Aron Sigurðsson bóndi á Gili í Svartárdal, f. 7.nóv. 1852 í Gilhagaseli á Gilhagadal d. 17. feb. 1899 á Breið í Tungusveit.
Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson bóndi í Gilhagaseli og k.h. Oddný Sigurðardóttir.
Aron ólst upp hjá foreldrum sínum. Vinnum. á Syðsta-Vatni 1880, bóndi á Mið-Vatni á Efribyggð 1883-1884, á Gili í Svartárdal 1884-1886, húsmaður á Mælifellsá á Efribyggð 1886-1888, bóndi í Hamarsgerði 1888-1889, á Starrastöðum 1889-1890 og á Breið í Tungusveit 1890 til æviloka.
Aron var í hærra meðallagi á vöxt og þrekinn. Hægur í framgöngu jafnlyndur. Mun hafa verið efnalítill framan af búskap sínum en kominn með ríflegt meðalbú þegar hann féll frá. Aron missti Önnu konu sína frá ungum börnum en tókst að halda heimilinu saman. Búskapur hans á Gili var ekki stór í sniðum og virðist lítið hafa vaxið þau ár sem hann bjó þar.
Kona hans 5.okt. 1882, Anna Bjarnadóttir f. 14.des. 1863 á Álfgeirsvöllum á Efribyggð d. 4. júní 1891 á Breið.
Foreldrar hennar Bjarni Skúlason bóndi á Álfgeirsvöllum og k.h. Ingibjörg Jónasdóttir.
Anna ólst upp hjá foreldrum sínum á Álfgeirsvöllum og vann að búi þeirra þar til hún giftist Aroni. Anna var fríð sýnum, hávaxin og grönn með mikið ljóst hár.
Börn þeirra Arons og Önnu voru:
Skúli Stefán f. 1881 d. 14.júlí 1882 á Syðra-Vatni
Ingibjörg Guðrún f. 4.sept. 1887 á Mælifellsá d. 3.júlí 1977. M.h. Guðjón Þorsteinsson bóndi á Skatastöðum í Austurdal.
Sigurður f. 17.sept. 1889 á Starrastöðum á Fremribyggð d. 8. júlí 1919 á Merkigili í Austurdal. Bóndi þar. K.h. Brynhildur Snorradóttir.
Heimildir: Kirkjubækur,manntöl, Skagfirskar æviskrár 1890-1910 1.bindi
(Sig.Bj.)