Jón Þórðarson bóndi á Auðólfsstöðum

Jón Þórðarson bóndi á Auólfsstöðum í Langadal, f. 5. júní 1841 á Stóru-Borg í Víðidal, d. 9. ágúst 1893 á Auólfsstöðum í Langadal. Foreldrar hans voru Þórður Oddsson bóndi á Stóru-Borg og k.h. Kristín Skúladóttir.

Jón ólst upp hjá foreldrum sínum og vann að búi þeirra þar til að hann kvæmtist og fór að búa sjálfstætt. Bóndi í Auðunnarstaðakoti í Víðidal 1865-1874, á Auðólfsstöðum í Langadal 1874 til æviloka. Jón var greindar maður og dugnaðarbóndi. Hafði stórt bú á Auðólfsstöðum. Talinn nokkuð harðdrægur og fékk orð fyrir að vera fégjarn,þykkju þungur ef honum mislíkaði en óáleitinn og hjálpsamur nágrönnum sínum.

Kona hans 20.okt. 1865,Guðrún Kristmundsdóttir f. 24.nóv.1840 í Auðunnarstaðkoti í Víðidal ,d. 27.júlí 1930 á Másstöðum í Vatnsdal.

Foreldrar hennar voru, Kristmundur Guðmundsson bóndi í Auðunnarstaðakoti og síðar á Kolugil í Víðidal og k.h. Margrét Þorsteinsdóttir.

Guðrún missti föður sinn þegar hún var á tíunda ári og ólst upp hjá móður sinni sem var búandi í Auðunnarstaðakoti eftir lát Kristmundar, en þar var Guðrún vinnukona þangað til hún giftist Jóni.Húsfreyja í Auðunnarstaðakoti 1865-1874, á Auðólfsstöðum 1874-1993, búandi á Auðólfsstöðum 1893-1895,bústýra hjá Kristmundi syni sínum á Auðólfsstöðum 1895-1900,húskona á Sveinstöðum í Þingi 1900-1906,hjá Skúla syni sínum sem var verslunarstjóri á Borðeyri 1906-1910, en fluttist þá til Elínborgar dóttur sinnar á Másstöðum í Vatnsdal og dvaldi þar til æviloka.Guðrún var velgefin og dugleg búkona.

Börn þeirra Jóns og Guðrúnar voru,

Þórður f. 6.okt. 1865 d. 7.maí 1900 , bóndi á Auðólfsstöðum. K.h. Dýrfinna Jónasdóttir

Kristmundur Líndal f. 11.júní 1867 d. 16.feb. 1910. Bóndi á Auðólfsstöðum og síðar verkam. á Blönduósi. K.h. Ólafía María Guðmundsdóttir

Elínborg Margrét f. 21.nóv. 1868 d. 8.sept. 1914. Húsfreyja á Másstöðum í Vatnsdal. M.h. Jón Kristmundur Jónsson bóndi á Másstöðum

Skúli f. 23.nóv. 1870 d. 25.sept. 1915. Verlsunarmaður á Borðeyri, Blönduósi og Hvammstanga, síðar kaupfélagsstjóri á Blönduósi.K.h. Elín Theodórsdóttir

Sigríður Kristín síðar Kristín Bjarkan f. 8.júlí 1875 húsfrú á Akureyri d. 10.sept 1960. M.h. Böðvar Jónsson Bjarkan lögmaður á Akureyri.

Páll Vídalín f. 1.okt 1877 verslunarmaður á Akureyri, d. 28.okt 1919.

Heimildir: Kirkjubækur,manntöl,Ættir Austur-Húnvetninga

(SigBj)