Halldór Tryggvi Halldórsson bóndi í Kárahlíð á Laxárdal, f. 20.okt. 1858 á Björk í Kaupvangssveit, d. 13.nóv 1922 á Steinnýjarstöðum á Skaga.
Foreldrar Halldór Þorláksson bóndi á Björk og k.h. Guðrún Rósa Jóhannesdóttir.
Faðir Halldórs var látinn þegar hann fæddist og var þá heimilið tekið upp og fór hann því fljótlega í fóstur. Fyrst á Öxará í Ljósavatnshreppi 1860- 1868, á Krossi í sömu sveit 1868-1876, vinnumaður á Bergsstöðum í Svartárdal 1876-1885,á Auðkúlu í Svínadal 1885-1890. bóndi í Skyttudal á Laxárdal 1890-1891, Kárahlíð á Laxárdal 1891-1894, Mýrarkoti í Laxárdal 1894- 1897,Refstaðum á Laxárdal 1897-1899, Illugastöðum á Laxárdal 1899-1901, Sneis á Laxárdal 1901-1918, í húsmennsku á Hofi á Skaga 1918-1920, húsmaður á Steinnýjarstöðum á Skaga 1920- æviloka.
Kona hans 30.júní 1885, Ingibjörg Bjarnadóttir f. 24. ág.1856 á Bollastöðum í Blöndudal, d. 24.júní 1939 í Skólahúsinu í Sveinsstaðahreppi.
Foreldrar hennar voru: Bjarni Björnsson vinnum. á Bollastöðum og Sigurbjörg Skúladóttir vinnuk. á sama stað.
Ingibjörg var í fóstri á Auðnum í Sæmundarhlíð 1860, vinnukona á Bergsstöðum í Svartárdal 1875-1885, á Auðkúlu í Svínadal 1885-1890, húsfreyja í Skyttudal á Laxárdal 1890-1891,í Kárahlíð í Laxárdal 1891-1894, Mýrarkoti á Laxárdal 1894-1897, Refstöðum á Laxárdal 1897-1899,Illugastöðum á Laxárdal 1899-1901, Sneis á Laxárdal 1901-1918, húskona á Hofi á Skaga 1918-1920, á Steinnýjarstöðum á Skaga 1920-1922, eftir það hjá Eiríki syni sínum, fyrst á Hólabaki í Sveinstaðahreppi en síðar í Skólahúsinu í sömu sveit.
Börn þeirra Halldórs og Ingibjargar voru:
Þorbjörg, f. 7.maí 1885 á Bergsstöðum,d. 30.júní 1970. Húsfreyja í Réttarholti á Skagaströnd. M.h. Jón Sölvason
Halldór f. 26.sept.1886 á Auðkúlu, d. 28.nóv.1964 á Akureyri. Bóndi á Sneis, síðar verkamaður á Akureyri. Tók sér ættarnafnið Snæhólm. K.h. Elín Guðmundsdóttir Snæhólm.
Sigurbjörg Margrét f. 25.maí 1890 á Auðkúlu, d. 25.jan 1891 í Skyttudal.
Eiríkur f. 29.feb. 1892 í Kárahlíð d. 26. ág. 1971 á Blönduósi. Bóndi á Hólabaki, síðar vrkam. á Blönduósi. K.h. Vigdís Björnsdóttir kennari.
Stefán Guðmundur f. 20.des.1895 í Mýrarkoti, d. 16.jan 1913 á Sneis.
Heimildir: Manntöl,Kirkjubækur,Húnavaka 1971,1972, Ættir Austur-Hínvetninga.
(SigBj)