Bjarni Ólafsson bóndi og smiður í Stafni

Bjarni Ólafsson. F. 26.sept. 1826 á Eiðsstöðum í Blöndudal. D. 19.okt 1897 á Torfustöðum í Svartárdal. Foreldrar Ólafur Jónsson bóndi á Eiðsstöðum og k.h Sigurbjörg Tómasdóttir. Bjarni ólst upp hjá foreldrum sínum á Eiðsstöðum og vann að búi þeirra til 1847,vinnumaður á Guðlaugsstöðum í Blöndudal 1847-1854,á Æsustöðim í Langadal 1854-1856,aftur á Eiðsstöðim 1856-1858 og í Stafni í Svartárdal 1858-1859.Bóndi í Stafni 1859-1892, fluttist þá að Torfustöðum til Hólmfríðar dóttur sinnar og manns hennar Sigvalda Björnssonar. Bjarni var lágvaxinn, þrekinn og hraustmenni mikið,breiðleitur og herðamikill, dökkur á hár og skegg. Ævinlega glaður í bragði, hægur í fasi, vel vitiborinn, orðheppinn og meinháðskur ef hann vildi það við hafa.Vínhneigður og sást þá stundum ekki fyrir.Engin dæmi voru til þess að Bjarni ætti í illdeilum við aðra og öllum var vel til hans.Bjarni og Margrét hafðu alltaf ríflegt meðalbú,gátu jafnan valið úr vinnufólki þó að vinnuergja þætti allmikil í Stafni. Smiður mikill bæði á tré og járn, vann að smíði flesta daga og kom lítið að skepnuhirðingu eða heyvinnu enda ólaginn sláttumaður og helst að hann gengi að heybindingu ef að mikið lá við. Talinn allvel efnum búinn og féfastur nokkuð. Bjarni keypti hluta af Stafni 1859 og eignaðist síðar alla jörðina. Kona hans 15.ág. 1858. Margrét f. 12 júní 1833 í Stafni, d.5.feb. 1922 á Skeggsstöðum í Svartárdal. Foreldrar hennar voru: Jón eldri Sigurðsson bóndi í Stafni og barnsmóðir hans,Guðbjörg Árnadóttir frá Hóli í Svartárdal. Margrét ólst upp hjá föður sín í Stafni, var þar vinnukona þar til að hún giftist Bjarna,húskona á Torfustöðum 1892,í Gilhaga í Skagafirði 1892-1896, hjá Kristínu dóttur sinni á Sauðárkróki 1896-1904, eftir það á Skeggsstöðum í Svartárdal. Margrét var gáfukona,skörungur að allri gerð, réð öllu á heimilinu bæði ljóst og leynt. Fór í kaupstaðarferðir og sá um allt annað sem að heimilinu snéri. Fannst oft á Margréti að henni þótti Bjarni vera heldur afskiftalítill og óframfærinn. Margrét seldi lengi veitingar við Stafnsrétt og eins efir það að hún var flutt burt frá Stafni. og hafði hún þar talsverðan aga á, þó ærið sukksamt yrði við réttina.Margrét var allhá vexti, en varð snemma lotin í herðum, fremur stórskorin í andlit,brúnamikil ig hvasseygð, gránaði snemma á hár. Um Margréti má lesa í bókinni Hlynir og hreggviðir. Börn þeirra Bjarna og Margrétar voru:

Margrét Sigurbjörg f. 4.sept.1859 d. 15.mars 1924 í Alberta í Kanada. Giftist Jónasi Jónssyni frá Rugludal, fluttust vestur til Kanada 1883

Hólmfríður f. 25.júlí 1862 d. 19.mars 1926. Gift Sigvalda Björnssyni bónda á Skeggsstöðum.

Jón Stefán f. 15.júlí 1867 d. 2.júní 1873

Kristín f. 9.des. 1869 d. eftir 1922 í Selkirk Kanada. Maður hennar Hinrik Árnason.

Heimildir: Kirkjubækur Bergsstaðakirkju,Manntöl, Hlynir og hreggviðir, Steinárætt, (handrit), Hlíðhreppingar, (handrit) Sagnir fólks sem þekktu Bjarna og Margréti.

(Sig.Bj)