Kristmundur Líndal Jónsson bóndi á Auðólfsstöðum

Kristmundur Líndal Jónsson bóndi á Auðólfsstöðum í Langadal, f. 11.júní 1867 í Auðunnarstaðakoti í Víðidal, d. 16.feb. 1910 á Blönduósi

Foreldrar Jón Þórðarson bóndi á Auðólfsstöðum og k.h. Guðrún Kristmundsdóttir.

Kristmundur ólst upp hjá foreldrum sínum og vann að búi þeirra. Eftir lát föður hans var hann ráðsmaður hjá móður sinni á Auðólfsstöðum 1883-1895,bóndi á Auðólfsstöðum 1895-1898, húsmaður á sama stað 1898- 1900,vinnumaður á Geitaskarði 1900-1901, á Kagaðarhóli 1901- 1902,á Másstöðum í Vatnsdal 1902-1906,húsmaður á Hjallalandi í Vatnsdal 1906-1907,á Másstöðum 1907-1908, verkamaður á Blönduósi 1908- æviloka´.

Kona hans 4.jan. 1907 Ólafía María Guðmundsdóttir f. 9.sept 1877 á Óspakseyri í Bitru, d. 23. Júlí 1954 á Blönduósi.

Forekdrar hennar voru Guðmundur Ólafsson sjómaður í Þernuvík við Ögur og k.h. Andrea Guðrún Jónsdóttir.

María missti móður sína þegar hún var á tíunda ári og ólst upp á vegum föður síns eftir það. Var í fóstri á Hamri í Ísafjarðardjúpi, vinnukona á Melgraseyri í Djúpi 1895-1899, á Þingeyrum í Húnavatnssýslu 1899-1901, á Kagaðarhóli á Ásum 1901-1903, Guðlaugsstöðum í Blöndudal 1903-1904, vinnuk. á Másstöðum í Vatnsdal 1904-1906,húskona á Hjallalandi í Vatnsdal 1906-1907, á Másstöðum 1907-1908, fluttist þá til Blönduós. Eftir lát Kristmundar var hún verkakona á Blönduósi. Á seinni árum hennar fór hún á haustin til Akranes, og var þar hjá Kristínu dóttur sinni yfir veturinn, en á Blönduósi á sumrin.

Börn Kristmundar og María voru:

Guðjón f. 31. mars 1907 á Hjallalandi, d. 22.des. 1995 á Blönduósi. Lengi vinnumaður í Hvammi í Vatnsdal. Ókv. og barnl.

Andrea Kristín f. 13.okt.1908 á Másstöðum d. 25.nóv. 1992. Húsm.á Blönduósi,síðar á Akaranesi. Síðast búsett í Reykjavík. M.h. Árni Sigurðsson bílstjóri á Blönduósi.

Elínborg Margrét 10.okt. 1909 á Blönduósi , d. 15.jan 1996 á Blönduósi. Vann lengst hjá Pósinum í Reykjavík en rak jafnframt bú á eigarjörð sinni Kjalarlandi við Skagasrönd.Ógift og barnl.