Andrés Gíslason bóndi í Steinárgerði í Svartárdal f. 23.maí 1862 á Ásum á Bakásum ,d. 20.júní 1933 á Blönduósi.
Foreldrar Gísli Ólafsson bóndi á Ásum og síðar á Eyvindarstöðum í Blöndudal og k.h. Elísabet Pálmadóttir.
Ólst upp hjá foreldrum sínum og vann að búi þeirra. Lausamaður á Sauðárkróki 1894-1896, lausamaður á Eyvindarstöðum 1896-1897, vinnumaður í Valadal á Skörðum 1897-1899, lausamaður á Eyvindarstöðum 1899-1901.Bóndi í Eiríksstaðakoti í Svartárdal (Brattahlíð) 1901-1903,Hóli í Svartárdal 1903-1904, Syðra-Tungukoti í Blöndudal 1904-1905,húsmaður á Hóli í Svartárdal 1905-1907,Steinárgerði í Svartárdal 1907-1922, flutti þá til Skagastrandar og var síðast lausamaður í Réttarholti þar í staðnum, en lést á Blönduósspítala eftir nokkur veikindi. Andrés var einstakur léttleikamaður til gangs og frár á fæti. Sagt var að hann hefði leikið sér að því að hlaupa uppi sauði við rúning og vorlömb við mörkun. Andrés var söng og kvæðamaður, lagviss en hafði ekki háa rödd.Tónelskur og var stundum forsöngvari í Bergsstaðakirkju. Búskapur Andrésar var aldrei stór í sniðum, enda bauð jarðnæðið ekki upp á mikil umsvif.Oft mun hafa verið þröngt í búi hjá Andrési, og hljóp þá Kristján bróðir hans, kaupmaður á Sauðárkróki, undir bagga. Eftir fráfall Margrétar konu hans , fluttist Andrés til Skagastrandar og stundaði þar ýmsa tilfallandi vinnu.
Kona hans 22.nóv. 1903, Margrét Sigríður Jónsdóttir f. samkv.kirkjubók 30.apríl 1873, en sjálf taldi hún sig vera fædda 1. maí 1873 á Varmalandi í Sæmundarhlíð, d. 29. nóv. 1922 á Akureyrarspítala og jarðsett þar.
Foreldrar Jón Ingimarsson bóndi á Varmalandi í Sæmundarhlíð og k.h. María Gamalíelsdóttir.
Margrét ólst upp hjá foreldrum sínum,vinnukona á Eiríksstöðum í Svartárdal 1894-1895, í Eyvindarstaðagerði (Austurhlíð) 1895-1896, á Eiðsstöðum í Blöndudal 1896 1898, á Eyvindarstöðum í Blöndudal 1898-1901, ráðskona í Eiríksstaðakoti 1901-1903, húsfreyja á Hóli í Svartárdal 1903-1904, Syðra- Tungukoti í Blöndudal 1904-1905, á Hóli í Svartárdal 1905-1907 og í Steinárgerði 1907-1922. Margrét mun hafa verið lengst af heilsuveil og fremur verkalítil. Var flutt norður á Akureyrarspítala og dó þar og var jarðsett frá Akureyrarkirkju.
Barn þeirra var Petrea f. 19.feb. 1904 á Hóli í Svartárdal, d. 29. Jan 1993 í Stykkishólmi. M.h. Valentínus Hálfdánarson f. 2. des. 1905,d. 13.mars 1960 verkamaður í Stykkishólmi.
Barnsmóðir Andrésar var Guðríður Guðmundsdóttir f. 15.júlí 1855 í Holtsmúla á Langholti d. 16.apríl 1909 á Hafursstöðum á Skagaströnd.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Benjamínsson húsmaður í Holtsmúla á Langholti og k.h. Helga Jóhannesdóttir.
Guðríður missti föður sinn þegar hún var á fyrata ári og ólst upp með móður sinni sem var vinnukona á ýmsum bæjum í Austur- Húnavatnssýslu og Skagafirði. Þegar Guðríður hafði aldur til, fór hún í vistir, léttastúlka á Steiná í Svartárdal1870,vinnukona á Eyvindarstöðum í Blöndudal 1880,í Valadal á Skörðum 1897-1899,Mörk á Laxárdal 1899-1901,húskona á Eiríksstöðum í Svartárdal 1901, en var flutt til Sigurðar sonar síns þegar hún lést.
Barn þeirra Andrésar var Vilhelmína f. 10.mars 1894 á Eyvindarstöðum d. 24. ág. 1977 á Blönduósi. M. h. Björn Þorleifsson oddviti í Höfðahreppi og útibústjóri Kaupfélags Skagstrendinga.
Sonur Guðríðar og Jóns Gíslasonar veitingam. á Blönduósi en síðar á Gimli í Manitoba (Jón var albróðir Andrésar Gíslasonar) var
Sigurður, f. 1.sept. 1876 á Eyvindarstöðum í Blöndudal, d. 17.apríl 1956 á Skagaströnd. Kaupmaður á Skagaströnd. F.k. Sigríður Guðbjörg Kristmundsdóttir,s.k. Steinunn Hansen.
Önnur barnsmóðir Andrésar var Una Inga Benediktsdóttir, f. 4. ág. 1877 á Hafursvöllum á Skagaströnd, d.14. des. 1955 á Sjúkrahúsi Keflavíkur.
Foreldrar hennar voru Benedikt Björnsson bóndi á Borgarlæk á Skaga og k.h. Inga Sigríður Baldvinsdóttir.
Una missti móður sína á tíunda ári og ólst að mestu upp hjá Jóninnu Þóreyju Jónsdóttur í Höfnum á Skaga. Eftir það var hún í vinnumennsku bæði í Húnavatns og Skagafjarðarsýslum þar til að hún kynntist Frímanni. M.h. Frímann Sigurðsson bóndi og sjóm. síðast búsettur í Keflavík. Um þau Uni og Frímann má lesa greinargóðan og nákvæman æviþátt í Skagfirskum æviskrám 1910-1950 1.bindi. Sambýlismaður Unu Ingu um skeið eftir skilnað þeirra Frímanns, var Hinrik Hinriksson trésmiður á Stuðlabergi í Keflavík.
Barn þeirra Andrésar og Unu Ingu var Ágúst f. 4.apríl 1899 á Brenniborg í Skagafirði, d. 4. ág. 1994 á Blönduósi. Smiður á Blönduósi. F.k. Sóley Klara Þorvaldsdóttir, seinni kona Þorvildur Einarsdóttir.
Heimildir: Kirkjubækur, manntöl, Húnavaka 1978,1995,Ættir Austur-Húnvetninga,Skagfurskar æviskrár 1910-1950 1.bindi, frásagnir heimilarmanna.
(SigBj)