Þorlákur Friðrik Oddsson bóndi í Ytra-Tungukoti

Þorlákur Friðrik Oddsson bóndi í Ytra-Tungukoti, f.20. ág. 1857 í Nýjabæ í Reykjavík, d. 31.maí 1914 í Oddakoti á Rangárvöllum.

Foreldrar hans voru Oddur Oddsson bóndi á Kleppi við Reykjavík, síðar í Melsbæ í Reykjavík og k.h. Friðrikka Þorláksdóttir.

Þorlákur ólst upp hjá foreldrum sínum fram að 11 ára aldri en fór þá í fóstur til hjónanna Einars Jónssonar og Oddrúnar Oddsdóttur á Efrahrepp í Skorradal síðar á Litlaskarði í Stafholtstungum. Fermdist frá foreldrum sínum með ágætum vitnisburði.Daglaunamaður og sjómaður í Melsbæ í Reykjavík 1880. Fór á sumrum kaupamaður norður í Húnavatnssýslu og kynntist þar Ingigerði Helgadóttur á Svínavatni og fluttist alfarið norður. Húsmaður á Kárastöðum á Ásum 1881-1882,á Kagaðarhóli 1882-1883, bóndi á Gunnfríðarstöðum á Bakásum 1883-1885, í Giljárseli á Sauðadal 1885-1887, á Litlu-Gljá 1887-1888, aftur á Kárastöðum 1888-1901, í Ytra-Tungukoti 1901-1907, húsmaður þar 1907-1910,bóndi í Holtastaðareit á Ásum 1910-1911 en fluttist þá til Reykjavíkur og settust að á Skólavörðustíg 4b. Haustið 1913 réð Þorlákur sig vetrarmann í Oddakot á Rangárvöllum. Þar lést hann í maílok vorið eftir og er jarðsettur í Voðmúlastaðakirkjugarði. Þorlákur ólst upp við erfið kjör, foreldrar hans voru barnbörg og lengstum sárfátæk. Þorlákur var oftast í þröngu jarðnæði og búnaðist að mörgu leiti heldur illa, enda fremur þungur til vinnu og því mun hann hafa skort nokkuð á þá hörku og úthald sem þurfti til að rífa sig upp úr fátækt til bjargálna. Var því oft þröngt í búi og aðstæður á margan hátt örðugar . Þorlákur var meðalmaður á hæð, grannvaxinn og enginn burðamaður. Talinn allvel gefinn og fróðleiksfús. Heldur fálátur heima fyrir en gat verið skarfhreyfinn við gesti. Nokkurð bráðlyndur en fljótur til sátta.

Kona hans 11.sept. 1881 Ingigerður Ingibjörg Helgadóttir f. 6.júní 1848 á Eiðsstöðum í Blöndudal d. 6.apríl 1913 í Reykjavík.

Foreldrar hennar voru Helgi Benediktsson bóndi á Eiðsstöðum og síðar á Svínavatni, og f.k.h. Ingibjörg Arnórsdóttir.

Ingigerður ólst upp hjá foreldrum sínum og vann að búi þeirra fram á fullorðins ár. Vinnukona í Sólheimum við Svínavatn 1870,á Neðra Núpi í Miðfirði 1880. Eftir að leiðir þeirra Þorláks lágu saman fylgdi hún honum til æviloka. Þegar til Reykjavíkur kom var hún farin að heilsu og kröftum. Ingiríður var velgefin, skapkona talsverð , prýðilega vel hagmælt en fór mjög dult með. Var almennt talið að, meira hefði búið hvílt á hennar herðum en eiginmanns hennar. Mjög féll henni þungt að þurfa að láta frá sér börn þeirra Þorláks til vandalausra, vegna fátæktar og erfiðra heimilisaðstæðna.

Börn þeirra voru:

Ingibjörg Margrét f. 16. mars 1884 á Gunnfríðarstöðum. Vinnuk. í Þverárdal 1901.

Soffía Sigurlaug f. 6.apríl 1885 á Gunnfríðarstöðum , d. 9.nóv. 1907 í Ytra-Tungukoti. Ógift og barnlaus.

Friðrikka Guðrún f. 11.des 1886 í Giljárseli d. 18.apríl 1973 í Reykjavík. Húsfreyja í Ytra-Tungukoti, Mosfelli í Svínadal, Blönduósi og síðast í Reykjavík. M.h. Benedikt Helgason.

Helgi Guðmundur f. 31.mars 1888 á Litlu-Giljá d. 6.maí 1925 á Eskifirði. Vinnumaður í Laugarnesi við Reykjavík, ráðsmaður við Kleppsspítala og síðast kaupmaður á Eskifirði. K.h. Vilborg Árnadóttir.

Elínborg Kristín f. 29.sept 1891 á Kárastöðum, d. 11.jan 1945 á Eskifirði. Húsfreyja á Eskifirði. M.h. Friðrik Árnason hreppsstjóri á Eskifirði.

Heimildir: Kirkjubækur og manntöl, Borgfirskar æviskrár, Húnavaka 1978, Árni í Hólminum – Ævisaga Árna Helgasonar í Stykkishólmi, Morgunbl. 22-06-2015,

(SigBj)