Eyjólfur Hansson bóndi í Stafni í Svartárdal

Eyjólfur Hansson bóndi í Stafni í Svartárdal, f. 8.feb. 1841 í Selhaga í Skörðum, d. 7.júní 1908 í Stafni í Svartárdal.

Foreldrar hans voru Guðvarður Hallsson bóndi í Selhaga og sambýliskona hans Kristjana Ólafsdóttir.

Eyjólfur ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst í Selhaga en síðar í Holtskoti og Hrólfsstöðim í Blönduhlíð. Bóndi á Hrólfsstöðum 1866 – 1867, lausamaður í Húsey í Hólmi 1868 –, bóndi í Efra-Lýtingsstaðakoti 1874 – 1876, í Valadal á Skörðum 1876- 1891, Brekku hjá Víðimýri 1891- 1892, Stafni í Svartárdal 1892 til æviloka. Eyjólfur var bráðgreindur og mjög námfús og áhugasamur um bókleg fræði, en naut engrar uppfræðslu. Talinn nokkuð sérlunda, einkum á síðustu árum hans. Aflaði sér af sjálfstáðum talsverðar fræðslu. Skipaður hreppsstjóri Seyluhrepps 1881 og var það í 11 ár, hreppsnefndaroddviti frá 1883- 1888 og sýslunefndarmaður 1887 – 1892. Hann hafði óskorað traust sveitunga sinna til trúnaðarstarfa, enda samviskusamur og vann öll störf í almannaþágu af skyldurækni. Eyjólfur var ætíð með talsvert bú, einkum á Valadalsárunum. Eftir að Eyjólfur keypti Stafn, komst hann í fjárþröng, ásamt því að heilsu hans hnignaði. Svo fór að hann varð að selja hluta af jörðinni, svo nefndar Háutungur, til Lýtingsstaðahrepps sem upprekstrarland.

Fyrri kona 28.maí 1874, Herdís Eiríksdóttir f. 1846 (fæðingardagur og staður hefur ekki fundist) d. 1878 í Efra Lýtingsstaðakoti

Foreldrar hennar voru Eiríkur Eiríksson bóndi í Djúpadal í Blönduhlíð og barnsmóðir hans Sigurbjörg Skúladóttir frá Ögmundarstöðum.

Herdís var í fóstri á Hellulandi í Hegranesi 1850, léttastúlka á Stórabúrfelli í Svínavatnshreppi 1860, vinnuk. í Efra-Lýtingsstaðakoti 1870. Húsfreyja þar 1874-1876. Herdís var lengstum heilsuveil.

Þau Eyjólfur voru barnlaus.

Dóttir Herdísar og Björns Schram bónda á Róðhóli í Sléttuhlíð var

Margrét f. 27.júní 1867 í Efra – Lýtingsstaðakoti d. á Starrastöðum 26.ág. 1923 S.k. Ólafs Sveinssonar bónda á Starrastöðum.

Margrét var kjördóttir Eyjólfs og var skrifuð Eyjólfsdóttir.

Seinni kona Eyjólfs 28.maí 1880 var Guðrún Jónsdóttir f. 12.maí 1831 á Bakka í Fljótum, d. 8.maí 1913 í Stafni í Svartárdal

Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi á Bakka í Fljótum og k.h. Halldóra Sumarliðadóttir.

Þau barnlaus.

Fóstursynir Eyjólfs og Guðrúnar voru

Jón Jóhannsson f. 2.júlí 1871 d. 1939. Systursonur Guðrúnar konu Eyjólfs. Lengst af vinnumaður hjá Sigurði Guðmundssyni í Hvammi í Svartárdal.Kona Jóns var Ingibjörg Gísladóttir

Sigfús Ferdinant Eyjólfssaon f, 14.ág. 1878 d. 25.júní 1956. Bóndi í Blöndudalshólum í Blöndudal og Eiríksstöðum í Svartárdal. K.h. Kristvina Kristvinsdóttir.

Ólafur Jónsson f. 28.júní 1884 d. 12.júní 1970. Fluttist ungur austur á Neskaupstað og var búsettur þar.

Heimildir. Kirkjubækur og manntöl, Skagfirskar æviskrár 1890-1910 1.bindi, Norðurland 13.tbl 1908,

(SigBj)