Hjalti Ólafsson Thorberg bóndi á Gunnsteinsstöðum í Langadal og Ytri-Ey á Skagaströnd

Hjalti Ólafsson Thorberg bóndi á Gunnsteinsstöðum í Langadal og Ytri-Ey á Skagaströnd.F.10.nóv. 1825 á Hvanneyri í Siglufirði d. 11.des 1871 í Vesturhópshólum í Vesturhópi.

Foreldrar Sr. Ólafur Hjaltason Thorberg prestur á Hvanneyri í Siglufirði,Helgafelli á Snæfellsnesi og víðar, og k.h. Guðfinna Bergsdóttir.

Hjalti ólst upp hjá foreldrum sínum á Hvanneyri og síðar á Helgafelli á Snæfellsnesi. Námspiltur í Odda á Rangárvöllum 1845 eða lengur, ráðsmaður hjá Arnóri Árnasyni sýslumanni á Ytri-Ey á Skagaströnd 1847-1867 og bjó jafnframt á hluta af sömu jörð,bóndi á Gunnsteinsstöðum í Langadal 1867-1871 en flutti að Vesturhópshólum vorið 1871 og dó þar 11.des sama ár. Hjalti var gjörvilegur maður ásýndum,duglegur og verkhygginn. Vinsæll og vel metinn. Hann var ráðsmaður hjá Arnóri Árnasyni sýslumanni á Ytri-Ey og sá um allan búrekstur sýslumanns ásamt því að reka eigið bú á hluta jarðarinnar. Þegar Arnór féll frá fluttist Hjalti að Gunnsteinsstöðum og hugði á stórbúskap þar.Úr því varð minna einkum vegna þess að heilsan tók að bila og að síðustu fluttist hann með konu og börn að Vesturhópshólum og lést þar eftir nokkra mánuði úr tæringu.

Kona hans 11.sept.1866 var Guðrún Jóhannesdóttir f. 18.júlí 1836 í Blöndudalshólum í Blöndudal, d. í Vesturheimi eftir 1906.

Foreldrar hennar voru Jóhannes Jóhannsson bóndi í Blöndudalshólum og síðar á Ytra-Hóli á Skagaströnd. s.k.h. Sigríður Hinriksdóttir.

Guðrún ólst upp hjá móður sinn og seinni manni hennar Jónasi Jónssyni bónda á Ytra-Hóli. Vinnukona í Kambakoti á Skagaströnd 1855, hjá móður sinni og þriðja manni hennar á Syðri- Ey á Skagaströnd 1856-1859, húsfreyja á Ytri -Ey 1860-1867,á Gunnsteinsstöðum í Langadal 1867-1871, húskona í Vesturhópshólum í Vesturhópi 1871-1873, húsfreyja í Gröf á Vatnsnesi 1873-1877, húskona á Þóroddsstöðum í Hrútafirði 1860 eða lengur, fluttist til Vesturheims 1887 og var hjá Önnu dóttur sinni í Winnipeg Manitoba 1906. Guðrún var velmetin dugnaðar og greindarkona.

Börn þeirra Hjalta og Guðrúnar voru:

Sigríður f. 18.sept.1860 á Ytri-Ey d. 11.jan 1950 í Reykjavík. Ólst upp hjá Bergi Thorberg föðurbróðir sínum. Maður hennar var Jón Jensson landritari og síðar yfirdómari.

Arnór Thorberg f. 9.júlí 1863 á Ytri-Ey, Fór til Vesturheims 1884

Guðfinna f. 4. Júlí 1865 á Ytri-Ey d.6.jan á Siglufirði. Gift Jóni Jóhannessyni bónda og skipstjóra í Efri Höfn á Siglufirði.

Ólafur Thorberg f. 1868 ( fæðing ekki innfærð í kirkjubók) Er í dvöl hjá Bergi Thorberg í Reykjavík 1880,fluttist til New York 1892, búsettur í San Francico 1910

Svanhildur Ólöf f. 7.sept. 1870 á Gunnsteinsstöðum d. 14.des 1874 í Gröf á Vatnsnesi

Barnsfaðir og sambýlismaður Guðrúnar var Þorsteinn Þorsteinsson f. 16.ág. 1844 á Ytri-Kárastöðum á Vatnsnesi, d. 27.jan 1877 í Gröf á Vatnsnesi.

Foreldrar hans voru Þorsteinn Þorsteinsson bóndi á Ytri-Kárastöðum og k.h. Anna Samsonardóttir.

Þorsteinn ólst upp hjá foreldrum sínum, léttadrengur í Vesturhópshólum 1860,lausam. á Sigríðarstöðum í Vesturhópi 1870,vinnum. í Vestuhópshólum 1871-1873, ráðsmaður í Gröf á Vatnsnesi 1873- æviloka.

Börn Þorsteins og Guðrúnar voru:

Hjalti f. 24.maí 1873 d. 11. júní 1874

Anna Thorberg f. 22.júní 1875, d. í Vesturheimi eftir 1906. Fór vestur um haf með móður sinni og giftirst þar 29.sept. 1893 Kristjáni Jónssyni. Áttu heima í Winnipeg

Heimildir: Kirkjubækur, manntöl,vesturfaraskrá, Fortíð og fyrirburðir.

(Sig Bj)