Ragúel Jóhannsson bóndi og smiður í Mjóadal, f. 27.júlí 1851 á Hólabaki í Þingi, d. 2.apríl 1933 í Wynyard í Saskatchewan í Kanada.
Foreldrar hans voru: Jóhann Guðmundsson vinnum. á Breiðabólstað í Þingi síðar verkam. í Winnipeg í Kanada og Medonía Guðmundsdóttir vinnuk. á Hólabaki.Fór til Kanada frá Skeggsstöðum í Svartárdal árið 1900.
Ragúel var hjá foreldrum sínum í Bakkakoti í Víðidal 1855,með móður sinni á Sveinsstöðum í Þingi 1860, smali á Þingeyrum -18641865, vinnupiltur í Hvammi í Vatnsdal 1865-1866, vinnum. í Kambakoti 1866-1867, á Njálsstöðum 1867-1870, Ósi í Nesjum 1870-1871, Gili í Svartárdal 1871-1872 Mjóadal á Laxárdal 1872-1876,húsmaður þar 1876-1879, bóndi í Mjóadal 1879-1880, húsmaður þar 1880-1886,bóndi þar 1886-1887 en fluttist þá til Kanada og settist að í Garðar í N-Dakota og var þar í þrjú ár,flutti þá til Grafton í Kings Country í Nova Scotia og bjó þar í fjórtán ár en settist síðan að í Wynyard í Saskatchewan og átti heima þar upp frá því.
Foreldrar Ragúels bjuggu ekki saman nema í tvö ár og fylgdi hann móður sinni þar til hann fór í vistir. Ragúel var snemma hneigður til smíða og samkv. frásögn Ólafs Thorgeirssonar fór hann til Reykjavíkur og lærði þar húsasmíði hjá Jóni Gunnlaugssyni trésmíðameistara. Líklegt er að það hafi verið á árunum 1872- 1875, þó að hann væri skráður sem vinnum. í Mjóadal. Ragúel hafði aldrei nema fáar skepnur og virðist hafa stundað smíðar meðfram búskap. Eftir að til Kanada kom, var húsasmíði hans aðalatvinna. Ragúel var þjóðhagasmiður,hyggin í fjármálum, vinsæll og vellátin. Gaf talverða fjármuni í safnanir fyrir ýmis framfarmál. Snyrtimennska hans og umgengni var alþekkt hvar sem hann vann eða bjó.
Fyrri kona Ragúels 7.jan. 1877 Sólveig Guðbjörg Björnsdóttir f. 7.nóv. 1845 í Gautsdal á Laxárdal d, 12.maí 1881 í Mjóadal.
Foreldrar hennar voru Björn Guðmundsson vinnum. á Syðri-Löngumýri og Kristín Guðmundsdóttir (Hlaupa-Kristín) vinnuk. í Gautsdal og síðar búandi á Kristínarhól við Skyttudal í Laxárdal.
Guðbjörg ólst upp á vegum móður sinnar, vinnuk. á Mörk á Laxárdal 1864-1869, í Mjóadal 1869-1876, húskona í Mjóadal 1876-1879, húsfreyja í Mjóadal 1879-1880, húskona þar 1880 til æviloka.
Börn þeirra Ragúels og Guðbjargar voru:
Sigurjón f. 15.maí 1875 í Mjóadal d. 17.maí sama ár.
Andvana stúlka f. 15.maí 1875 í Mjóadal.
Sigurrós 17.maí 1877 í Mjóadal , var í fóstri í Höfnum á Skaga og fór þaðan til Vesturheims 1887. Var hjá föður sínum og s.k h. Soffíu Guðmundsdóttur. Maður hennar Jón G Bergmann, bjuggu í Blaine í Washington
Seinni kona Ragúels 23.feb. 1886 Soffía Hansína Guðmundsdóttir f. 22.feb. 1858 í Nesi í Aðaldal, d.17. júlí 1935 í Wynyard í Saskatchewan í Kanada.
Foreldrar hennar voru : Guðmundur Ólafsson söðlasmiður og bóndi á Ytra-Hóli á Skagaströnd og k.h. Halldóru Sveinsdóttir.
Soffía missti móður sína á fjórða ári og var þá tekin til fósturs af Sigríði Arnesen á Gunnsteinsstöðum í Langadal. Naut hún þar verklegrar og bóklegrar tilsagnar langt umfram það sem tíðkaðist almennt í sveitum. Ráðdeild, útsjón og fyrirhyggja einkendi sambúð þeirra Ragúels og Soffíu. Soffía var gædd góðri greind, glaðvær í viðmóti og sköruleg í framkomu. Þeim Ragúel var ekki barna auðið, en tóku stúlku í fóstur, May Cook. May ólst upp hjá þeim og varð þekkt söngkona og hljófæraleikari í Kanada, búsett í Winnipeg.
Heimildir; Kirkjubækur,manntöl,Almanak Ólafs Thorgeirssonar,Heimskringla,Lögberg,Saga Íslendinga í Vesturheimi,Svipir og sagnir.
(Sig.Bj.)