Sigurður Sigurðsson bóndi og smiður á Skeggsstöðum. F. 3.júlí 1829 í Miðhúsum í Vatnsdal, d.2. maí 1897 á Sauðárkróki.
Foreldrar Sigurður Ólafsson bóndi í Miðhúsum og síðar á Strjúgsstöðum í Langadal og k.h. Kristín Halldórsdóttir.
Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum,fyrst í Miðhúsum og fermist frá þeim með góðum vitnisburði, flytur með þeim að Mörk á Laxárdal 1844 og síðar að Strjúgsstöðum í Langadal. Vinnumaður í Hvammi í Langadal 1845-1848, Kirkjuskarði í Laxárdal 1848 eða lengur, bóndi á Skriðu í Hallárdal 1855-1857, Sæunnarstöðum í Hallárdal 1857-1858, Vakurstöðum í Hallárdal 1858-1861, húsmaður á Syðri-Ey 1861-1864, smiður og lausamaður á Geitaskarði í Langadal 1864-1868, lausamaður í Sauðanesi 1868-1869, bóndi á Æsustöðum 1869-1874, á Skeggsstöðum 1874-1895, hafði Eiríksstaðakot með 1876-1877, brá búi 1895 og fluttist til Sauðárkróks. Sigurður var hagleiksmaður, smiður á tré og járn og söðlasmiður. Ekki er kunnugt um hvar hann lærði smíðar, en ekki er ólíklegt að það hafi verið á þeim árum sem hann dvaldi á Syðri-Ey, því hann er titlaður lausamaður og smiður á Geitaskarði. Sigurður hafði gott meðalbú bæði á Æsustöðum og Skeggsstöðum, en það gekk nokkuð saman á síðustu búskaparárum hans. Sigurður var allhár vexti, þrekinn og sterkur að afli, greindur maður, hæglátur og nokkuð þungur í sinni, fátalaður og yrti jafnvel ekki á heimafólk dögum saman. Hreppstjóri Bólstaðarhlíðarhrepps um nokkra ára skeið.
Fyrri kona 4.nóv.1854, (skildu 1864) Ingiríður Þorbergsdóttir f. 31.jan.1834 á Sæunnarstöðum í Hallárdal, d. 1.jan.1871 á Hafsstöðum. Foreldrar hennar voru Þorbergur Þorbergsson bóndi á Sæunnarstöðum og k.h. Kristín Gísladóttir. Ingiríður ólst upp hjá foreldrum sínum og vann að búi þeirra þar til hún giftist Sigurði. Húsfreyja á Skriðu í Hallárdal 1855-1857,Sæunnarstöðum í Hallárdal 1857-1858,Vakurstöðum í Hallárdal 1858-1861, húskona á Syðri-Ey 1861-1864 en þá skildu þau Sigurður og hún réðst vinnukona að Höskuldsstaðaseli, húskona á Hafsstöðum 1868- 1871. Seinni maður hennar 9.okt. 1869 Einar Gíslason f. 17.jan. 1837 d. 25. jún. 1887. Foreldrar hans Gísli Jónsson bóndi í Köldukinn á Ásum og k.h. Sigþrúður Hannesdóttir.
Þau Ingiríður og Einar voru barnlaus. Seinni kona Einars, 27.maí 1873, var María Guðmundsdóttir f. 30.júní 1840 d. 15.feb.1934. Þau bjuggu í Hafursstaðakoti.
Barn Sigurðar og Ingiríðar var:
Sigurður f. 22.maí 1855 í Skriðu í Hallárdal d. 17.des. 1945 á Gimli Manitoba Kanada.
Sigurður var í fóstri á Meyjarlandi á Reykjaströnd 1856, hjá foreldrum sínum á Vakurstöðum 1860, hjá föður sínum á Geitaskarði 1868 og á Æsustöðum 1870,vinnumaður í Sauðanesi 1880. Fór til Kanada 1888 og átti heima á Gimli Manitoba upp frá því.
Seinni kona Sigurðar var : Margrét Þorsteinsdóttir f. 16.maí 1836 d. 21.sept. 1893 á Skeggsstöðum.
