Stefán Nikódemusson bóndi á Kúfastöðum

Stefán Nikódemusson bóndi á Kúfastöðum. F. 14.sept. 1899 í Dæli í Sæmundarhlíð, d. 13.feb.1988 á Akureyri.

Foreldrar hans voru: Nikódemus Jónsson bóndi í Hátúni á Langholti og síðar verkam. á Sauðárkróki og f.k.h Monika Stefánsdóttir.

Stefán ólst upp hjá föður sínum og s.k.h Valgerði Jónsdóttur.Fyrst í Holtskoti en síðar á Valabjörgum.Smali á Leifsstöðum í Svartárdal1910-1911,léttadrengur í Valadal á Skörðum 1911-1914,vinnum. á Leifsstöðum 1914-1917, lausamaður á Kúfastöðum í Svartárdal 1917-1918,á Leifsstöðum 1918-1919,á Kúfastöðum 1919-1920, aftur á Leifsstöðum 1920-1922, bóndi á Kúfastöðum 1922-1923, fluttist þá norður í Öxnadal, bóndi á Bessahlöðum til 1932,Þverbrekku 1932-1934,Steðja á Þelamörk 1934-1935,Hólum í Öxnadal 1935-1936,Gloppu 1936-1944 og Efri-Rauðalæk á Þelamörk 1944-1979 en fluttist þá á til Akureyrar. Stefán var vel meðalmaður á hæð,þrekinn enda burðamaður á yngri árum.Greindur, orðheppinn og viðmótsgóður. Svipmikill og bar sig ætíð vel. Lá hátt rómur og hafði margt að segja, eða eins og einn heimildarmaður sagði“Það fór aldrei framhjá manni þegar Stebbi Nikó var nálægur“ Búskapur Stefáns var aldrei stór í sniðum, enda bauð jarðnæðið ekki uppá mikil umsvif. Á Rauðalæk hafði hann dálitla verslun sem var honum meira til skemmtunar er gróða, en Stefán hneigðist snemma til ýmsra viðskfta sér til gamans og tilbreytingar.

Kona hans 7.maí 1922, Guðrún Sigurbjörg Jónasdóttir f. 27.ág. 1899 á Kúfastöðum, d. 3. apríl 1966 á Akureyrarspítala.

Foreldrar hennar voru Jónas Einarsson bóndi á Kúfastöðum og k.h. Margrét Guðmundsdóttir.

Sigurbjörg var í hærra meðalagi, ljós yfirlitum. Röskleg í framgöngu og dugnaðarkona. Gat virst nokkuð kuldaleg við fyrstu kynni, en raungóð mörgum og trygg þeim sem hún batt vináttu við.

Börn þeirra voru:

Zophanías Sigfús f. 15.nóv.1926 á Bessahlöðum f. 5.júní 2007 á Akureyri. Verkamaður á Akureyri, sambýliskona Áslaug Þorleifsdóttir

Monika Margrét f. 31.des. 1938 í Gloppu búsett á Akureyri, maður hennar Trausti Adamsson

Barnsmóðir Stefáns var Sigurlína Guðný Jónsdóttir f. 13. maí 1900 á Bessahlöðum í Öxnadal d. 28.júní 1983 á Akureyri.

Foreldra hennar voru Jón Ágúst Sigurbjarnarson bóndi á Bessahlöðum og k.h. Þorbjörg Hallgrímsdóttir.

Sigurlína ólst upp hjá foreldrum sínum,vinnuk. í Geirhildargörðum og síðar ráðskona á Tréstöðum.

Barn þeirra var:

Þóra Þorbjörg Björnsdóttir f. 10.mars 1936 d. 28.nóv.2019, sjúkrahússtarfsmaður á Akureyri. M.h. Aðalsteinn Halldórsson frá Hvammi í Eyjafjarðarsveit.

Heimildir: Manntöl,kirkjubækur,Guðmundur í Hvammi handrit Péturs Sigurðssonar,Búskaparsaga í Skriðuhreppi.frásagnir heimildarmanna.

(SigBj)