Þórður Jónsson bóndi á Auðólfsstöðum

Þórður Jónsson bóndi á Auðólfsstöðum í Langadal, f. 6.okt. 1865 í Auðunnarstaðakoti í Víðidal d. 7.maí 1900 á Auólfsstöðum.

Foreldrar Jón Þórðarson bóndi á Auðólfsstöðum og k.h. Guðrún Kristmundsdóttir.

Þórður ólst upp hjá foreldrum sínum á Auðólfsstöðum og vann að búi þeirra þar til að hann hóf sjálfstæðan búrekstur.Bóndi á Auðólfsstöðum 1890-1894, Gili í Svartárdal 1894-1895,Auðólfsstöðum aftur 1895 til æviloka. Þórður var dugnaðarmaður og var búist víð því að hann yrði brátt í röð helstu stórbænda sýslunnar. En það fór á annan veg, því að Þórður veiktist af berklum og lést aðeins þrjátíu og fimm ára að aldri.

Kona hans 26.okt. 1889 var Dýrfinna Jónasdóttir, f. 21.ág. 1862 í Keldudal í Hegranesi d. 12.sept. 1952 í Garði í Skerjafirði.

Foreldrar hennar voru Jónas Jónsson bóndi í Keldudal og síðar í Selhaga á Skörðum, og f.k.h. Þorbjörg Árnadóttir

Dýrfinna ólst upp hjá föður sínum og seinni konu hans Björgu Jónsdóttir. Námsmey við kvennaskólan á Ytri-Ey 1884-1885, kenndi við þann skóla 1888-1889, húsfreyja á Auðólfsstöðum í Langadal 1890-1894 á Gili í Svartárdal 1894-1895, á Auðólfsstöðum 1895-1900, fluttist þá til Blönduós,kennslukona við Kvennaskólan á Ytri-Ey 1901-1904,veitingakona á Sauðárkróki 1904-1914,fluttist til Reykjavíkur 1914 og þaðan til Winnipeg í Kanada ásamt Jóni syni sínum og dvaldi þar 1915-1922,eftir það í Reykjavík og var síðustu 20 árin í skjóli Jóns sonar síns í Garði í Skerjafirði.

Dýrfinna var myndarkona,ákveðin og fylgin sér,mjög vel gefin og þótti góður kennari. Seinni árin á Sauðárkróki munu hafa verið henni allerfið,einkum veikindi og fráfall Guðrúnar dóttur hennar og penigafölusunarmál sem Gunnar maður hennar var viðriðinn. Eftir skilnað þeirra Gunnars, fluttist Dýrfinna til Reykjavíkur og síðar með Jóni syni sínum til Winnipeg. Eftir nokkra ára dvöl komu þau aftur til Íslands og Jón setti á fót heildsölu með járnvörur, en 1929 stofnaði hann ásamt öðrum Sjóklæðagerðina og var jafnan kenndur við það fyrirtæki. Hjá honum átti Dýrfinna heimili alla tíð eftir heimkomuna.

Börn þeirra Þórðar og Dýrfinnu voru:

Jón f. 1.apríl 1993 á Auðólfsstöðum, nefndi sig Thordarson, d. 15.ág.1967 í Reykjavík. Verslunarm. í Reykjavík og síðar forstjóri Sjóklæðagerðarinnar. K.h. Anna Þórðardóttir.

Guðrún f. 8.júní 1894 á Gili d. 21.feb.1913 á Sauðárkróki.

Seinni maður Dýrfinnu 16.nóv. 1907, var Gunnar Sigurðsson f. 2.feb. 1884 á Fossi á Skaga, d. 2.feb. 1956 í Reykjavík. Þau Dýrfinna voru barnlaus.

Foreldrar hans voru Sigurður Gunnarsson bóndi og hreppsstjóri á Fossi á Skaga og k.h. Sigríður Gísladóttir.

Gunnar var einn níu systkinna á Fossi. Trésmiður á Sauðárkróki og síðar veitingamaður þar. Haustið 1914 kom upp penigafölsunarmál á Sauðárkróki sem Gunnar var viðriðin. Það ,ásamt skilnaði þeirra Dýrfinnu, varð til þess að Gunar flutti til Reykjavíkur. Þar setti hann á stofn verslunina Von og var ætíð kenndur við hana upp frá því. Einnig byggði hann býlið Gunnarshólma fyrir ofan Reykjavík. Gunnar í Von var landsþekktur athafnamaður um sína daga og kom að mörgum fyrirtækjum.

Seinni kona Gunnars var Margrét Gunnarsdóttir frá Ysta – Gili í Langadal

Foreldrar hennar voru Gunnar Jónsson bóndi á Ysta-Gili í Langadal og k.h. Margrét Einarsdóttir.

Gunnar og Margrét eignuðust fimm dætur.

Heimildir: Manntöl,kirkjubækur, Minnig Jóns Tordarson í Morgunbl, Skagfirðingabók , Saga Sauðárkróks. Ættir Austur-Húnvetninga.

(SigBj)