Þorvarður Árnason
lausamaður á Steiná, f. 20.júní 1887 á Barkarstöðum í Svartárdal, d. 20.júní 1975 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Árni Jónsson húsm. á Barkarstöðum og k.h. Sigríður Illugadóttir.
Þorvarður fór í fóstur að Strjúgsstöðum fárra mánaða gamall, í fóstri þar til 1901,vinnum. þar til 1913, eftir það var Þorvarður lausamaður og stutt í vistum. Lengst hjá Jóni Espólín Jakobssyni á Auðólfsstöðum. Um tíma var hann í Steinárgerði og lagfærði hluta af bænum þar og hafðist þar við að nafninu til í nokkur ár.Var þetta hús jafnan kallað Varðakofi. Lengst hafði hann heimili á Steiná og taldi sig þar ætíð til heimilis þó að hann væri löngum annars staðar. Þorvarður var verklaginn og hafði gott auga fyrir verklegum framkvæmdum, lengi vegavinnuverkstjóri víða um Húnavatnssýslu. Þorvarður var talsverður skapbrygðamaður, aðra stundina kátur og lék við hvern sinn fingur og hló hátt en aðra þungbúinn og niðurdreginn. Sérstaklega þoldi hann illa tilbreytingarleysi og fámenni, en best átti við hann ferðalög og snúnigar af ýmsu tagi, helst vildi hann vera þar sem margt var í heimili og gestakomur tíðar. Þorvarður var talinn bráðlaginn hestamaður, en sökum aðstöðuleysis og annara þátta gat hann aldrei notið sín á þeim vettfangi eins og efni stóðu til. Um 1940 fluttist hann fyrst til Blönduós og síðar til Reykjavíkur og vann í nokkur ár við innheimtustörf hjá Olíuverslun Íslands. Síðustu árin var hann á dvalarheimiliu Ási í Hveragerði en lést á Elliheimilinu Grund í Reykjavík. Þorvarður var ríflega meðalmaður á vöxt,grannur og snöggur í hreyfingum. Ljós yfirlitum , en rauðbirkin á hár og skegg. Greindarmaður og vel málifarinn. Lá hátt rómur og raddmaður töluverður.Kvað og söng þegar vel lá á honum, óþreytandi að spjalla við krakka og unglinga og virtist jafnan brá af honum þungu sinni þegar hann kom í þeirra hóp.
Barnsmóðir hans var Filippía Magnea Björnsdóttir f. 11.okt.1885 á Kambhóli í Eyjafirði, d. 29.sept.1969 á Blönduósi.
Foreldrar hennar voru Björn Jónsson sjóm. á Litla-Árskógssandi og k.h. Rósa Svanhildur Jónsdóttir.
Magnea ólst upp hjá foreldrum sínum fram um fermingu en fór þá í vistir. Um tvítugs aldur réðst hún vinnukona að Strjúgsstöðum í Langadal og var þar í 12 ár, eftir það var hún í Mjóadal og víðar í Bólstaðarhlíðarhreppi, en 1927 fluttist hún til Blönduós og var þar upp frá því. Magnea réðst til starfa á Sjúkrahúsinu og var það starfsvettfangur hennar upp frá því.
Börn þeirra Þorvarðar og Magneu voru:
Helgi f. 22. apríl 1906 á Strjúgsstöðum, d. 17.okt. 1978 í Reykjavík. Aðstoðarlyfjafæðingur við Laugarvegsapótek. K.h. Jakobína Kristín Arinbjarnar.
Hjalti f. 22.des. 1915 á Strjúgsstöðum, d. 12.apr. 1967 á Blönduósi. Ókvæmtur.
Ömmur barnsmóðir Þorvarðar var María Magnúsdóttir f. 21.des. 1898 á Syðri-Löngumýri, d. 19.des.1988 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Magnús Björnsson bóndi á Syðri-Löngumýri og k.h. Guðrún Arnljótsdóttir.
María ólst upp hjá foreldurm sínum á Syðri-Löngumýri og var hjá móður sinni eftir lát Magnúsar. Fluttist suður til Reykjavíkur með Sigurði bróður sínum 1943 og vann við heimilishjálp í Reykjavík í all mörg ár.
Börn þeirra Þorvarðar og Maríu voru:
Magnús f. 27.nóv.1928 á Syðri-Löngumýri d.28.nóv. sama ár
Guðrún f.27. nóv. 1928 á Syðri-Löngumýri d. 13.des. sama ár
Heimildir: Kirkjubækur, manntöl,Ættir Austur-Húnvetninga,Guðmundur í Hvammi (handrit), frásagnir heimildarmanna sem þekktu Þorvarð.
(SigBj)