Ágúst Jónsson bóndi Skottastöðum

Ágúst Jónsson bóndi á Skottastöðum, f. 4. ág . 1862 í Sörlatungu í Hörgárdal, d. 4.des. 1934 í Lundar í Manitoba.

Foreldrar hans voru, Jón Bjarnason bóndi í Sörlatungu og síðar á Eiríksstöðum í Svartárdal, og f.k.h. Anna Soffía Manasesdóttir.

Ágúst ólst upp hjá foreldrum sínum, vinnum. hjá þeim á Eiríksstöðum 1879-1882, bóndi á Eiríksstöðum 1882-1884, á Skottastöðum í Svartárdal 1884-1887, flutti þá til Vesturheims og settist að í Hallsonbyggð í N-Dakota í Bandaríkjunum og bjó þar í 10 ár. Þegar Hallsonbyggðin lagðist af, flutti hann með fjölskyldu sína til Lundar í Manitoba í Kanada og bjó í Álftavatnsbyggð þar, upp frá því. Harðindaárin frá 1880-1890 voru mörgum þung í skauti og sérstaklega barnmörgum fjölskyldum. Ágúst og Margrét brugðu því búi á Skottastöðum og flutt vestur um haf. Þar vegnaði þeim all vel, einkum eftir að þau fluttu til Manitoba, þrátt fyrir stóra fjölskyldu en þau eignuðust alls 12 börn. Ágúst var hirðusamur og hinn mesti regulaður í hvívetna. Hælátur og áreiðanlegur í öllum viðskiftum. Lengst af bjó hann góðu búi, en hafði dregið það allmjög saman á seinni árum.

Kona Ágústar 21.okt. 1882, var Margrét Engilráð Árnadóttir f. 9.des.1854 á Torfustöðum í Svartárdal, d. 4. maí 1938 í Lundar Manitoba.

Foreldrar hennar voru Árni Sigurðsson bóndi og smiður á Torfustöðum í Svartárdal og k.h. Þorbjörg Guðmundsdóttir. Margrét ólst upp hjá foreldrum sínum á Torfustöðum, búandi á hluta af Eiríksstöðum 1881-1882, húsfreyja á sama st. 1882-1884, á Skottastöðum 1884-1887, í Hallsonbyggð í N-Dakota 1887-1897, eftir það í Álftavatnsbyggð í Lundar Manitoba. Margrét var dugnaðarforkur og vel gefin. Stóð fyrir búi móður sinnar á Eiríksstöðum um skeið og taldist þar búandi í eitt ár. Það má segja að búskaparár þeirra Ágústar á Íslandi hafi að mörgu verið erfið. Harðindi og lélgt jarðnæði ásamt því að margir í kringum þau höfðu í hyggju að flytjast vestur eða voru farnir þangað ýttu á eftir þeirri ákvörðun að fara líka. Einkar falleg minningarorð um Margréti birtust í Lögbergi 59. tölbl. 1938.

Börn þeirra Ágústar og Margrétar voru:

Valgerður f. 11.júní 1883 á Eiríksstöðum , d. 1928 í Lundar

Margrét Soffía f. 7. ág. á Skottastöðum d. 1924 í Lundar

Jón Árni f. 7. ág. 1885 á Skottastöðum bóndi í Siglunesbyggð í Manitoba. Áður hermaður í Kanadíska hernum. K.h. Margrét Björnsdóttir

Bjarni f. 30. ág. 1886 á Skottastöðum dó ungur, líkl. Í Hallson

Matthías Ástvaldur f. 1888 í Hallsson búsettur í Winnipeg k.h. Hrefna Magnúsdóttir

Þorbjörg f. 1890 í Hallson búsett í Rossland B.C. Tók upp nafnið Mary Armishaw.

Hólmfríður f. í Hallson, dó ung

Þórunn Sigríður f í Hallson dó ung

Málfríður f í Lundar dó ung

Friðrik Valdemar f. 1898 í Lundar. Búsettur í White Rock í B.C.

Alexander Archibald f. 1897 Lundar, d. 25.jan .1973. Síðast búsettur í New Westminster í B.C. .K.h. Olga Guðjónsdóttir

Lárus Þórrinn f. í Lundar búsettur þar.Trésmiður.K.h. Ólöf Steinsdóttir

Heimildir: Kirkjubækur,Manntöl, Ljósmæðratal,Saga Íslendinga í Vesturheimi 4.bindi, Lögberg/Heimskringla, Almanak Ólafs S Thorgeirssonar.

(SigBj)