Foreldrar hennar Þorsteinn Ólafsson bóndi á Æsustöðum og s.k.h. Helga Stefánsdóttir.Margrét ólst upp hjá foreldrum sínum. Vinnukona á Geitaskarði 1866-1868,húskona í Sauðanesi 1868-1869,húsfreyja á Æsustöðum í Langadal 1869-1874, á Skeggsstöðum í Svartárdal 1874 til dauðadags.
Börn þeirra:
Þorsteinn Hjálmar f. 12.jan 1873 á Æsustöðum d. 31.maí 1949 á Sauðárkróki. Bóndi og söðlasmiður í Stafni í Svartárdal,síðast á Sauðárkróki. Kona hans Stefanía Lilja Guðmundsdóttir f. 14.ág. 1876 d. 2.júní 1950.
Þórunn Ingibjörg f. 20.apríl 1874 á Æsustöðum, d. 17.nóv. 1959 í Reykjavík. Húsfreyja í Gröf í Miklaholtshreppi. Maður hennar Halldór Bjarnason bóndi í Gröf.
Elísabet Elínborg f. 21.maí 1880 á Skeggsstöðum. d. eftir 1930 í Vesturheimi. Vinnukona á Bergsstöðum í Svartárdal árið 1900, og fer þá vestur um haf.
Sigurjón f. 1.feb. 1882 á Skeggsstöðum, d. 19. sept. sama ár.
Svava Jónína f. 27.ágúst 1883 á Skeggsstöðum d. 17.júlí 1959 í Reykjavík. Húsfreyja á Sundabakka í Viðey, síðar búsett í Reykjavík. Maður hennar Gísli Gíslason verkstj. í Viðey.
Barnsmóðir Sigurðar á Skeggsstöðum var Jóhanna Júlíana Jóhannsdóttir f. 6.júlí 1823 í Holtastaðakoti í Langadal d. af barnsburði 13.júní 1848 í Mörk á Laxárdal.Foreldrar hennar voru Jóhann Jónsson bóndi í Holtastaðakoti og síðar á Holtastöðum (Holtastaða Jóhann) og fyrsta kona hans Ingibjörg Magnúsdóttir. Börn Sigurðar og Jóhönnu Júliönu voru:
Benidikt f. 26.maí 1848 d. 1.júní sama ár
Sigríður f. 26.maí 1848 d. 2.júní sama ár.
Önnur barnsmóðir Sigurðar var Helga Magnúsdóttir f. 15.nóv. 1844 á Breið í Tungusveit d. 31.maí 1923 á Stóru-Seylu. Foreldra hennar voru Magnús Gunnlaugsson bóndi á Breið í Tungusveit og síðar í Bergsstaðaseli og k.h. Línanna Símonardóttir. Helga ólst upp hjá foreldrum sínum, vinnukona í Blöndudalshólum 1874-1876, Gafli í Svínadal 1876-1878,Bollastöðum í Blöndudal 1878 eða lengur. Lengi ráðskona Þorsteins Guðmundssonar í Víðimýrarseli. Helga var fróð kona og minnug,hafði einstaka frásagnarhævileika. Hún var blind síðustu árin,en lét leiða sig milli bæja og var alstaðar velkomin. Barn þeirra Sigurðar var:
Margrét f. 3.mars 1877 í Gafli í Svínadal d. eftir 1916. Hún var í fóstri á Fjósum 1878,en ólst upp hjá föður sínum eftir það. Vinnukona á Auðnum í Sæmindarhlíð um tíma en lengst var hún í Kolgröf á Efribyggð. Hún eignaðist barn með Birni Björnssyni í Kolgröf. Barnið var:
Jóhanna Ingibjörg f. 13.des 1903 í Kolgröf d. 8. Júní 1989 á Sauðárkróki. Jóhanna var lengst kennd við býlið Bjarmaland í Lýtingsstaðahreppi.
Heimildir: Kirkjubækur,Manntöl,Skiftabækur Skagafjarðarsýslu,Æviskrár Skagfirðinga 1850-1890,Æviskrár Skagfirðinga 1890-1910,Ættir Austur-Húnvetninga, munnlegar heimildir.
(Sig.Bj)