Bjarni Árnason bóndi á Gili í Svartárdal og síðar í Vesturheimi, f. 12.jan. 1850 á Torfustöðum í Svartárdal, d. 28.okt. 1897 í Pembina í N-Dakota.
Foreldrar hans voru: Árni Sigurðsson bóndi og smiður á Torfustöðum og k.h. Þorbjörg Guðmundsdóttir.
Bjarni ólst upp hjá foreldrum sínum á Torfustöðum, vinnum. á búi þeirra til 1871,húsmaður á Kúfastöðum í Svartárdal 1871-1872, fluttur suður á Álftanes, vinnum. á Breiðabólsstað á Álftanesi – 1876, vinnum. á Torfustöðum 1876-1877,á Gili í Svartárdal 1877-1879,á Bergsstöðum í Svartárdal 1879-1880, húsm. á Torfustöðum 1880-1881,á Eiríksstöðum í Svartárdal 1881-1882,vinnum. á Gili 1882-1884, bóndi á Gili 1884-1885,í Steinárgerði 1885-1886, Bergsstöðum 1886-1887. Flutti þá vestur um haf og settist að í Pembina í N-Dakota. Margt varð Bjarna og Ástu til erfiðleika á búskaparárum þeirra hér, ósætti við Jósafat tengdaföður Bjarna, varð til þess að þau fóru búferlum frá Gili. Við bættist ein verstu harðindaár aldarinnar. Þegar þau flytja frá Steinárgerði voru þau sárfátæk og lítið annað framundan en áframhaldandi örbyrgð. Eftir að vestur kom,virðist þeim hafa vegnað all vel.
Kona Bjarna 22.okt. 1883, Ásta Sólveig Jósafatsdóttir f. 15.apríl 1862 í Strjúgsstöðum í Langadal, d. 12. ág. í Limerck í Saskatchewan í Kanada.
Foreldrar hennar voru Jóasafat Sigvaldason bóndi á Strjúgsstöðum og síðar á Gili í Svartárdal og ráðsk. hans Ragnheiður Stefánsdóttir.
Ragnheiður lést af barnsfarasótt tveim dögum eftir að Ásta fæddist og ólst hún upp á vegum föður síns og konu hans Guðnýjar Guðlaugsdóttur. Vann að búi þeirra þar til hún giftist Bjarna. Húsfreyja á Gili 1884-1885, í Steinárgerði 1885-1886,á Bergsstöðum 1886-1887 en fluttist þá vestur um haf og settist að í Pembina í N-Dakota. Á efri árum fluttist hún til í Limerck í Saskatchewan í Kanada, til Guðnýjar dóttur sinnar. Ásta var fríðleiks og gáfukona. Stjórnsöm og hjálpfús og lagði mörgum lið þó að efnin væru lítil. Hún var ætíð hress og glaðleg í viðmóti og lét ekki mótlæti beyja sig.
Börn þeirra Bjarna og Ástu voru:
Ragnheiður Guðný f. 19.sept. 1884 á Gili. M.h. Sigurður Sigurðsson
Hólmfríður f. 14.jan. 1886 í Steinárgerði.M.h. Edwrds Simons
Frímann f. 31.ág. 1891 í Pembina, d. 11.apr.1946. Vélstjóri í Winnepeg .K.h. Rósa Gunnlaugsdóttir
Sigríður f. 1893 í Pembina. M.h. Chas Blouin.
Barnsmóðir og sambýliskona Bjarna Árnasonar um skeið, var,
Björg Benjamínsdóttir f. 21.nóv.1839 í Skyttudal á Laxárdal d. 23. mars 1909 í Hvammi í Svartárdal.
Foreldrar hennar voru Benjamín Sveinsson bóndi í Skyttudal og k.h. Guðríður Guðmundsdóttir.
Björg missti föður sinn þegar hún var á fimmta ári og ólst upp með móður sinni, er á Skeggsstöðum í Svartárdal 1850, á Víðimýri í Skagafirði 1855,vinnuk. í Litladal í Svínavatnshreppi 1860, í Eyvindarstaðagerði -1868, á Torfustöðum í Svartárdal 1868-1871, húskona á Kúfastöðum 1871-1872,vinnuk. á Leifsstöðum 1872-1873, á Hóli í Svartárdal 1873-1874, þá missti hún heilsu og vinnuþrek og var eftir það á framfæri Bólstaðarhlíðarhrepps. Hjónin Guðmundur Jónsson og Guðrún Árnadóttir bjuggu þá á Hóli, og hjá þeim var Björg það sem hún átti eftir ólifað. Fyrst á Hóli en síðar í Hvammi, alls var hún á þeirra vegum í 35 ár.
Barn þeirra Bjarna og Bjargar var
Guðmundur f. 30.júní á Torfustöðum, d. í feb. 1932 í Vesturheimi.
Guðmundur var í fóstri í Vatnshlíð 1872-1877, Gili 1877-1878,Hóli 1878-1881, Eiríksstaðakoti 1881-1882, á Gili 1882-1884 fermdur þaðan með ágætum vitnisburði. Er talinn hafa farið til Vesturheims á árunum 1887-1890.
Heimildir: Kirkjubækur, manntöl, Húnavaka rit Ungmennasambands A-Hún, Heimskringla blað í Winnipeg,
(SigBj)