Hallgrímur Jóhannsson bóndi á Skeggsstöðum, f. 13.sept. 1807 á Skáldstöðum í Eyjafirði d. 1865 ( andlát hans ekki innfært í kirkjubók) á Löngumýri í Hómi.
Foreldrar hans voru Jóhann Halldórsson bóndi á Skáldsstöðum og k.h. Helga Þorkelsdóttir.
Hallgrímur ólst upp hjá foreldrum sínum á Skáldsstöðum en þegar hann 19 ára 1826, er hann vinnum. á Uppsölum í Blönduhlíð. Vinnum. í Bólstaðarhlíð í Svartárdal 1827-1828, á Botnastöðum í Svartárdal 1828-1834, í Geldingaholti í Skagafirði 1834-1835, í Miklagarði á Langholti 1835-1836, bóndi í Vallanesi í Hólmi 1836-1838, á Löngumýri í Hólmi 1838-1859,á Skeggsstöðum í Svartárdal 1859-1863, húsmaður á Löngumýri 1863-1864 bóndi þar 1864 til dauðadags.
Hallgrímur var afar fátækur framan af búskaparárum sínum og varla að heitið að hann næði 3 hundraða í tíund. En á seinni árum hans á Löngumýri réttist hagur hans allverulega og mátti heita að eftir það byggi hann góðu búi en heldur gekk það saman seinustu ár hans.Hallgrímur var smiður góður og mjög hagur til verka. Hallgrímur var í meðllagi vel að sér, mikið prúðmenni í framgöngu, ráðvandur kom sér ætíð vel og átti hvergi í deilum.
Kona hans 16. ág. 1835 Hólmfríður Hallsdóttir f. 1804 í Geldigaholti í Skagafirði , d. 26.sept. 1870 í Miklabæ í Blönduhlíð.
Foreldrar hennar voru Hallur Ásgrímsson bóndi í Geldingaholti og f. k.h. María Ólafsdóttir.
Hólmfríður fermdist frá foreldrum sínum með heldur slökum vitnisburði en slíkt ber að tala með fyrirvara því að Hólmfríður var ævinlega talin hin mætasta manneskja, ráðvönd og vellátin. Hún var vinnuk. í Hindisvík á Vatnsnesi 1828, Refsteinsstöðum í Víðidal 1829-1830,Svínavatni 1830-1831, Selhaga á Skörðum 1831-1832, Botnastöðum 1832-1833, bústýra hjá Hallgrími Jóhannssyni í Miklagarði á Langholti 1834-1835, húsfreyja í Miklagarði 1835-1836, Vallanesi í Hólmi 1836-1838, á Löngumýri í Hólmi 1838-1859, á Skeggsstöðum í Svartárdal 1839- 1863, á Löngumýri 1863- 1865, búandi á Höskuldsstöðum í Blönduhlíð 1865-1867,í Brekkukoti fremra í Blönduhlíð 1867- 1868, fluttist þá til Séra Jóns Hallsonar bróður síns á Miklabæ og lést þar félaus og þrotin að kröftum.
Börn þeirra Hallgríms og Hólmfríðar voru:
Hallgrímur f. 1833 í Geldingaholti d.1834 í Miklagraði
Jónas f. 1833 (tvíburi) í Geldinagholti d. 1835 í fóstri í Sólheimum í Sæmundarhlíð
Hallgrímur f. 1835 í Miklagarði d. 1912 í Vesturheimi. Bóndi á Skeggsstöðum og víðar.
Gísli f. 1840 á Löngumýri d. sama ár.
Jón f. 1842 á Löngumýri d. 1824 í Hallson í N-Dakota. Bóndi á Hrólfsstöðum í Blönduhlíð, síðar í Vesturheimi.
Jónas f. 1846 á Löngumýri , d. 1850 á sama stað.
Heimildir: Kirkjubækur og manntöl, Skagfirskar æviskrár 1850-1890, Jarða og ábúendatal Skagafjarðar.
(SigBj)