Jón Bjarnason bóndi á Eiríksstöðum í Svartárdal, f. 3.ág. 1835 í Miðvík í Laufássókn í Eyjafirði, d. 7.okt. 1920 í Lundar í Manitoba.
Foreldrar hans voru Bjarni jónsson bóndi í Miðvík og f. k.h. Ingibjörg Jónsdóttir.
Jón ólst upp hjá föður sínum og s.k.h. Guðrúnu Hallgrímsdóttur. Fyrst í Miðvík, en síðar í Skógum á Þelamörk, Fagranesi í Öxnadal og Sörlatungu í Hörgárdal. Jón bjó í Sörlatungu 1863-1876,Skeggsstöðum í Svartárdal 1876-1877, á Eiríksstöðum 1877- 1883, en fluttist þá til Vesturheims ásamt konu sinni og tveim börnum. Bjuggu fyrst í Hallson í N-Dakota en síðar í Lundar í Manitoba. Jón var meinhægðar maður og vel látinn. Mun aldrei hafa haft mikil umsvif í búrekstri, en komist vel af.
Fyrri kona 25.júní 1861 var Anna Soffía Manasesdóttir f. 10.des 1834 á Möðruvöllum í Eyjafirði, d. úr taugaveiki 11. ág. 1864 í Sörlatungu.
Foreldrar hennar voru Manases Einarsson bóndi á Möðruvöllum og k.h. Guðrún Hallgrímsdóttir.
Anna Soffía ólst upp hjá móður sinni , vinnuk. á Ásláksstöðum í Lögmannshlíð 1860, í Sörlatungu 1861-1863, húsfreyja í Sörlatungu 1863- æviloka.
Börn Jóns og Önnu Soffíu voru:
Ágúst f. 4. ág . 1862 í Sörlatungu, d. 4.des. 1934. Bóndi á Skottastöðum í Svartárdal, síðar í Lundar Manitoba. K.h. Margrét Árnadóttir.
Bjarni f. 8. ág. 1863 í Sörlatungu, d. í Vesturheimi eftir 1944, verslunarmaður í Lundar Manitoba. K.h. Nikolina Nissdóttir.
Seinni kona Jóns 20.okt. 1865 var : Helga Þorláksdóttir f. 25.júní 1829 á Efri-Glerá við Akureyri, d. 12.júlí 1918 í Lundar Manitoba.
Foreldrar hennar voru: Þorlákur Þorláksson bóndi í Hólum í Öxnadal og Efri-Glerá og k.h. Hólmfríður Gunnlaugsdóttir.
Helga nam ljósmóðurfræði og tók próf í þeim fræðum 1860. Skipuð ljósmóðir af antmanni í Hörgárdal 1860-1872 og í Bólstaðarhlíðarhreppi 1876-1882. Húsfreyja í Grjótgarði á Þelamörk 1861-1863,í Sörlatungu 1865-1876, á Skeggsstöðum 1876-1877, á Eiríksstöðum 1877- 1883. Fluttist þá vestur um haf. Mun hafa stundað ljósmóðirstörf fyrstu árin vestra.
Börn þeirra Jóns og Helgu voru:
Helga f. 21.júlí 1867 í Sörlatungu. Flutti með foreldrum sínum til Vesturheims 1883.
Fyrri maður Helgu, 25.okt. 1861 var Davíð Davíðsson f. 17.nóv.1835 á Hallfríðarstöðim í Hörgárdal, fórst með hákarlaskipinu Fönix á Húnaflóa í maí 1862.
Barn þeirra var.
Davíð f. 26.ág. 1862, talin hafa flutst til Vesturheims.
Heimildir: Kirkjubækur,manntöl,Ljósmæðratal,Búskaparsaga í Skriðuhreppi, Dagbl.Tíminn 15.tbl.1964,Vesturfaraskrá
(SigBj)