Guðmundur Sigurðsson bóndi í Vatnshlíð. F.10.mars 1845 á Reykjum á Reykjabraut, d. 26.maí 1919 í Vatnshlíð á Skörðum.
Foreldrar Sigurður Sigurðsson bóndi á Reykjum á Reykjabraut og f.k.h. Ingibjörg Guðmundsdóttir.
Guðmundur missti móður sína þegar hann var á öðru ári og ólst upp hjá föður sínum og s.k.h. Þorbjörgu Árnadóttur og fermdist frá þeim með góðum vitnisburði. Vinnumaður á Víðimýri í Skagafirði 1863-1868, í Syðri Mjóadal á Laxárdal 1868-1870, í Þverárdal 1870-1871, húsmaður í Vatnshlíð 1876- 1880, bóndi í Vatnshlíð 1880 til æviloka. Guðmundur var bráðgreindur maður, harðskarpur til vinnu enda lengi með stórbú.Einstök snyrtimennska var í Vatnshlíð og gekk hann ríkt eftir að öllum hlutum væri hagað eins og hann lagði fyrir. Orðhvatur nokkuð og lá hátt rómur. Lét engan eiga hjá sér í orðum, en leitaði ekki á menn að fyrra bragði. Hjúasæl voru þau hjón og dæmi um að sama fólkið væri hjá þeim í fjölda ára. Guðmundur fór vel með skepnur sínar og var til þess tekið að hann lagði alltaf léttari bagga á hesta sína en almennt gerðist, voru hestar hans þó ætíð kappaldir.
Kona hans 25.júlí 1876 Lilja Þuríður Stefánsdóttir f. 20.jan 1851 á Grófargili í Skagafirði, d.16.okt. 1938 á Sauðárkróki.
Foreldrar hennar voru Stefán Einarsson bóndi á Grófargili og síðar í Vatnshlíð og k.h. Lilja Kristín Jónsdóttir. Þuríður ólst upp hjá foreldrum sínum í Vatnshlíð og vann að búi þeirra þar til hún giftist Guðmundi. Eftir lát hans fluttist hún til Sauðárkróks og lést þar í hárri elli.
Börn þeirra voru:
Ágústína Ingibjörg f. 14.ágúst 1876 í Vatnshlíð d. 6.feb.1877 á samast.
Stefanía Lilja f. 14.ágúst 1876 í Vatnshlíð d. 2.júní 1950 á Sauðárkróki. Maður hennar Hjálmar Sigurðsson bóndi og söðlasmiður í Stafni í Svartárdal.
Sigurður f. 6.feb. 1884 í Vatnshlíð d. 11.feb. sama ár
Pétur f. 14.apríl 1887 í Vatnshlíð d. 19.mars 1987. Bóndi í Vatnshlíð, síðar búsettur á Sauðárkróki. Kona hans Herdís Grímsdóttir
Heimildir: Manntöl,kirkjubækur og frásgnir heimildarmanna.
(Sig.Bj.)