Jónas Einarsson bóndi á Kúfastöðum. F. 3.sep.1866 í Bólstaðarhlíð d. 16.maí 1943 á Akureyrarspítala.
Foreldrar hans voru Einar Jónasson bóndi á Gili í Svartárdal og barnsmóðir hans Dagbjört Kráksdóttir.
Jónas ólst upp hjá fósturforeldrum sínum Sveini Jónssyni og k.h. Þuríði Ásmundsdóttur, en þau bjuggu víða í Bólstaðarhlíðarhreppi. Vinnum. í Skyttudal 1881-1884, Bólstaðarhlíð 1884-1886, Bergsstöðum 1886-1890,bóndi í Eiríksstaðakoti 1890- 1896,Skeggsstöðum 1896-1899, Kúfastöðum 1899-1922, húsmaður í Steinárgerði 1922-1924 en hafði jafnframt afnot af hluta Kúfastaða, húsmaður á Skeggsstöðum 1924-1926 en fluttist þá til Sigurbjargar dóttur sinnar og Stefáns manns hennar að Bessahlöðum í Öxnadal og var heimilsfastur hjá þeim eftir það. Jónas var með hæðstu mönnum og samavaraði sér vel,nokkuð stórskorinn í andliti,dökkhærður og augnaráðið hvasst og íhugult. Hann var örlyndur og fljótur að skipta skapi. Vel gefinn dugnaðar maður.Bóngóður og hinn besti drengur. Nokkuð ölkær á yngri árum en lagði það niður að mestu með aldri. Einstakur heyskaparmaður,ævinlega gróinn í fyrningum,en fóðraði aldrei skepnur sínar umfram meðallag. Á efri árum fékk hann fótarmein svo að taka varð af honum annan fótinn. Þegar Sigvaldi Halldórsson og k.h. Steinunn Björnsdóttir fluttu að Kúfastöðum 1924 var Jónas hjá þeim um sumarið.Sagðist vera að „Kenna Valda sínum á kotið“ Jónas var þeim hjónum ætíð hliðhollur, seldi þeim t.d. fyrningar sem hann átti á Kúfastöðum vægu verði.Eftir að hann flutist til Eyjafjarðar og hann rakst á gamla sveitunga, bað hann ævilega fyrir kveðju sína til þeirra.
Kona hans 30.okt. 1896 Margrét Guðmundsdóttir f. 27.maí á Hóli í Svartárdal, d. 26.des.1921 á Kúfastöðum.
Foreldrar Guðmundur Jónsson k.h. Guðrún Árnadóttir. Margrét ólst upp hjá foreldrum sínum og vann að búi þeirra þar til hún giftist Jónasi. Margrét var vel meðalkona á hæð,grannvaxin, rauðhærð og föl í andliti.Var heilsuveil frá barnæsku,vel gefin, gestrisin og naut almennra vinsælda.
Börn þeirra voru:
Guðrún f. 7.júlí 1897 á Skeggsstöðum d. 26.nóv. sama ár.
Guðrún Sigurbjörg f. 27. ág 1899 á Kúfastöðum, d. 3.apríl 1966 á Akureyri. M. Stefán Nikódemusson bóndi á Kúfastöðum og síðar í Öxnadal
Ólafur f. 28.okt.1900 á Kúfastöðum d. 11.mars 1977 á Reykjalundi í Mosfellssveit.Bifreiðarstjóri á Blönduósi en síðar í Reykjavík.Sambýliskona hans um skeið var Ingiríður Elísabet Sigfúsdóttir.
Engilráð Guðfinna f. 15.ág. 1905 á Kúfastöðum d. 21.júlí 1983 á Akureyri. Var hjá Sigurbjörgu systur sinni og Stefáni mági sínum alla tíð.
Heimildir: Kirkjubækur,manntöl, Guðmundur í Hvammi, handrit Péturs Sigurðsonar, frásagnir heimildarmanna ofl.
(SigBj)