Árni Ólafsson bóndi á Skottastöðum

Árni Ólafsson bóndi á Skottastöðum, f. 7.jan. 1864 á Ytra-Þverfelli á Laxárdal d. 27.júní á Skottastöðum í Svartárdal.

Foreldrar hans Ólafur Árnason bóndi á Ytra-Þverfelli og síðar á Skottastöðum og k.h. Rósa Halldórsdóttir

Árni ólst upp hjá foreldrum sínum, fermdur frá þeim með heldur laklegum vitnisburði. Ekki er mjög takandi mark á þeirri umsögn. Árni reyndist hinn nýtasti maður og vellátinn. Vinnupiltur á Eiríksstöðum 1881-1882, vinnum. á Bergsstöðum 1882-1884, á Geitabóli á Sauðadal 1884-, í Rugludal 1890, leijandi á Skottastöðum 1901,bóndi þar 1908-1918.

Árni var meinleysismaður og kom sér vel. Óáleitinn og friðsamur. Lávaxinn, grannur og enginn burðamaður. Ekki áhlaupamaður við verk, en vannst vel. Gat verið látið nokkuð drjúglega yfir sér og sínum verkum lá þá hátt rómur og talaði með áhreslum. Hafði ætíð lítið bú og fáar skeppnur en komst vel af og taldi sig ekki þurfa að leita til annara um ráð eða aðstoð. Árni var ókvæmtur og barnlaus.

Heimildir: Manntöl og kirkjubækur,Guðmundur í Hvammi (handrit)

(SigBj)