Guðmundur Guðmundsson bóndi á Kúfastöðum. F. 7.janúar 1858 á Hóli í Svartárdal, d. 9.júní 1907 á Leifsstöðum í Svartárdal.
Foreldrar hans Guðmundur Jónsson bóndi í Hvammi í Svartárdal og k.h. Guðrún Árnadóttir.
Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum og vann að búi þeirra til 1890,nytjaði hluta af Fossum 1889-1890,húsmaður í Hvammi 1890-1891,bóndi á Kúfastöðum 1891-1899, á Leifsstöðum 1899- til æviloka.Guðmundur var tæplega meðalmaður á hæð og samsvaraði sér vel,Rauðleitur á hár,gráeygður og ljós yfirlitum. Fjörmaður, ráðagóður og hjálpsamur sveitungum sínum. Velgefinn og vinsæll en veiktist af krabbameini og lést á besta aldri frá konu og þremur dætrum.
Kona hans 30.okt. 1996 Guðríður Einarsdóttir f. 11. nóv.1858 í Vörum í Garði d. 1.mars 1940 á Fjósum í Svartárdal.
Foreldrar hennar voru Einar Pálsson bóndi og sjóm.á Kirkjubóli á Miðnesi og k.h. Rósa Þorgeirsdóttir. Guðríður ólst upp hjá foreldrum sínum, en fór í vistir fljótlega eftir fermingu.Lengst bústýra hjá Snorra Snorrasyni fyrst í Miðkoti á Hvalnessókn síðar í Suðurholti í Reykjavík. Húsfreyja á Kúfastöðum 1896-1899,á Leifsstöðum 1899 – 1908, bústýra á Brandsstöðum 1908-1910, húskona á Leifsstöðum 1910- 1915, á Skeggsstöðum 1915-1922, eftir það fylgdi hún Guðrúnu dóttur sinni og manni hennar Halldóri Jóhannessyni. Guðríður mun hafa komið norður í kaupavinnu og kynnst Guðmundi þar. Hún var myndar kona , í hærra meðallagi á vöxt, ákveðin og kjarkmikil.
Börn þeirra Guðmundar og Guðríðar voru:
Anna Guðrún f. 22.ág. 1897 á Kúfastöðum, d. 17.des. 1989 á Sjúkrahúsinu á Akireyri. M.h. Sigurgeir Jóhannsson bóndi á Arnstapa í Ljósavatnsskarði
Sigríður f. 22. ág. 1897 á Kúfastöðum, d. 4.des. 1985 í Reykjavík. M.h. Jón Jónsson múrari í Reykjavík
Guðrún f. 19.júlí 1900 á Leifsstöðum, d. 26.okt. 1984 á Blönduósi.M.h. Halldór Jóhannsson bóndi á Bergsstöðum í Svartárdal.
Barnsfaðir Guðríðar var Snorri Snorrason, f. 15.apríl 1842 í Nesjum í Hvalnessókn d. 24.okt. 1914 í Keflavík.
Foreldrar hans voru Snorri Snorrason bóndi og sjóm. í Nesjum í Hvalnessókn og k.h. Þorbjörg Jónsdóttir.
Snorri var bóndi í Klöpp á Miðnesi, bóndi og sjóm. í Miðkoti í Hvalnessókn,sjómaður í Suðurkoti í Reykjavík og síðast sjóm. Í Keflavík.
Barn Snorra og Guðríðar var:
Sigríður Þorbjörg f. 26.mars 1881 d. 27.des.1966. M.h. Ásbjörn Pálsson smiður í Sólheimum á Miðnesi.
Heimildir: Kirkjubækur, manntöl, Guðmiundur í Hvammi handrit Péturs Sigurðssonar, Mbl. 27.sept.1958 , frásagnir heimildarmanna.
(SigBj)