Danival Kristjánsson bóndi í Selhaga f. 15. feb. 1845 á Strjúgsstöðum í Langadal , d. 25. ág. 1925 á Hafsteinsstöðum á Langholti.
Foreldrar hans voru Kristján Guðmundsson bóndi á Strjúgsstöðum og k.h. María Guðmundsdóttir.
Kristján faðir Danivals, drukknaði í Blöndu áður en Danival fæddist og var hann tekin í fóstur af móðurbróðir sínum Daníval Guðmundssyni bónda á Vesturá í Laxárdal og k.h. Ingibjörgu Bjarnadóttur vorið 1845. Þar ólst hann upp og fermdist frá Vesturá með góðum vitnisburði, „ Kann og les dável, ráðvandur“
Smali á Sneis í Laxárdal 1860-1862, vinnupiltur á Strjúgsstöðum 1862-1863, vinnum. á Gunnsteinsstöðum í Langadal 1863-1867, í Gautsdal á Laxárdal 1867-1868, Blöndudalshólum í Blöndudal 1868-1870, Goðdölum í Vesturdal 1870-1877, bóndi á Egilsá í Norðurárdal 1877-1883,Reykjum í Tungusveit 1883-1892, Selhaga í Skörðum 1892-1901,Úlfagili í Laxárdal 1901-1903, Litla-Vatnsskarði 1903-1918, húsmaður á samast. 1918 -1919, hjá Brynjólfi syni sínum á Hafsteinsstöðum frá 1919 til æviloka.
Danival var tæplega meðalmaður á hæð, grannvaxinn og ekki þrekmikill, en skarpur til vinnu, einkum á yngri árum. Dökkur yfirlitum, augun svört og stingandi. Bar mikið alskegg en varð snemma sköllóttur. Afbragðs fjármaður og fjárglöggur. Vildi ætíið greiða úr vandræðum annara eftir bestu getu,gestrisin og greiðasmaur. Ölkær nokkuð og varð þá fornyrtur mjög. Glettin og gamansamur. Jafnan var Danival fátækur, enda ómegaðarmaður og gestagangur mikill, einkum á Litla-Vatnsarðsárum hans og ekki var ætlast til launa fyrir greiða. Hitt mun líka stundum hafa borið við, að gestir greiddu vel fyrir sig og skildu jafnvel eftir ýmsa vöru til búsþarfa. Danival var jarðsettur í Sauðárkrókskirkjugarði og var útför hans talin ein sú fjölmennasta sem þá hefði farið fram á Sauðárkróki.
Kona hans 15. ág. 1896 Jóhanna Jónsdóttir f. 30. okt. 1866 á Nautabúi í Lýtingsstaðahreppi, d. 6.júlí 1931 á Sauðárkróki.
Foreldrar hennar voru: Jón Jónsson bóndi á Nautabúi og síðar í Merkigarði og k.h. Ingigerður Pétrusdóttir.
Jóhanna ólst upp hjá foreldrum sínum. Vinnuk. í Héraðasdal í Dalsplássi 1880 -1888, vinnuk. á Reykjum í Tungusveit 1888-1892, ráðskona og síðar húsfreyja í Selhaga í Skörðum, húsfreyja á Úlafgili á Laxárdal og lengst á Litla-Vatnsskarði. Síðast á Sauðárkróki hjá Sólveigu dóttur sinni.
Jóhanna var nokkuð há vexti og þrekin, þótti mjög myndarleg kona, ljós yfirlitum með mikið glóbjart hár. Glaðlind og söngelsk. Gestrisin og greiðasöm.Hæglát en var föst fyrir og hélt fram sinni skoðun við hvern sem var. Kom oft fyrir, að hún vakti næturlangt við að þurka og lagfæra föt og fótabúnað næturgesta.
Börn þeirra Danivals voru:
Sólveig f. 25. nóv 1890 á Reykjum í Tungusveit, d. 5.júlí 1972 í Keflavík. M.h. Páll Friðriksson múrarameistari á Sauðárkróki.
Danival f. 13. nóv. 1893 á Reykjum í Tungusveit, d. 6. Júní 1961 í Keflavík. Bóndi á Litla-Vatnsskarði síðar kaupmaður í Keflavík. F k h. Sturlina Guðmundsdóttir, s k h. Ólína Guðmundsdóttir.
Ingigerður f. 22.júlí 1895 í Selhaga, d. 15.maí 1975 í Reykjavík. F m h. Torfi Guðmundsson kaupfélagssjóri í Norðurfirði á Ströndum, s m h. Guðmundur Bæringsson skipstjóri í Reykjavík
Brynjólfur f. 17.júní 1897 í Selhaga , d. 14. sept. 1972 á Sauðárkróki. Verkam. á Sauðárkróki. K.h Emilía Lárusdóttir
Sigurjón f. 29.okt. 1900 í Selhaga d. 15.ág. 1958 í Þrastarskógi í Grímsnesi. Framkvæmarsstj. Í Reykjavík. K h. Sólveig Lúðvíksdóttir
Kristín f. 3. maí 1905 á Litla-Vatnsskarði, d. 9. nóv. 1997 í Keflavík. M h. Pétur Lárusson bóndi á Steini á Reykjaströnd síðar búsettur í Keflavík.
Halldóra f. 9. ág. 1909 á Litla- Vatnsskarði, d. 7. mars 1999 í Reykjavík. Verkak. Í Reykjavík. F m. Guðmundur Guðmundsson s m. Páll Einarsson
Ingibjörg Salome f. 29.des 1913 á Litla-Vatnsskarði d. 21.okt. 2004 í Reyjavík. Húsfreyja í Ytri-Njarðvík. M h. Guðmundur Stefánsson vélstjóri.
Barnsmóðir Danivals og sambýliskona um skeið var, Ingibjörg Guðmundsdóttir f. 9. nóv. 1833 á Ábæ í Austurdal d. 17.júní 1924 á Sauðárkróki.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson bóndi í Ábæ og f k h. Valgerður Guðmundsdóttir.
Ingibjörg var ekkja eftir Baldvin Sveinsson bónda á Ytri-Kotum og síðar á Egilsá. Við frá fall Baldvins hóf Danival búskap á Egilsá og gerðist Ingibjörg ráðskona hjá honum. Hún fylgdi Danival síðan í búskap hans á Reykjum og eins fyrstu árin í Selhaga, en hrökklaðist af heimilinu þegar þau Jóhanna og Danival hófu sambúð.
Börn Ingibjargar og Danivals voru:
María f. 27.sept. 1977 á Egilsá, d. 15.nóv. 1960 í Reykjavík. Óg. og barnl.
Ingibjörg f.18. maí 1879 Egilsá, d. 18.júní 1954 í Reykjavík. M.h. Samúel Guðmundsson múrarameistari í Reykjavík.
Börn Baldvins Sveinssonar og Ingibjargar voru:
Björg f. 1864 d. 5.des. 1874
Rósanna f. 25.apríl 1874 á Egilsá d. 15. des. 1948 á Sauðárkróki. M h. Þorvaldur Sveinsson verkam. og sjóm. á Sauðárkróki.
Heimildir. Kirkjubækur og manntöl. Skagfirskar æviskr. 1890-1910 annað og fjórða bindi. Minningar og lífssýn ævisaga Björgvins Brynjólfssonar, Víkurfréttir 28.okt. 2004, Faxi 5.tölubl. 1997,Faxi 4.tölubl. 1993, Frásögn Emilíu Lárusdóttur í Árbæ á Sauðárkróki.
(SigBj)