í Svínavatnshreppi.

0. 1778-1781 Arngrímur Ólafsson og Guðrún Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Gunnfríðarstöðum í Svínavatnshreppi.

1781-1783- Í eyði.

0. -1784-1785 Ketill Einarsson og Ingiríður Jónsdóttir. – Ketill dó 1785 eða 1786. Ingiríður brá búi, fór í húsmennsku að Hvammi á Laxárdal, reisti bú á Ytra-Hóli í Vindhælishreppi 1786.

0. 1785-1786 Helga Guðmundsdóttir, ekkja Jóns Oddasonar á Eiríksstöðum. – Helga giftist Bergþóri Jónssyni á Þorsteinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi, Skagafjarðarsýslu.

1786- Í eyði.