Bjarni Bjarnason bóndi í Kóngsgarði

Bjarni Bjarnason bóndi í Kóngsgarði f. 30.okt. 1820 í Hindisvík á Vatnsnesi d. 23.mars 1868 í Bergsstaðasókn. Foreldrar Bjarni Þórarinsson bóndi í Hindisvík og k.h. Agnes Magnúsdóttir .

Bjarni ólst upp hjá foreldrum sínum og fermdist frá þeim. Smali í Böðvarshólum í Vesturhópi 1833, í Saurbæ á Vatnsnesi 1835-1837, vinnumaður í Auðunnarstaðakoti í Víðidal

1837-1840, í Víðidalstungu 1840-1846, Litluhlíð í Víðidal 1846-1849, Öxnatungu 1849-1850,Kolugili 1850-1851,Miðhópi 1851- 1854, Hjallalandi í Vatnsdal 1854-1855,Litlu-Giljá 1855-1856,

Þingeyrum 1856-1859,Hnjúki í Vatnsdal 1859-1860, Gröf í Víðidal 1860-1861, Stóradal í Svínavatnshreppi 1861-1865, bóndi í Kóngsgarði 1865- dauðadags.Varð að líkindum bráðkvaddur á ferðalagi.

Bjarni hefur verið samhaldssamur og efnast á vinnumansárum sínum, því að hann hefur keypt Kóngsgarð þegar hann er vinnumaður í Stóradal og átt jörðina skuldlausa þegar hann fellur frá. Bjarni hefur líklega strax

og hann eignast Kóngsgarð verið umsvifa mikill, því að hann leggur fram á manntalsþingi í Bólstaðarhlíð 21.maí 1864, skjal þar sem hann bannar öllum að sleppa afréttarpeningi í Lækjarhlíð og annarsstaðar í Kóngsskarðsland.

Skuldlaust dánarbú hans var virt á 846 ríkisdali, sem var talsvert meira en algengt var.

Kona hans, 25.ág. 1864, Guðrún Jónsdóttir f. 1.mars 1832 á Kárastöðum á Ásum, d. eftir 1877. Foreldrar hennar Jón Jónsson bóndi á Kárastöðum og k.h. Guðrún Jónsdóttir.

Guðrún ólst upp á Kárastöðum til 11 ára aldurs, en þá dó faðir hennar og þær mæðgur fluttust að Hrauni á Skaga. Guðrún er á Sviðningi 1842 eða lengur, léttastúlka á Spákonufelli 1845,vinnukona á Björgum á Skaga 1850, Núpi í Laxárdal 1853-1854,Kirkjuskarði 1855-1859, Yðstagili í Langadal 1859-1860, Síðu á Refasveit 1860-1862, Þverárdal 1862-1863,Stóradal í Svínavatnshreppi 1863-1865,húsfreyja í Kóngsgarði 1865-1868,húskona á Skottastöðum 1868-1870,Búandi í Mjóadal á Laxárdal 1870-1871,

Vinnukona í Hvarfi í Víðidal 1871 eða lengur, á Stóru-Ásgeirsá 1877. Eftir það hefur ekki tekist að rekja feril Guðrúnar.

Börn þeirra:

Jón Þórarinn f. 12.jan 1866, bóndi á Flatnefsstöðum og Þernumýri

Helgi Frímann f. 28.maí 1867, skósmiður í Hafnarfirði.

Heimildir. Kirkjubækur,sóknarmannatöl,skiftabók Húnavatnssýslu,dómabók Húnavatnssýslu 1864.

(SigBj)